Biturðin lak af tilkynningu um Isak Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2025 09:32 Það er hvergi minnst á öll mörkin sem Alexander Isak skoraði fyrir Newcastle, í tilkynningu félagsins. Getty Talsmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle voru ekkert að hafa fyrir því að þakka Alexander Isak fyrir vel unnin störf, í aðeins 37 orða tilkynningu um að hann hefði verið seldur til Liverpool. Isak skoraði 62 mörk á tíma sínum með Newcastle og meðal annars í úrslitaleik enska deildabikarsins, gegn Liverpool í mars, þegar Newcastle vann sinn fyrsta titil síðan árið 2006. Á Wikipedia hefur einhver óhress Newcastle-maður reyndar skráð það mark á „rottu“. Á þessi mörk og titilinn í mars er hvergi minnst í tilkynningu Newcastle um brotthvarf Isaks, og greinilegt að félagið er afar ósátt við það með hvaða hætti það bar að. Skyldi engan undra enda átti Isak eftir þrjú ár af samningi sínum við félagið og var orðinn sú markamaskína sem vonir stóðu til. Það tekur ekki langan tíma að lesa tilkynningu Newcastle um brotthvarf Alexanders Isak.Skjáskot/nufc Isak gerði nánast allt til þess að þrýsta á að hann fengi að fara til Liverpool og á endanum gaf Newcastle eftir og seldi hann fyrir metfé á Bretlandi, eða 125 milljónir punda. Í hinni stuttu tilkynningu Newcastle er það eina sem kemur fram að Isak hafi verið seldur fyrir umtalsvert metfé til Liverpool og að þessi sænski landsliðsmaður hafi komið frá Real Sociedad árið 2022 og spilað samtals 109 leiki. Öllu fleiri orð fóru í að tilkynna um komu Yoane Wissa sem Newcastle tryggði sér endanlega í gær en félagið keypti hann frá Brentford fyrir 55 milljónir punda. Wissa fór svipaða leið og Isak með því að senda frá sér yfirlýsingu og þrýsta á að hann yrði seldur, sem að lokum bar árangur. Áður hafði Newcastle svo keypt þýska framherjann Nick Woltemade fyrir 69 milljónir punda sem gerir hann að dýrasta leikmanni sem félagið hefur keypt. Segja má að peningunum sem Newcastle fær fyrir Isak hafi því þegar verið ráðstafað með kaupunum á framherjunum tveimur. Enski boltinn Tengdar fréttir Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjaldan verið eins margt spennandi í gangi á lokadegi félagaskiptagluggans á Englandi. Enn er óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn en glugganum hefur verið lokað. 1. september 2025 08:35 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Isak skoraði 62 mörk á tíma sínum með Newcastle og meðal annars í úrslitaleik enska deildabikarsins, gegn Liverpool í mars, þegar Newcastle vann sinn fyrsta titil síðan árið 2006. Á Wikipedia hefur einhver óhress Newcastle-maður reyndar skráð það mark á „rottu“. Á þessi mörk og titilinn í mars er hvergi minnst í tilkynningu Newcastle um brotthvarf Isaks, og greinilegt að félagið er afar ósátt við það með hvaða hætti það bar að. Skyldi engan undra enda átti Isak eftir þrjú ár af samningi sínum við félagið og var orðinn sú markamaskína sem vonir stóðu til. Það tekur ekki langan tíma að lesa tilkynningu Newcastle um brotthvarf Alexanders Isak.Skjáskot/nufc Isak gerði nánast allt til þess að þrýsta á að hann fengi að fara til Liverpool og á endanum gaf Newcastle eftir og seldi hann fyrir metfé á Bretlandi, eða 125 milljónir punda. Í hinni stuttu tilkynningu Newcastle er það eina sem kemur fram að Isak hafi verið seldur fyrir umtalsvert metfé til Liverpool og að þessi sænski landsliðsmaður hafi komið frá Real Sociedad árið 2022 og spilað samtals 109 leiki. Öllu fleiri orð fóru í að tilkynna um komu Yoane Wissa sem Newcastle tryggði sér endanlega í gær en félagið keypti hann frá Brentford fyrir 55 milljónir punda. Wissa fór svipaða leið og Isak með því að senda frá sér yfirlýsingu og þrýsta á að hann yrði seldur, sem að lokum bar árangur. Áður hafði Newcastle svo keypt þýska framherjann Nick Woltemade fyrir 69 milljónir punda sem gerir hann að dýrasta leikmanni sem félagið hefur keypt. Segja má að peningunum sem Newcastle fær fyrir Isak hafi því þegar verið ráðstafað með kaupunum á framherjunum tveimur.
Enski boltinn Tengdar fréttir Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjaldan verið eins margt spennandi í gangi á lokadegi félagaskiptagluggans á Englandi. Enn er óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn en glugganum hefur verið lokað. 1. september 2025 08:35 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjaldan verið eins margt spennandi í gangi á lokadegi félagaskiptagluggans á Englandi. Enn er óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn en glugganum hefur verið lokað. 1. september 2025 08:35