Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 1. september 2025 22:14 Á síðustu dögum hafa verið mikil flóð á svæðinu, sem hrundu af stað fjölmörgum aurskriðum, sem hefur heft aðgengi til muna. EPA Mörg hundruð hafa látið lífið vegna jarðskjálfta sem reið yfir Afganistan í gær. Björgunarstörf hafa gengið hægt og erfitt hefur reynst að ná til afskekktra byggða sem urðu illa úti. Talíbanastjórnin þar í landi kallar eftir aðstoð og segir litla hjálp að fá frá alþjóðasamfélaginu. Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir miðnætti að staðartíma, eða rétt fyrir klukkan hálf sjö að íslenskum tíma í gærkvöldi. Skjálftinn var sex að stærð en sex eftirskjálftar, á bilinu 4,3 til 5,2 fylgdu í kjölfarið. Áhrifanna hefur helst gætt í austurhluta Afganistan en einnig í hluta Pakistan, einkum í Peshavar. Minnst 812 hafa látið lífið og talið er að sú tala muni hækka til muna á næstu dögum. Tvö þúsund eru slasaðir og mörg þúsund hafa misst heimili sín. Björgun hefur gengið hægt en svæðið sem varð verst úti er í miklu fjalllendi, þar sem er strjálbýlt og vegir illfærir. Enn hefur hjálp ekki borist mörgum þorpum en helst hefur þurft að flytja viðbragðsaðila og búnað með þyrlum. Þá hafa samskiptaleiðir rofnað vegna jarðskjálftanna. Sharafat Zaman talsmaður heilbrigðisráðuneytisins í Kabúl gerði ákall eftir aðstoð úr hendi alþjóðasamfélagsins vegna hamfaranna í samtali við Reuters. „Við þurfum aðstoð vegna þess að fjöldi fólks hefur tapað lífi sínu og húsunum sínum,“ sagði hann við miðilinn. Jarðskjálftinn er sá þriðji af þessari stærðargráðu síðan Talíbanar tóku völd í landinu fyrir fjórum árum. Frá valdatökunni hafa erlend ríki skorið verulega niður fjárframlög til hjálparstarfs í landinu, bæði vegna átaka annars staðar í heiminum og af þrýstingi vegna sífellt versnandi stöðu kvenna í landinu. Talíbanar hafa til að mynda bannað konum og stúlkum að stunda nám og starfa á vissum vettvöngum og stjórnarmenn Landsnefndar UN Women á Íslandi segja grundvallarmannréttindi kvenna hafa verið tekin í burtu á undanförnum árum. Fjárframlög til mannúðaraðstoðar, sem miðar að því að líta fram hjá pólitískum stofnunum og veita aðstoð þegar brýn þörf er á, hafa meira að segja verið skorin niður úr 3,8 milljörðum Bandaríkjadala í 767 milljónir Bandaríkjadala frá 2022. „Enn sem komið er hafa engin erlend stjórnvöld boðið fram hjálparhönd,“ hefur Reuters eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins. Síðan þá hafa stjórnvöld í Indlandi og Kína boðið fram neyðaraðstoð upp að einhverju marki. Bandarísk stofnun sem sér um utanríkismál í Suðaustur-Asíu vottaði Afgönum samúð í færslu á X en ekki liggur fyrir hvort bandarísk stjórnvöld komi til með að bjóða fram aðstoð. Afganistan Náttúruhamfarir Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir miðnætti að staðartíma, eða rétt fyrir klukkan hálf sjö að íslenskum tíma í gærkvöldi. Skjálftinn var sex að stærð en sex eftirskjálftar, á bilinu 4,3 til 5,2 fylgdu í kjölfarið. Áhrifanna hefur helst gætt í austurhluta Afganistan en einnig í hluta Pakistan, einkum í Peshavar. Minnst 812 hafa látið lífið og talið er að sú tala muni hækka til muna á næstu dögum. Tvö þúsund eru slasaðir og mörg þúsund hafa misst heimili sín. Björgun hefur gengið hægt en svæðið sem varð verst úti er í miklu fjalllendi, þar sem er strjálbýlt og vegir illfærir. Enn hefur hjálp ekki borist mörgum þorpum en helst hefur þurft að flytja viðbragðsaðila og búnað með þyrlum. Þá hafa samskiptaleiðir rofnað vegna jarðskjálftanna. Sharafat Zaman talsmaður heilbrigðisráðuneytisins í Kabúl gerði ákall eftir aðstoð úr hendi alþjóðasamfélagsins vegna hamfaranna í samtali við Reuters. „Við þurfum aðstoð vegna þess að fjöldi fólks hefur tapað lífi sínu og húsunum sínum,“ sagði hann við miðilinn. Jarðskjálftinn er sá þriðji af þessari stærðargráðu síðan Talíbanar tóku völd í landinu fyrir fjórum árum. Frá valdatökunni hafa erlend ríki skorið verulega niður fjárframlög til hjálparstarfs í landinu, bæði vegna átaka annars staðar í heiminum og af þrýstingi vegna sífellt versnandi stöðu kvenna í landinu. Talíbanar hafa til að mynda bannað konum og stúlkum að stunda nám og starfa á vissum vettvöngum og stjórnarmenn Landsnefndar UN Women á Íslandi segja grundvallarmannréttindi kvenna hafa verið tekin í burtu á undanförnum árum. Fjárframlög til mannúðaraðstoðar, sem miðar að því að líta fram hjá pólitískum stofnunum og veita aðstoð þegar brýn þörf er á, hafa meira að segja verið skorin niður úr 3,8 milljörðum Bandaríkjadala í 767 milljónir Bandaríkjadala frá 2022. „Enn sem komið er hafa engin erlend stjórnvöld boðið fram hjálparhönd,“ hefur Reuters eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins. Síðan þá hafa stjórnvöld í Indlandi og Kína boðið fram neyðaraðstoð upp að einhverju marki. Bandarísk stofnun sem sér um utanríkismál í Suðaustur-Asíu vottaði Afgönum samúð í færslu á X en ekki liggur fyrir hvort bandarísk stjórnvöld komi til með að bjóða fram aðstoð.
Afganistan Náttúruhamfarir Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira