Golf

Stór­kost­leg spila­mennska hjá Haraldi í Sví­þjóð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haraldur Franklín Magnús átti magnaðn dag í Uppsala í Svíþjóð í dag.
Haraldur Franklín Magnús átti magnaðn dag í Uppsala í Svíþjóð í dag. Getty/Luke Walker

Íslenski atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús átti rosalegan lokadag Dormy Open golfmótinu í Svíþjóð.

Haraldur spilaði síðasta hringinn á 60 höggum eða ellefu höggum undir pari.

Mótið er hluti af HotelPlanner mótaröðinni, sem er sú næst sterkasta í Evrópu.

Haraldur var með ellefu fugla og engan skolla á hringnum. Hann fékk sex fugla á síðustu níu holunum þar af tvisvar sinnum fugl á þremur holum í röð. Hann byrjaði líka daginn á fjórum fuglum í röð.

Haraldur endaði mótið á 23 höggum undir pari og var efstur þegar hann lauk keppni en margir kylfingar eiga eftir að klára lokarhringinn sinn. 

Haraldur hafði leikið fyrstu þrjá hringina á 64 höggum, 69 höggum og 68 höggum en par vallarins er 71 högg.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×