Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2025 17:08 Martin Hermannsson var langbesti leikmaður íslenska liðsins í dag. Vísir/Hulda Margrét Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fjórða leiknum sínum í röð á Evrópumótið í Póllandi en að þessu sinni með átta stigum á móti Luka Doncic og félögum hans í Slóveníu. Okkar Doncic átti mjög góðan leik í dag. Íslenska liðið átti góða spretti í þessum leik en andstæðingurinn átti því miður alltaf aukagírinn eftir oftast í kringum einn besta körfuboltamann heims. Íslensku strákarnir voru skrefinu á eftir og gerði of mikið af litlum mistökum til að ógna slóvenska liðinu eitthvað fyrir alvöru. Doncic vældi og tuðaði allan leikinn en íslensku strákarnir gáfu honum ekkert frá fyrstu mínútu og gerðu vel að gera allt eins óþægilegt fyrir hann og hægt var. Það gekk vel í fyrri hálfleik en í þeim síðari kom hann sér inn í leikinn á vítalínunni. Doncic var síðan fljótur að koma muninum upp í níu stig. Frábær leikmaður en hundleiðinlegur að horfa á. Það gert margt vel framan af í þessum leik. Íslenska liðið var að skora auðveldari körfur en oft áður og hélt sér lengi inn í leiknum. Í seinni hálfleik mættu Slóvenar einbeittari til leiks og voru duglegir að fiska villur á íslensku strákana við öll tækifæri. Stærsta fréttin í þessum leik var þó kannski að hinn eini sanni Martin Hermannsson stóð upp. Martin hafði fengið á sig mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í fyrstu þremur leikjum liðsins og þá sérstaklega í leik eitt og framan af í leik þrjú. Ekki af ástæðulausu. Hann virkaði yfirspenntur, ragur og mjög ólíkur sjálfur. Í dag fengum við aftur að sjá af hverju Martin er besti leikmaður Íslands. Hann mætti einbeittur og áræðinn, jafnvel svolítið reiður, reif af sér beislin og spilaði eins og kóngurinn í liðinu sem hann á að vera. Hann tók völdin í byrjun og var allt í öllu í leik íslenska liðsins. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslensku strákarnir stóðu sig í kvöld. Frammistöðumat íslensku leikmannanna í leiknum: Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur Ægir Þór Steinarsson í hundraðasta landsleiknum í dag.Vísir/Hulda Margrét Byrjunarliðið: Ægir Þór Steinarsson, bakvörður 49 stig og 5 stoðsendingar á 27:38 mínútum (PlúsMínus:-7 Framlag: 13) Hélt sæti sínu í byrjunarliðinu sem var gott að sjá enda að spila sinn hundraðasta leik. Vinnusemi að venju í vörninni en ekki eins risastórt hlutverk og síðasta leik. Skoraði þó laglega körfu yfir Luka Doncic í upphafi leiks og endurtók leikinn í þeim seinni en þó ekki yfir Doncic. Óx ásmegin í lokin og lét meira til sín taka í sókninni í lokaleikhlutanum. Elvar Már Friðriksson, bakvörður 39 stig á 27:11 mínútum (PlúsMínus: -3 Framlag: 4) Martin tók meira af skarið í byrjun og nú var það meira hlutverk Elvars að bíða átekta og taka við. Ekki alveg hans leikur og honum gekk illa að komast í takt. Var líka að koma sér í villuvandræði með sóknarvillum. Fékk að vera aðalmaðurinn þegar Martin hvíldi og gerði þá góða hluti en hefur oft spilað mun betur. Martin Hermannsson, bakvörður 522 stig og 6 stoðsendingar á 32:22 mínútum (PlúsMínus: -7 Framlag: 21) Ekki sami leikmaður? Hér er einn sem vildi segja sína skoðun á því. Var mjög áræðinn frá fyrstu mínútu. Bað um boltann til að gera eitthvað og var staðráðinn að finna taktinn strax. Var fyrir vikið kominn í sinn leik strax og allt annað að sjá hann. Langskotin ekki að detta en yfirbragðið allt annað. Fljótari að lesa vörnina og finna leiðir. Leit út eins og leikmaður sem var hættur að ofhugsa hlutina og hafði ákveðið að spila sinn leik. Setti líka niður fyrsta þristinn sinn í þrettándu tilraun og sá næsti á eftir fór líka ofan í körfuna. Jón Axel Guðmundsson, framherji 411 stig og 5 fráköst á 32:08 mínútum (PlúsMínus:0 Framlag: 11) Fékk það risastóra verkefni að dekka sjálfan Luka Doncic og gerði það lengstum mjög vel. Fiskaði ruðning á stórstjörnuna og kom henni í villuvandræði. Sýndi enn á ný að hann er einn allra besti varnarmaður íslenska liðsins. Kom sér betur inn í sóknarleikinn í seinni hálfleiknum. Tryggvi Snær Hlinason, miðherji 411 stig, 14 fráköst og 4 stoðsendingar á 34:32 mínútum (PlúsMínus: -5 Framlag: 24) Skilaði sínu að vanda og var með flotta tvennu og einnig fjórar stoðsendingar. Fékk mikið af boltanum í byrjun og skapaði vandræði frá Slóvena í upphafi leiks. Svo gekk Slóvenum betur að ráða við hann. Frákastaði mjög vel. Þarf að gera miklu betur á vítalínunni og MVP köll íslensku stuðningsfólksins virtust vera bara að trufla hann á línunni. Fékk síðan klaufalegar og kannski ósanngjarnar villur á stuttum tíma sem þýddu að hann villaði sig út þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Það mátti ekki gerast. Kristinn Pálsson setti niður þrjá þrista í dag.Vísir/Hulda Margrét Komu inn af bekknum Kristinn Pálsson, framherji 411 stig á 24:39 mínútum (PlúsMínus: -4 Framlag: 12) Setti niður þrist með liggur við fyrstu snertingunni eftir að hann kom inn á gólfið. Las stundum hlutina ekki alveg rétt í vörninni en er alltaf að og vegur margt upp með dugnaði sínum. Setti niður skotin sín í seinni sem var falleg sjón. Kappið og viljinn til mikillar fyrirmyndar. Styrmir Snær Þrastarson, framherji 20 stig á 7:46 mínútum (PlúsMínus: -10 Framlag: -3) Spilaði vel í vörninni en er áfram ekki að setja niður skotin sín. Fyrir vikið er spilatíminn hans ekki að aukast. Átti eina flotta vörn á Luka Doncic en fór líka afar illa með færin sín. Kári Jónsson, bakvörður 46 stig á 12:19 mínútum (PlúsMínus: -3 Framlag: 4) Var mjög fljótur að koma sér inn í leikinn i sókninni og setti niður tvö fyrstu þriggja stiga skotin sín var liðinu afar dýrmætt. Það gerist alltaf eitthvað gott í kringum hann því hann er að lesa leikinn frábærlega. Klókur og óræddur eru góðir eiginleikar hjá manni inn af bekknum. Hilmar Smári Henningsson, bakvörður -0 stig á 1:25 mínútum (PlúsMínus: -1 Framlag: 0) Fékk ekki mikið að spila og erfitt að meta hann mikið á þessum stutta tíma.Orri Gunnarsson, framherji - Lék ekkiSigtryggur Arnar Björnsson, bakvörður - Lék ekkiAlmar Orri Atlason, framherji - Lék ekkiCraig Pedersen, þjálfari 4Setti leikinn ágætlega upp með þjálfarateymi sínu. Þetta var að mörgu leyti vel spilaður leikur og leikur sem hefði vel geta farið betur. Setti meiri ábyrgð á herðar Martins sem kveikti vel í honum og það var líka góð ákvörðun að setja Jón Axel Guðmundsson á Doncic. Það var allt til alls til að gera betur en ef Slóvenar gerðu eitthvað vel í kvöld þá var það að refsa íslensku strákunum fyrir hver mistök. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira
Íslenska liðið átti góða spretti í þessum leik en andstæðingurinn átti því miður alltaf aukagírinn eftir oftast í kringum einn besta körfuboltamann heims. Íslensku strákarnir voru skrefinu á eftir og gerði of mikið af litlum mistökum til að ógna slóvenska liðinu eitthvað fyrir alvöru. Doncic vældi og tuðaði allan leikinn en íslensku strákarnir gáfu honum ekkert frá fyrstu mínútu og gerðu vel að gera allt eins óþægilegt fyrir hann og hægt var. Það gekk vel í fyrri hálfleik en í þeim síðari kom hann sér inn í leikinn á vítalínunni. Doncic var síðan fljótur að koma muninum upp í níu stig. Frábær leikmaður en hundleiðinlegur að horfa á. Það gert margt vel framan af í þessum leik. Íslenska liðið var að skora auðveldari körfur en oft áður og hélt sér lengi inn í leiknum. Í seinni hálfleik mættu Slóvenar einbeittari til leiks og voru duglegir að fiska villur á íslensku strákana við öll tækifæri. Stærsta fréttin í þessum leik var þó kannski að hinn eini sanni Martin Hermannsson stóð upp. Martin hafði fengið á sig mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í fyrstu þremur leikjum liðsins og þá sérstaklega í leik eitt og framan af í leik þrjú. Ekki af ástæðulausu. Hann virkaði yfirspenntur, ragur og mjög ólíkur sjálfur. Í dag fengum við aftur að sjá af hverju Martin er besti leikmaður Íslands. Hann mætti einbeittur og áræðinn, jafnvel svolítið reiður, reif af sér beislin og spilaði eins og kóngurinn í liðinu sem hann á að vera. Hann tók völdin í byrjun og var allt í öllu í leik íslenska liðsins. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslensku strákarnir stóðu sig í kvöld. Frammistöðumat íslensku leikmannanna í leiknum: Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur Ægir Þór Steinarsson í hundraðasta landsleiknum í dag.Vísir/Hulda Margrét Byrjunarliðið: Ægir Þór Steinarsson, bakvörður 49 stig og 5 stoðsendingar á 27:38 mínútum (PlúsMínus:-7 Framlag: 13) Hélt sæti sínu í byrjunarliðinu sem var gott að sjá enda að spila sinn hundraðasta leik. Vinnusemi að venju í vörninni en ekki eins risastórt hlutverk og síðasta leik. Skoraði þó laglega körfu yfir Luka Doncic í upphafi leiks og endurtók leikinn í þeim seinni en þó ekki yfir Doncic. Óx ásmegin í lokin og lét meira til sín taka í sókninni í lokaleikhlutanum. Elvar Már Friðriksson, bakvörður 39 stig á 27:11 mínútum (PlúsMínus: -3 Framlag: 4) Martin tók meira af skarið í byrjun og nú var það meira hlutverk Elvars að bíða átekta og taka við. Ekki alveg hans leikur og honum gekk illa að komast í takt. Var líka að koma sér í villuvandræði með sóknarvillum. Fékk að vera aðalmaðurinn þegar Martin hvíldi og gerði þá góða hluti en hefur oft spilað mun betur. Martin Hermannsson, bakvörður 522 stig og 6 stoðsendingar á 32:22 mínútum (PlúsMínus: -7 Framlag: 21) Ekki sami leikmaður? Hér er einn sem vildi segja sína skoðun á því. Var mjög áræðinn frá fyrstu mínútu. Bað um boltann til að gera eitthvað og var staðráðinn að finna taktinn strax. Var fyrir vikið kominn í sinn leik strax og allt annað að sjá hann. Langskotin ekki að detta en yfirbragðið allt annað. Fljótari að lesa vörnina og finna leiðir. Leit út eins og leikmaður sem var hættur að ofhugsa hlutina og hafði ákveðið að spila sinn leik. Setti líka niður fyrsta þristinn sinn í þrettándu tilraun og sá næsti á eftir fór líka ofan í körfuna. Jón Axel Guðmundsson, framherji 411 stig og 5 fráköst á 32:08 mínútum (PlúsMínus:0 Framlag: 11) Fékk það risastóra verkefni að dekka sjálfan Luka Doncic og gerði það lengstum mjög vel. Fiskaði ruðning á stórstjörnuna og kom henni í villuvandræði. Sýndi enn á ný að hann er einn allra besti varnarmaður íslenska liðsins. Kom sér betur inn í sóknarleikinn í seinni hálfleiknum. Tryggvi Snær Hlinason, miðherji 411 stig, 14 fráköst og 4 stoðsendingar á 34:32 mínútum (PlúsMínus: -5 Framlag: 24) Skilaði sínu að vanda og var með flotta tvennu og einnig fjórar stoðsendingar. Fékk mikið af boltanum í byrjun og skapaði vandræði frá Slóvena í upphafi leiks. Svo gekk Slóvenum betur að ráða við hann. Frákastaði mjög vel. Þarf að gera miklu betur á vítalínunni og MVP köll íslensku stuðningsfólksins virtust vera bara að trufla hann á línunni. Fékk síðan klaufalegar og kannski ósanngjarnar villur á stuttum tíma sem þýddu að hann villaði sig út þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Það mátti ekki gerast. Kristinn Pálsson setti niður þrjá þrista í dag.Vísir/Hulda Margrét Komu inn af bekknum Kristinn Pálsson, framherji 411 stig á 24:39 mínútum (PlúsMínus: -4 Framlag: 12) Setti niður þrist með liggur við fyrstu snertingunni eftir að hann kom inn á gólfið. Las stundum hlutina ekki alveg rétt í vörninni en er alltaf að og vegur margt upp með dugnaði sínum. Setti niður skotin sín í seinni sem var falleg sjón. Kappið og viljinn til mikillar fyrirmyndar. Styrmir Snær Þrastarson, framherji 20 stig á 7:46 mínútum (PlúsMínus: -10 Framlag: -3) Spilaði vel í vörninni en er áfram ekki að setja niður skotin sín. Fyrir vikið er spilatíminn hans ekki að aukast. Átti eina flotta vörn á Luka Doncic en fór líka afar illa með færin sín. Kári Jónsson, bakvörður 46 stig á 12:19 mínútum (PlúsMínus: -3 Framlag: 4) Var mjög fljótur að koma sér inn í leikinn i sókninni og setti niður tvö fyrstu þriggja stiga skotin sín var liðinu afar dýrmætt. Það gerist alltaf eitthvað gott í kringum hann því hann er að lesa leikinn frábærlega. Klókur og óræddur eru góðir eiginleikar hjá manni inn af bekknum. Hilmar Smári Henningsson, bakvörður -0 stig á 1:25 mínútum (PlúsMínus: -1 Framlag: 0) Fékk ekki mikið að spila og erfitt að meta hann mikið á þessum stutta tíma.Orri Gunnarsson, framherji - Lék ekkiSigtryggur Arnar Björnsson, bakvörður - Lék ekkiAlmar Orri Atlason, framherji - Lék ekkiCraig Pedersen, þjálfari 4Setti leikinn ágætlega upp með þjálfarateymi sínu. Þetta var að mörgu leyti vel spilaður leikur og leikur sem hefði vel geta farið betur. Setti meiri ábyrgð á herðar Martins sem kveikti vel í honum og það var líka góð ákvörðun að setja Jón Axel Guðmundsson á Doncic. Það var allt til alls til að gera betur en ef Slóvenar gerðu eitthvað vel í kvöld þá var það að refsa íslensku strákunum fyrir hver mistök.
Frammistöðumat íslensku leikmannanna í leiknum: Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira