Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 1. september 2025 12:15 Nýtt örorku og endurhæfingarkerfi tekur gildi í dag og það er fagnaðarefni. Kerfið er einfaldara, réttlátara og hvetur fólk til þátttöku í atvinnulífi. Lögin sem leggja grunninn að breytingunum voru samþykkt 22. júní 2024 í tíð fyrri ríkisstjórnar, en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá félags og vinnumarkaðsráðherra, mælti fyrir málinu. Þar var stigið stórt skref frá gamaldags nálgun yfir í kerfi sem horfir á getu og tækifæri hvers einstaklings. Sú nálgun er ekki tilviljun. Hún er stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst boðað. Þegar Alþingi samþykkti lögin í júní í fyrra studdi Sjálfstæðisflokkurinn málið. Flokkur fólksins sat hjá í lokaatkvæðagreiðslu. Nú kynnir félags og húsnæðisráðherra úr þeim flokki reglugerðir sem hrinda kerfinu í framkvæmd. Það er gott að fleiri taki undir í dag og ráðherranum hafi snúist hugur, en upprunalegt frumkvæði, heildstæð stefna og áralöng barátta liggja hjá Sjálfstæðisflokknum. Pétur Blöndal heitinn benti snemma á vandann sem svokallað 75 prósent viðmið skapaði. Örlítið lægra mat gat þýtt verulega lakari réttindi. Slík uppsetning mótaði hvata í ranga átt og latti fólk frá þátttöku í atvinnulífi. Pétur kallaði eftir kerfi sem spyr fyrst og fremst hvað fólk getur. Hann setti málið ítrekað á dagskrá þingsins og mótaði um leið þá hugsun sem við fylgjum í dag. Þá sýn tóku fleiri úr okkar röðum upp og unnu áfram, meðal þeirra Óli Björn Kárason sem barðist fyrir starfsgetumati, sveigjanleika og virkum úrræðum. Ítrekað höfum við lagt áherslu á minna flækjustig, færri skerðingar og raunverulega hvatar til atvinnuþátttöku. Þetta er kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins í velferðarmálum. Að efla einstaklinginn, brjóta niður gildrur fátæktar og byggja undir aukin réttindi með því að láta kerfið umbuna getu og frumkvæði. Nú sjáum við þessa sýn verða að veruleika. Læknisfræðilegir þröskuldar víkja fyrir samþættu sérfræðimati sem metur heilsu, færni og aðstæður í heild. Hlutaörorkulífeyrir gerir fólki með skerta starfsgetu kleift að vinna eftir getu án þess að missa öryggi. Tekjutengingar dragast saman og frítekjumörk hækka svo það borgi sig að afla tekna. Sjúkra og endurhæfingargreiðslur tryggja samfellu meðan fólk er í meðferð eða endurhæfingu. Þjónustugátt og skýr samvinna milli stofnana hjálpa fólki að rata milli úrræða. Þetta er nálgun sem byggir á gildum Sjálfstæðisflokksins. Ábyrgð, frelsi og virðing fyrir mannlegri reisn. Verkefnið framundan er vönduð innleiðing. Kerfi er ekki gott fyrr en það virkar í reynd fyrir einstaklinginn. Það krefst gagnsærrar eftirfylgni, faglegrar þjónustu og þess að við betrumbætum kerfið jafnóðum. Við viljum að ungt fólk festist ekki varanlega utan vinnumarkaðar eftir veikindi eða slys. Við viljum að endurhæfing, menntun og ráðgjöf skili fólki aftur inn í samfélagið með styrk og sjálfstæði. Þar mun Sjálfstæðisflokkurinn standa vaktina. Nýja örorkukerfið er ekki endastöð heldur upphaf. Það er ávöxtur áralangrar stefnu og hugmynda sem Sjálfstæðisflokkurinn barðist fyrir. Við fylgjum því eftir af festu svo réttlæti standi, velferð virki og tækifæri nái til allra.´ Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt örorku og endurhæfingarkerfi tekur gildi í dag og það er fagnaðarefni. Kerfið er einfaldara, réttlátara og hvetur fólk til þátttöku í atvinnulífi. Lögin sem leggja grunninn að breytingunum voru samþykkt 22. júní 2024 í tíð fyrri ríkisstjórnar, en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá félags og vinnumarkaðsráðherra, mælti fyrir málinu. Þar var stigið stórt skref frá gamaldags nálgun yfir í kerfi sem horfir á getu og tækifæri hvers einstaklings. Sú nálgun er ekki tilviljun. Hún er stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst boðað. Þegar Alþingi samþykkti lögin í júní í fyrra studdi Sjálfstæðisflokkurinn málið. Flokkur fólksins sat hjá í lokaatkvæðagreiðslu. Nú kynnir félags og húsnæðisráðherra úr þeim flokki reglugerðir sem hrinda kerfinu í framkvæmd. Það er gott að fleiri taki undir í dag og ráðherranum hafi snúist hugur, en upprunalegt frumkvæði, heildstæð stefna og áralöng barátta liggja hjá Sjálfstæðisflokknum. Pétur Blöndal heitinn benti snemma á vandann sem svokallað 75 prósent viðmið skapaði. Örlítið lægra mat gat þýtt verulega lakari réttindi. Slík uppsetning mótaði hvata í ranga átt og latti fólk frá þátttöku í atvinnulífi. Pétur kallaði eftir kerfi sem spyr fyrst og fremst hvað fólk getur. Hann setti málið ítrekað á dagskrá þingsins og mótaði um leið þá hugsun sem við fylgjum í dag. Þá sýn tóku fleiri úr okkar röðum upp og unnu áfram, meðal þeirra Óli Björn Kárason sem barðist fyrir starfsgetumati, sveigjanleika og virkum úrræðum. Ítrekað höfum við lagt áherslu á minna flækjustig, færri skerðingar og raunverulega hvatar til atvinnuþátttöku. Þetta er kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins í velferðarmálum. Að efla einstaklinginn, brjóta niður gildrur fátæktar og byggja undir aukin réttindi með því að láta kerfið umbuna getu og frumkvæði. Nú sjáum við þessa sýn verða að veruleika. Læknisfræðilegir þröskuldar víkja fyrir samþættu sérfræðimati sem metur heilsu, færni og aðstæður í heild. Hlutaörorkulífeyrir gerir fólki með skerta starfsgetu kleift að vinna eftir getu án þess að missa öryggi. Tekjutengingar dragast saman og frítekjumörk hækka svo það borgi sig að afla tekna. Sjúkra og endurhæfingargreiðslur tryggja samfellu meðan fólk er í meðferð eða endurhæfingu. Þjónustugátt og skýr samvinna milli stofnana hjálpa fólki að rata milli úrræða. Þetta er nálgun sem byggir á gildum Sjálfstæðisflokksins. Ábyrgð, frelsi og virðing fyrir mannlegri reisn. Verkefnið framundan er vönduð innleiðing. Kerfi er ekki gott fyrr en það virkar í reynd fyrir einstaklinginn. Það krefst gagnsærrar eftirfylgni, faglegrar þjónustu og þess að við betrumbætum kerfið jafnóðum. Við viljum að ungt fólk festist ekki varanlega utan vinnumarkaðar eftir veikindi eða slys. Við viljum að endurhæfing, menntun og ráðgjöf skili fólki aftur inn í samfélagið með styrk og sjálfstæði. Þar mun Sjálfstæðisflokkurinn standa vaktina. Nýja örorkukerfið er ekki endastöð heldur upphaf. Það er ávöxtur áralangrar stefnu og hugmynda sem Sjálfstæðisflokkurinn barðist fyrir. Við fylgjum því eftir af festu svo réttlæti standi, velferð virki og tækifæri nái til allra.´ Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun