Erlent

Fyrr­verandi þing­for­seti skotinn um há­bjartan dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Andríj Parúbí (h) var myrtur í Lviv í morgun. Morðinginn flúði á rafmagnshjóli.
Andríj Parúbí (h) var myrtur í Lviv í morgun. Morðinginn flúði á rafmagnshjóli. Skjáskot og EPA

Fyrrverandi þingforseti Úkraínu var myrtur á götum Lviv í morgun. Andríj Parúbí var einnig áður forseti þjóðaröryggisráðs Úkraínu og spilaði stóra rullu í Euromaidan mótmælunum á árum áður var skotinn til bana þegar hann var á gangi út á götu.

Hann var 54 ára gamall.

Myndband úr öryggismyndavélum sýnir mann með hjálm á höfði bíða við götuna, þar til Parúbí gekk fram hjá honum. Launmorðinginn elti þingmanninn fyrrverandi og skaut hann. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi hleypt af fleiri skotum eftir að Parúbí féll í jörðina og flúði hann svo á rafmagnshjóli.

Kiyv Independent segir sjö skothylki hafa fundist á vettvangi.

Morðið átti sér stað um hádegi að staðartíma. Umfangsmikil leit að árásarmanninum stendur nú yfir en svo virðist sem ekki sé búið að bera kennsl á hann að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×