Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar 2. september 2025 12:02 Hvernig sér tvívíddarvera kúlu? Við getum ímyndað okkur að kúlan líði í gegnum tvívíddina, svo tvívíddarveran sér fyrst punk, sem verður svo að litlum hring, og svo stærri, fer svo minnkandi og endar með punkti. Tvívíddarveran ályktar því sem svo að fyrirbærið sé stundum punktur og stundum misstór hringur. Hún er mjög nákvæm, rökföst og vísindaleg í athugunum sínum og færir fyrir því góð rök – miðað við sínar forsendur. Svona eins og Snorri Másson í Kastljósinu á dögunum. Árið 1949 sagði Simone de Beauvoir „Manneskja fæðist ekki kona, heldur verður hún kona“. Þessi fullyrðing gengur út frá því að við erum fyrst og fremst vitund – jú í líkama, en þessi líkami skilgreinir okkur ekki nema að hluta til. Þar með þarf ég ekki að fara út í líffræðilegar röksemdir um mun fjölbreyttari veruleika sem er til staðar í líffræðilegum skilgreiningum á kyni, sem mætti einnig nota ef sú væri raunin. Skilgreining mín á sjálfum mér er síbreytilegt fyrirbæri frá degi til dags, stundum út frá hlutverkum mínum, eiginleikum, sem geta verið „karllægir“ eða „kvenlægir“ eða eitthvað þar á milli og stundum út frá líkama mínum, en þetta tvennt þarf þó ekki að fara saman. Ég er dálítið hugsi yfir þráhyggju Snorra og félaga í að taka fyrir örsmáa hópa í íslensku samfélagi, sem færa má góð rök fyrir að eigi undir högg að sækja: Transfólk og múslimar. Nálgun hans við þau síðarnefndu er efni í aðra grein. Er þetta liður í pólitískri fléttu eða einlæg óttablandin skoðun? Ég er ekki viss. En í öllu falli; með Snorra höfum við eignast okkar Don Kíkóta í íslenskri pólitík – með Sigmund Davíð sem hans Sansho Pansa í baráttu við þau vindmylluvandamál sem sturtuklefar kvenna og gildi múslima eru í íslensku samfélagi. Hann upplifir sig sem krossfara gegn skoðanakúgun – jú, það má alveg samþykkja að stöku rödd hafi farið yfir strikið, en yfirleitt raddir sem hafa minna vægi en hans eigin. Það að fólk tjái andstæðar skoðanir er ekki skoðanakúgun. Og hann á vissulega nokkurn hljómgrunn hjá hópi fólki sem er hluti af óttabylgju um allan heim. Fólki sem finnst það hafa verið skilið eftir, efnahagslega og menningarlega, og fálmar eftir gildum gamalla tíma, drukknandi í framþróun sem enginn skilur almennilega. Ég kann enga patentlausn á þessu, en veit fyrir víst að lausnin á minni þjáningu er ekki sú að valda minnihlutahópum í samfélaginu aukinni þjáningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig sér tvívíddarvera kúlu? Við getum ímyndað okkur að kúlan líði í gegnum tvívíddina, svo tvívíddarveran sér fyrst punk, sem verður svo að litlum hring, og svo stærri, fer svo minnkandi og endar með punkti. Tvívíddarveran ályktar því sem svo að fyrirbærið sé stundum punktur og stundum misstór hringur. Hún er mjög nákvæm, rökföst og vísindaleg í athugunum sínum og færir fyrir því góð rök – miðað við sínar forsendur. Svona eins og Snorri Másson í Kastljósinu á dögunum. Árið 1949 sagði Simone de Beauvoir „Manneskja fæðist ekki kona, heldur verður hún kona“. Þessi fullyrðing gengur út frá því að við erum fyrst og fremst vitund – jú í líkama, en þessi líkami skilgreinir okkur ekki nema að hluta til. Þar með þarf ég ekki að fara út í líffræðilegar röksemdir um mun fjölbreyttari veruleika sem er til staðar í líffræðilegum skilgreiningum á kyni, sem mætti einnig nota ef sú væri raunin. Skilgreining mín á sjálfum mér er síbreytilegt fyrirbæri frá degi til dags, stundum út frá hlutverkum mínum, eiginleikum, sem geta verið „karllægir“ eða „kvenlægir“ eða eitthvað þar á milli og stundum út frá líkama mínum, en þetta tvennt þarf þó ekki að fara saman. Ég er dálítið hugsi yfir þráhyggju Snorra og félaga í að taka fyrir örsmáa hópa í íslensku samfélagi, sem færa má góð rök fyrir að eigi undir högg að sækja: Transfólk og múslimar. Nálgun hans við þau síðarnefndu er efni í aðra grein. Er þetta liður í pólitískri fléttu eða einlæg óttablandin skoðun? Ég er ekki viss. En í öllu falli; með Snorra höfum við eignast okkar Don Kíkóta í íslenskri pólitík – með Sigmund Davíð sem hans Sansho Pansa í baráttu við þau vindmylluvandamál sem sturtuklefar kvenna og gildi múslima eru í íslensku samfélagi. Hann upplifir sig sem krossfara gegn skoðanakúgun – jú, það má alveg samþykkja að stöku rödd hafi farið yfir strikið, en yfirleitt raddir sem hafa minna vægi en hans eigin. Það að fólk tjái andstæðar skoðanir er ekki skoðanakúgun. Og hann á vissulega nokkurn hljómgrunn hjá hópi fólki sem er hluti af óttabylgju um allan heim. Fólki sem finnst það hafa verið skilið eftir, efnahagslega og menningarlega, og fálmar eftir gildum gamalla tíma, drukknandi í framþróun sem enginn skilur almennilega. Ég kann enga patentlausn á þessu, en veit fyrir víst að lausnin á minni þjáningu er ekki sú að valda minnihlutahópum í samfélaginu aukinni þjáningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun