Geti reynst ógn við öryggi allra barna Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2025 21:00 „Ég hef ekki séð svona áður og mér finnst þetta svolítið svakalegt, “ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta telur alvarlegt að Landsréttur hafi ekki fallist á kröfu lögreglu um aðgang að gögnum í síma og tölvu föður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni. Niðurstaðan geti ógnað öryggi allra barna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hagsmuni barnsins hafa orðið undir í málinu og rannsókn þess hætt vegna úrskurðarins. Landsréttur felldi þann 19. ágúst síðastliðinn úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem heimilaði lögreglunni að rannsaka innihald síma og tölvu í eigu mannsins. Í málsvörn sinni vísaði hann til þess að á tækjunum væri að finna viðkvæm gögn sem tengdust tilteknum stjórnmálaflokki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taldi nauðsynlegt að rannsaka raftækin til að skoða hvort eitthvað í þeim varði rannsókn málsins og hvort þau innihéldu barnaníðsefni. Í höfnun sinni vísaði Landsréttur til þess að slík brot væru ekki til rannsóknar í málinu. Þá hafi lögregla ekki útskýrt hvernig síminn og tölvan tengdust meintu broti mannsins. Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir niðurstöðuna koma sér á óvart. Vísir/Vilhelm Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við RÚV að úrskurðurinn hafi komið sér verulega á óvart og að hagsmunir barnsins hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, tekur undir þetta. „Ég verð að segja það að þegar lögreglan kemur fram og segir þetta þá er það nú ansi skýrt af því að hún er yfirleitt ekki að ræða svona mál í fjölmiðlum eða tjá sig um einstaka dóma.“ „Ef dómurinn stendur svona þá er sannarlega verið að taka hagsmuni einhvers konar leyndarhyggju fram yfir hagsmuni barnsins,“ bætir Drífa við. Algengt að raftæki grunaðra séu rannsökuð Bylgja Hrönn kveðst í samtali við RÚV ekki þekkja nein fordæmi þess að hagsmunir stjórnmálaflokks hafi verið teknir fram yfir hagsmuni barns. Í ljósi úrskurðar Landsréttar hafi lögreglan þurft að hætta rannsókn kynferðisbrotamálsins. Algengt sé að raftæki grunaðra séu rannsökuð í álíka málum. Drífa telur ástæðu til að skoða með heildstæðum hætti hvort Landsréttur sé íhaldssamari en héraðsdómstólar þegar kemur að kynferðisbrotamálum og vísar til þess að Landsréttur hafi ítrekað snúið við úrskurði lægra dómstigs. Þetta tiltekna mál sé sérstakt og niðurstaða Landsréttar komi henni á óvart. „Ég hef ekki séð svona áður og mér finnst þetta svolítið svakalegt.“ Gangi gegn siðferðiskennd fólks Drífa segir það mjög alvarlegt að þetta leiði til þess að lögregla hætti rannsókn þessa tiltekna máls. „Ef þetta fær að standa þá getur bara hver sem er sem lendir í rannsókn borið þetta fyrir sig og það er komið fordæmi ef þetta fær að standa. Ætlum við að hafa það þannig? Þá erum ekki bara að tala um hugsanlega ógn við öryggi þessa barns heldur þá erum við að ógna öryggi allra barna.“ „Ég hélt að við værum orðin sammála um það að við ætluðum að láta hagsmuni barna og öryggi þeirra ganga fyrir. Það er ekki gert þarna, það eru teknir aðrir hagsmunir teknir fram fyrir augljóslega. Ég held að það brjóti ekki bara í bága við siðferðiskennd okkar heldur bara það sem við vitum og þekkjum í dag um mikilvægi þess að kerfið verndi og tryggi öryggi barna.“ Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Faðir sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni vill ekki heimila lögreglu aðgang að síma sínum og tölvu við rannsókn málsins. Hann segir að þar sé að finna viðkvæm gögn sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki. 20. ágúst 2025 11:41 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Landsréttur felldi þann 19. ágúst síðastliðinn úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem heimilaði lögreglunni að rannsaka innihald síma og tölvu í eigu mannsins. Í málsvörn sinni vísaði hann til þess að á tækjunum væri að finna viðkvæm gögn sem tengdust tilteknum stjórnmálaflokki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taldi nauðsynlegt að rannsaka raftækin til að skoða hvort eitthvað í þeim varði rannsókn málsins og hvort þau innihéldu barnaníðsefni. Í höfnun sinni vísaði Landsréttur til þess að slík brot væru ekki til rannsóknar í málinu. Þá hafi lögregla ekki útskýrt hvernig síminn og tölvan tengdust meintu broti mannsins. Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir niðurstöðuna koma sér á óvart. Vísir/Vilhelm Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við RÚV að úrskurðurinn hafi komið sér verulega á óvart og að hagsmunir barnsins hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, tekur undir þetta. „Ég verð að segja það að þegar lögreglan kemur fram og segir þetta þá er það nú ansi skýrt af því að hún er yfirleitt ekki að ræða svona mál í fjölmiðlum eða tjá sig um einstaka dóma.“ „Ef dómurinn stendur svona þá er sannarlega verið að taka hagsmuni einhvers konar leyndarhyggju fram yfir hagsmuni barnsins,“ bætir Drífa við. Algengt að raftæki grunaðra séu rannsökuð Bylgja Hrönn kveðst í samtali við RÚV ekki þekkja nein fordæmi þess að hagsmunir stjórnmálaflokks hafi verið teknir fram yfir hagsmuni barns. Í ljósi úrskurðar Landsréttar hafi lögreglan þurft að hætta rannsókn kynferðisbrotamálsins. Algengt sé að raftæki grunaðra séu rannsökuð í álíka málum. Drífa telur ástæðu til að skoða með heildstæðum hætti hvort Landsréttur sé íhaldssamari en héraðsdómstólar þegar kemur að kynferðisbrotamálum og vísar til þess að Landsréttur hafi ítrekað snúið við úrskurði lægra dómstigs. Þetta tiltekna mál sé sérstakt og niðurstaða Landsréttar komi henni á óvart. „Ég hef ekki séð svona áður og mér finnst þetta svolítið svakalegt.“ Gangi gegn siðferðiskennd fólks Drífa segir það mjög alvarlegt að þetta leiði til þess að lögregla hætti rannsókn þessa tiltekna máls. „Ef þetta fær að standa þá getur bara hver sem er sem lendir í rannsókn borið þetta fyrir sig og það er komið fordæmi ef þetta fær að standa. Ætlum við að hafa það þannig? Þá erum ekki bara að tala um hugsanlega ógn við öryggi þessa barns heldur þá erum við að ógna öryggi allra barna.“ „Ég hélt að við værum orðin sammála um það að við ætluðum að láta hagsmuni barna og öryggi þeirra ganga fyrir. Það er ekki gert þarna, það eru teknir aðrir hagsmunir teknir fram fyrir augljóslega. Ég held að það brjóti ekki bara í bága við siðferðiskennd okkar heldur bara það sem við vitum og þekkjum í dag um mikilvægi þess að kerfið verndi og tryggi öryggi barna.“
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Faðir sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni vill ekki heimila lögreglu aðgang að síma sínum og tölvu við rannsókn málsins. Hann segir að þar sé að finna viðkvæm gögn sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki. 20. ágúst 2025 11:41 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Faðir sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni vill ekki heimila lögreglu aðgang að síma sínum og tölvu við rannsókn málsins. Hann segir að þar sé að finna viðkvæm gögn sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki. 20. ágúst 2025 11:41