„Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2025 07:19 Sérfræðingar segja fyrirætlanirnar sem Washington Post greindi frá um helgina algjörlega fráleitar. Sérfræðingar segja hugmyndir um að flytja íbúa Gasa á brott til að greiða fyrir uppbyggingu einhvers konar tækni- og ferðamannaparadísar á svæðinu óraunhæfar og fela í sér gróf brot gegn alþjóðalögum. Washington Post greindi um helgina frá áætlun sem meðal annars gengur út á að flytja Palestínumenn frá Gasa gegn eingreiðslu eða loforði um íbúð í nýrri „paradís“ á svæðinu. Brottflutningurinn yrði valfrjáls. Þá felur áætlunin í sér hugmyndir um gríðarlega uppbyggingu á Gasa, fjármagnaða af einkaaðilum, þar sem meðal annars yrði að finna strandhótel, rafbílaverksmiðjur og gagnaver. Gera höfundar hennar því skóna að verkefnið gæti borgað sig fjórfalt innan tíu ára. Hvorki Hvíta húsið né utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafa tjáð sig um hið 38 síðna plagg, sem er sagt hafa verið unnið fyrir stofnendur Gaza Humanitarian Foundation, með fjárhagsráðgjöf frá Boston Consulting Group. Það virðist þó augljóslega byggja á framtíðarsýn Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir Gasa. „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun,“ segir Philip Grant, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Trial International í Sviss. „Hver er útkoman? Skólabókardæmi um alþjóðaglæp af óhugsandi stærðargráðu.“ Grant segir áætlunina fela í sér hóprefsingu og brottflutning þjóðar gegn vilja hennar. Hugmyndirnar hafa einnig verið gagnrýndar í fjölmiðlum í Ísrael en í skoðanagrein í Haaretz er þeim lýst sem einhvers konar vélráðum um að græða peninga á túrisma, gervigreind og stríðsglæpum. Sérfræðingar segja skjalið augljóslega smíðað af einstaklingum sem hafa enga þekkingu á aðstæðum á svæðinu. Þeir sem unnu að því af hálfu Boston Consulting Group hafa verið látnir fjúka. „Þetta er bilað,“ segir HA Hellyer hjá öryggis- og varnarmála hugveitunni Royal United Services Institute. Hann segir liggja ljóst fyrir að stjórnvöld vestanhafs séu samþykkt þjóðernishreinsun á Gasa og það sé fráleitt að tala um valkvæðan brottflutning þegar hinn valmöguleikinn sé að verða sveltur eða skotinn til bana. Guardian fjallar ítarlega um málið. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Washington Post greindi um helgina frá áætlun sem meðal annars gengur út á að flytja Palestínumenn frá Gasa gegn eingreiðslu eða loforði um íbúð í nýrri „paradís“ á svæðinu. Brottflutningurinn yrði valfrjáls. Þá felur áætlunin í sér hugmyndir um gríðarlega uppbyggingu á Gasa, fjármagnaða af einkaaðilum, þar sem meðal annars yrði að finna strandhótel, rafbílaverksmiðjur og gagnaver. Gera höfundar hennar því skóna að verkefnið gæti borgað sig fjórfalt innan tíu ára. Hvorki Hvíta húsið né utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafa tjáð sig um hið 38 síðna plagg, sem er sagt hafa verið unnið fyrir stofnendur Gaza Humanitarian Foundation, með fjárhagsráðgjöf frá Boston Consulting Group. Það virðist þó augljóslega byggja á framtíðarsýn Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir Gasa. „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun,“ segir Philip Grant, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Trial International í Sviss. „Hver er útkoman? Skólabókardæmi um alþjóðaglæp af óhugsandi stærðargráðu.“ Grant segir áætlunina fela í sér hóprefsingu og brottflutning þjóðar gegn vilja hennar. Hugmyndirnar hafa einnig verið gagnrýndar í fjölmiðlum í Ísrael en í skoðanagrein í Haaretz er þeim lýst sem einhvers konar vélráðum um að græða peninga á túrisma, gervigreind og stríðsglæpum. Sérfræðingar segja skjalið augljóslega smíðað af einstaklingum sem hafa enga þekkingu á aðstæðum á svæðinu. Þeir sem unnu að því af hálfu Boston Consulting Group hafa verið látnir fjúka. „Þetta er bilað,“ segir HA Hellyer hjá öryggis- og varnarmála hugveitunni Royal United Services Institute. Hann segir liggja ljóst fyrir að stjórnvöld vestanhafs séu samþykkt þjóðernishreinsun á Gasa og það sé fráleitt að tala um valkvæðan brottflutning þegar hinn valmöguleikinn sé að verða sveltur eða skotinn til bana. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira