Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 2. september 2025 08:30 Ekki er langt síðan að á vinstri væng stjórnmálanna réði ein manneskja lögum og lofum um örlög hreyfingarinnar. Hún var forsætisráðherra í næstum tvö kjörtímabil og tók afdrifaríkar ákvarðanir, sem leiddu að lokum til hruns flokksins og stórs hluta vinstrisins. Þetta mátti þó ekki gagnrýna því hún vissi best og var vinsæl. Henni ætti einfaldlega að treysta því hún væri svo frambærileg og flott. Gilti þá einu um hvort hún færi í samstarf við höfuðóvin vinstrisins, þar sem fylgi flokksins hrundi með tímanum og endaði í hálf ónýtum flokki. Ekki var nóg með það að flokkurinn væri að hruni kominn, heldur var trúverðugleiki vinstrisins orðinn að engu. Hverju var um að kenna? Ekki endilega einum hlut eða einum einstaklingi, en persónudýrkunin og meðvirknin spilaði sína rullu. Menning hafði sprottið upp, þar sem ekki mátti gagnrýna leiðtogann. Hún kom svo vel fyrir, var svo klár og hafði kjörþokka. Meðvirknin gerði vart við sig og áður en fólk vissi af var grasrótin hætt að skipta máli. Fólk sagði sig úr flokknum í hrönnum, en samt var engu breytt. Leiðtoginn vissi best og nauðsynlegt var að fylgja henni því hún var svo frambærileg. Svona hélt þetta áfram þar til við enduðum þar sem við erum núna. Þetta einskorðast þó ekki bara við einn flokk á vinstri vængnum. Þessi menning hefur gert vart við sig á fleiri stöðum. Þar er einnig manneskja sem ekki má gagnrýna. Hún, eins og fyrrum forsætisráðherra þykir af mörgum mjög frambærileg ásamt því að búa yfir miklum kjörþokka. Hún kemur vel fyrir og þykir klár. Mantran er sú að hún muni leiða flokkinn og vinstri hreyfinguna til glæstra tíma. Þeir sem taki ekki undir það eru sakaðir um árásir. Nú þegar viðkomandi leiðtogi hefur sparkað flokknum sínum úr húsi, fyrir að mislíka niðurstöður í lýðræðislegum kosningum gildir það einu. Það er vonda grasrótin sem hefur ekki vit á að hlusta á leiðtogann sem veit best. Þannig birtast okkur átakalínur á vinstri væng stjórnmálanna. Annars vegar er fylking sem trúir því að leiðin að betra samfélagi sé að elta eina manneskju sem veit betur en við hin. Það sé fyrir bestu að finna sjarmerandi persónu sem geti komið boðskapnum á framfæri eftir eigin höfði, en líka skilað honum betur frá sér en hinn almenni félagsmaður. Hlutverk grasrótarinnar er því að tilbiðja leiðtogann og efast ekki, því hún veit best. Hins vegar er önnur fylking sem trúir því að leiðin sé samheldni og samvinna fjöldans sem muni skila okkur í rétta átt. Það sé ekki nein ein manneskja sem sé “bjargvættur”, heldur séum það við öll í sameiningu sem séum það. Sagan sýnir að það er hættulegt að beina öllum sínum væntingum á herðar einnar manneskju. Sósíalismi á að snúast um samvinnu. Við sem heild getum áorkað ótrúlegustu hlutum. Margir heilar eru mun vitrari en einn heili. Það getur tekið tíma að stilla saman strengi okkar, en það er til lengri tíma litið mun árangursríkara að vinna hlutina sem heild í stað þess að vonast til að ný Katrín Jakobsdóttir muni “bjarga” vinstrinu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Ekki er langt síðan að á vinstri væng stjórnmálanna réði ein manneskja lögum og lofum um örlög hreyfingarinnar. Hún var forsætisráðherra í næstum tvö kjörtímabil og tók afdrifaríkar ákvarðanir, sem leiddu að lokum til hruns flokksins og stórs hluta vinstrisins. Þetta mátti þó ekki gagnrýna því hún vissi best og var vinsæl. Henni ætti einfaldlega að treysta því hún væri svo frambærileg og flott. Gilti þá einu um hvort hún færi í samstarf við höfuðóvin vinstrisins, þar sem fylgi flokksins hrundi með tímanum og endaði í hálf ónýtum flokki. Ekki var nóg með það að flokkurinn væri að hruni kominn, heldur var trúverðugleiki vinstrisins orðinn að engu. Hverju var um að kenna? Ekki endilega einum hlut eða einum einstaklingi, en persónudýrkunin og meðvirknin spilaði sína rullu. Menning hafði sprottið upp, þar sem ekki mátti gagnrýna leiðtogann. Hún kom svo vel fyrir, var svo klár og hafði kjörþokka. Meðvirknin gerði vart við sig og áður en fólk vissi af var grasrótin hætt að skipta máli. Fólk sagði sig úr flokknum í hrönnum, en samt var engu breytt. Leiðtoginn vissi best og nauðsynlegt var að fylgja henni því hún var svo frambærileg. Svona hélt þetta áfram þar til við enduðum þar sem við erum núna. Þetta einskorðast þó ekki bara við einn flokk á vinstri vængnum. Þessi menning hefur gert vart við sig á fleiri stöðum. Þar er einnig manneskja sem ekki má gagnrýna. Hún, eins og fyrrum forsætisráðherra þykir af mörgum mjög frambærileg ásamt því að búa yfir miklum kjörþokka. Hún kemur vel fyrir og þykir klár. Mantran er sú að hún muni leiða flokkinn og vinstri hreyfinguna til glæstra tíma. Þeir sem taki ekki undir það eru sakaðir um árásir. Nú þegar viðkomandi leiðtogi hefur sparkað flokknum sínum úr húsi, fyrir að mislíka niðurstöður í lýðræðislegum kosningum gildir það einu. Það er vonda grasrótin sem hefur ekki vit á að hlusta á leiðtogann sem veit best. Þannig birtast okkur átakalínur á vinstri væng stjórnmálanna. Annars vegar er fylking sem trúir því að leiðin að betra samfélagi sé að elta eina manneskju sem veit betur en við hin. Það sé fyrir bestu að finna sjarmerandi persónu sem geti komið boðskapnum á framfæri eftir eigin höfði, en líka skilað honum betur frá sér en hinn almenni félagsmaður. Hlutverk grasrótarinnar er því að tilbiðja leiðtogann og efast ekki, því hún veit best. Hins vegar er önnur fylking sem trúir því að leiðin sé samheldni og samvinna fjöldans sem muni skila okkur í rétta átt. Það sé ekki nein ein manneskja sem sé “bjargvættur”, heldur séum það við öll í sameiningu sem séum það. Sagan sýnir að það er hættulegt að beina öllum sínum væntingum á herðar einnar manneskju. Sósíalismi á að snúast um samvinnu. Við sem heild getum áorkað ótrúlegustu hlutum. Margir heilar eru mun vitrari en einn heili. Það getur tekið tíma að stilla saman strengi okkar, en það er til lengri tíma litið mun árangursríkara að vinna hlutina sem heild í stað þess að vonast til að ný Katrín Jakobsdóttir muni “bjarga” vinstrinu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar