„Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Hjörvar Ólafsson skrifar 31. ágúst 2025 20:12 Jökull Elísabetarson gekk sáttur frá borði í þessum leik. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sá lið sitt koma til baka úr snúinni stöðu í leik liðsins gegn KA í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld og sýna gríðarlegan karakter. Jökull var sáttur við sigurinn en kallar eftir heilsteyptari frammistöðu frá leikmönnum sínum. „Við vorum mjög flatir í fyrri hálfleik og fórum vel og vandlega yfir hlutina í hálfleik. Þar ræddum við að við þyrftum að einfalda spilið okkar og vera með grunnatriði leiksins betur á hreinu. Eftir að við lentum 2-0 undir þá vaknaði liðið og við fórum að spila mun betur,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, um spilamennsku sinna manna. „Ef við viljum fá fleiri á völlinn þá þurfum við að spila af meiri orku en við gerðum í sigrinum á móti KR og betur heilt yfir í leiknum en við gerðum í þessum leik. Við sýndum þó klærnar í þessum leik og gáfum stuðningsmönnum okkar eitthvað fyrir peninginn síðasta hálftímann eða svo,“ sagði Jökull enn fremur. Jökull gerði þrefalda skiptingu um miðjan seinni hálfleik og færði á sama tíma Steven Caulker úr hjarta varnarinnar í framlínu Stjörnuliðsins. Sú skipting gekk fullkomlega upp hjá Jökli og fær hann prik fyrir það. „Við fórum í heiðarlegan 4-4-2 með tvo stóra framherja hér undir lokin og sem betur fer gekk það upp og skilaði því sem við vildum. Aftur eins og eftir leikinn á móti KR þá kalla ég samt eftir betri og heilsteyptaði frammistöðu hjá okkur í næstu leikjum,“ sagði hann. „Við erum á góðu skriði samt og erum að ná í góð úrslit, það er mjög jákvætt. Ef við viljum samt gera okkur almennilega gildandi í toppbaráttunni, eins og stefnan er, þá verðum við að fara að ná upp betra jafnvægi í okkar leik,“ sagði Jökull um framhaldið. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Sjá meira
„Við vorum mjög flatir í fyrri hálfleik og fórum vel og vandlega yfir hlutina í hálfleik. Þar ræddum við að við þyrftum að einfalda spilið okkar og vera með grunnatriði leiksins betur á hreinu. Eftir að við lentum 2-0 undir þá vaknaði liðið og við fórum að spila mun betur,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, um spilamennsku sinna manna. „Ef við viljum fá fleiri á völlinn þá þurfum við að spila af meiri orku en við gerðum í sigrinum á móti KR og betur heilt yfir í leiknum en við gerðum í þessum leik. Við sýndum þó klærnar í þessum leik og gáfum stuðningsmönnum okkar eitthvað fyrir peninginn síðasta hálftímann eða svo,“ sagði Jökull enn fremur. Jökull gerði þrefalda skiptingu um miðjan seinni hálfleik og færði á sama tíma Steven Caulker úr hjarta varnarinnar í framlínu Stjörnuliðsins. Sú skipting gekk fullkomlega upp hjá Jökli og fær hann prik fyrir það. „Við fórum í heiðarlegan 4-4-2 með tvo stóra framherja hér undir lokin og sem betur fer gekk það upp og skilaði því sem við vildum. Aftur eins og eftir leikinn á móti KR þá kalla ég samt eftir betri og heilsteyptaði frammistöðu hjá okkur í næstu leikjum,“ sagði hann. „Við erum á góðu skriði samt og erum að ná í góð úrslit, það er mjög jákvætt. Ef við viljum samt gera okkur almennilega gildandi í toppbaráttunni, eins og stefnan er, þá verðum við að fara að ná upp betra jafnvægi í okkar leik,“ sagði Jökull um framhaldið.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Sjá meira