Fótbolti

Blikar fá heima­leik í Evrópu tveimur dögum fyrir loka­um­ferð Bestu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Örn Margeirsson og félagar í Breiðabliki hafa nóg að gera í vetur.
Viktor Örn Margeirsson og félagar í Breiðabliki hafa nóg að gera í vetur. Vísir/Anton Brink

Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú sett saman og staðfest leikjadagatal Sambandsdeildarinnar þar sem Íslendingar eiga einn fulltrúa.

Blikar tryggðu sér sæti í aðalhluta Sambandsdeildarinnar í annað skiptið á þremur árum.

Breiðablik fékk að vita um mótherja sína á föstudaginn og í gær var ljóst hvernig liðið spilar við hverja. UEFA staðfestir hér leikjaplanið.

Blikar byrja á leik í Sviss og enda á útileik í Frakklandi sex dögum fyrir jól.

Breiðablik spilar þrjá heimaleiki og þrjá útileiki frá 2. október til 18. desember.

Úrslitakeppni Bestu deildar karla hefst 21. september og lýkur 25. október. Inn í hana kemur tveggja vikna landsleikhlé frá 5. til 19. október.

Blikar eiga leiki nokkrum dögum fyrir og eftir útileik í Sviss. Þeir eiga líka að spila spila heimaleik tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu deildarinnar. Sá leikur hefur verið settur á Laugardalsvöll.

Það má búast við því að það gæti búið til einhver vandamál fari svo að Blikar eigi þá enn möguleika á að tryggja sér tititlinn eða Evrópusæti. Umferðin er nú á laugardegi en yrði þá eflaust af einhverjum hluta færð yfir á sunnudaginn.

Fjórir af sex leikjum Blika í Sambandsdeildarinnar fara fram eftir að Íslandsmótinu lýkur.

  • Leikir Breiðabliks
  • 2. október
  • FC Lausanne-Sport - Breiðablik
  • 23. október
  • Breiðablik - KuPS Kuopio
  • 6. nóvember
  • FC Shakhtar Donetsk - Breiðablik
  • 27. nóvember
  • Breiðablik - Samsunspor FC
  • 11. desember
  • Breiðablik - Shamrock Rovers FC
  • 18. desember
  • Strasbourg - Breiðablik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×