„Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2025 08:48 Friðrika Ragna Magnúsdóttir er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera einn öflugasti sóknarmaður SR síðustu ár. Hún hefur verið ein af kjölfestunum í U18 landsliði stúlkna og tók þátt í sínu fyrsta A-landsliðsverkefni á síðasta tímabili. @fridrika.ragna Íslenska landsliðskonan Friðrika Ragna Magnúsdóttir er á leiðinni vestur um haf til að spila íshokkí í Kanada. Friðrika Ragna mun spila með skólaliði Ste-Cécile Stallion í borginni Windsor sem er vissulega í Ontario fylki í Kanda en hinum megin við ánna á móti Detroit.. Friðrika Ragna er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera einn öflugasti sóknarmaður SR síðustu ár. Hún hefur verið ein af kjölfestunum í U18 landsliði stúlkna og tók þátt í sínu fyrsta A-landsliðsverkefni á síðasta tímabili. Lengi með þetta markmið Skautafélag Reykjavikur sagði frá ævintýri Friðriku á miðlum sínum og þar má fræðast meira um hvað bíður hennar í vetur. „Ég hef lengi verið með það markmið að fara erlendis eftir grunnskóla til að spila íshokkí og fara í framhaldsskóla,“ sagði Friðrika Ragna. Góð frammistaða hennar á U18 heimsmeistaramótinu í Tyrklandi í janúar þýddu að Kim McCullough landsliðsþjálfari fór að tala um tækifæri í boði í Kanada. „Við fjölskyldan fórum að skoða þá möguleika í samráði við landsliðsþjálfarann. Hún þekkir vel til kvennaíshokkís í Kanada og hefur þjálfað mig í tvö ár svo það var mikils virði að fá hennar aðstoð við að finna lið við hæfi,“ sagði Friðrika. Vildi fara í góðan skóla „Þegar ég var að skoða íshokkílið þá lagði ég líka mikla áherslu á að ég hefði aðgang að góðum skóla. Ég var ekki bara að horfa til þessa að hokkíið væri gott heldur þurfti skólinn að vera góður líka. Þessi skóli útskrifar nemendur úr framhaldsskóla sem hafa fengið góða styrki til náms víða um heim. Langtíma markmið mitt er einmitt að reyna að komast á íshokkístyrk í háskóla í Kanada eða Bandaríkjunum,“ sagði Friðrika. „Ég er að fara út til að reyna að bæta mig sem leikmann, verða hraðari og öðlast betri leikskilning. Ég hlakka til að kynnast því hvernig hokkí er spilað í Kanada og Ameríku. Hér eru fleiri tækifæri til að bæta sig, aðbúnaðurinn er góður og samkeppnin um stöður er meiri, sem er frábært,“ sagði Friðrika. Lærir eitthvað nýtt á hverjum degi „Það er stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára. Það er ein vika síðan ég kom og ég er að læra eitthvað nýtt á hverjum einasta degi! Bæði inn á svellinu og einnig utan þess. Skólinn er krefjandi svo ég þarf að skipuleggja tíma minn mjög vel til að ná að sinna öllu vel, bæði skólanum og hokkíinu,“ sagði Friðrika en það má lesa allt viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by SR Íshokkí (@srishokki) Íshokkí Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Sjá meira
Friðrika Ragna mun spila með skólaliði Ste-Cécile Stallion í borginni Windsor sem er vissulega í Ontario fylki í Kanda en hinum megin við ánna á móti Detroit.. Friðrika Ragna er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera einn öflugasti sóknarmaður SR síðustu ár. Hún hefur verið ein af kjölfestunum í U18 landsliði stúlkna og tók þátt í sínu fyrsta A-landsliðsverkefni á síðasta tímabili. Lengi með þetta markmið Skautafélag Reykjavikur sagði frá ævintýri Friðriku á miðlum sínum og þar má fræðast meira um hvað bíður hennar í vetur. „Ég hef lengi verið með það markmið að fara erlendis eftir grunnskóla til að spila íshokkí og fara í framhaldsskóla,“ sagði Friðrika Ragna. Góð frammistaða hennar á U18 heimsmeistaramótinu í Tyrklandi í janúar þýddu að Kim McCullough landsliðsþjálfari fór að tala um tækifæri í boði í Kanada. „Við fjölskyldan fórum að skoða þá möguleika í samráði við landsliðsþjálfarann. Hún þekkir vel til kvennaíshokkís í Kanada og hefur þjálfað mig í tvö ár svo það var mikils virði að fá hennar aðstoð við að finna lið við hæfi,“ sagði Friðrika. Vildi fara í góðan skóla „Þegar ég var að skoða íshokkílið þá lagði ég líka mikla áherslu á að ég hefði aðgang að góðum skóla. Ég var ekki bara að horfa til þessa að hokkíið væri gott heldur þurfti skólinn að vera góður líka. Þessi skóli útskrifar nemendur úr framhaldsskóla sem hafa fengið góða styrki til náms víða um heim. Langtíma markmið mitt er einmitt að reyna að komast á íshokkístyrk í háskóla í Kanada eða Bandaríkjunum,“ sagði Friðrika. „Ég er að fara út til að reyna að bæta mig sem leikmann, verða hraðari og öðlast betri leikskilning. Ég hlakka til að kynnast því hvernig hokkí er spilað í Kanada og Ameríku. Hér eru fleiri tækifæri til að bæta sig, aðbúnaðurinn er góður og samkeppnin um stöður er meiri, sem er frábært,“ sagði Friðrika. Lærir eitthvað nýtt á hverjum degi „Það er stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára. Það er ein vika síðan ég kom og ég er að læra eitthvað nýtt á hverjum einasta degi! Bæði inn á svellinu og einnig utan þess. Skólinn er krefjandi svo ég þarf að skipuleggja tíma minn mjög vel til að ná að sinna öllu vel, bæði skólanum og hokkíinu,“ sagði Friðrika en það má lesa allt viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by SR Íshokkí (@srishokki)
Íshokkí Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Sjá meira