„Var loksins ég sjálfur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. september 2025 17:25 Martin Hermannsson reynir skot á körfuna en til varnar er ofurstjarnan Luka Doncic. vísir/hulda margrét Martin Hermannsson átti sinn besta leik á Evrópumótinu í körfubolta þegar Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 79-87, í dag. Martin var svekktur í leikslok en segir að íslenska liðið sýni leik eftir leik að það eigi heima á stærsta sviðinu. „Tilfinningin er bara sú sama og eftir síðustu leiki. Þetta er ógeðslega fúlt. Svekkelsi. Maður leggur líf og sál í þetta en þetta eru bara smáatriði. Sem keppnismaður er alltaf ógeðslega erfitt að tapa,“ sagði Martin við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn í Katowice. Klippa: Viðtal við Martin eftir tapið fyrir Slóveníu „Það er margt sem maður getur sagt og farið yfir en ég er líka stoltur af okkur að vera komnir á stórmót, á svið sem við erum ekki vanir að vera á og erum alltaf í leik og látum ekki vaða yfir okkur sem hefur verið gegnumgangandi hjá íslenskri körfuboltaþjóð í gegnum tíðina. Við erum að spila á móti þremur sterkustu þjóðum Evrópu og erum í bullandi séns.“ Ekki stóð á svari er hann var spurður hvað hefur vantað upp á hjá íslenska liðinu á EM. „Reynsluleysi. Ef við værum að spila á hverju einasta EM væri þetta öðruvísi. Þetta eru leikmenn sem eru hérna ár eftir ár eftir ár og kunna að vera hérna og stilla sig. Ég er búinn að spila á hæsta getustigi í Evrópu í 7-8 ár en þetta er samt nýtt fyrir mér. Það sást kannski best í dag að ég er aðeins búinn að stilla mig af. Ég var loksins ég sjálfur í dag. Þetta skrifast að mestu á reynsluleysi og svo væri fínt að hafa 2-3 leikmenn yfir tvo metra,“ sagði Martin sem skoraði 22 stig og gaf sex stoðsendingar. Hann segir að íslenska liðið sé komið langt og eigi fyllilega skilið að spila meðal þeirra bestu. „Ef við gætum sett saman frammistöðu úr þessum fyrstu fjórum leikjum værum við með sigur. Í dag voru við frábærir í sókn, gegn Póllandi vorum við frábærir í vörn en það vantaði aðeins upp á það í dag. Þetta skrifast bara á reynsluleysi. Við erum orðnir ógeðslega góðir í körfubolta. Ég held að fólk verði að átta sig á því. Við erum mættir á stórmót og það eru allir brjálaðir að við séum ekki að vinna,“ sagði Martin sem hefur spilað á öllum þremur Evrópumótum sem Ísland hefur tekið þátt á. „Á mótunum 2015 og 2017 fengum við medalíu. Við erum orðnir góðir í körfubolta og ég held að fólk verði aðeins að átta sig á því. Miðað við þessa blessuðu höfðatölu, hvað við erum fá og með marga leikmenn eru að spila í íslensku deildinni. Það sýnir hvað hún er sterk og leikmennirnir eru að verða betri og við erum með fullt af töffurum í þessu liði.“ Horfa má á viðtalið við Martin í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fjórða leiknum sínum í röð á Evrópumótið í Póllandi en að þessu sinni með átta stigum á móti Luka Doncic og félögum hans í Slóveníu. Okkar Doncic átti mjög góðan leik í dag. 2. september 2025 17:08 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira
„Tilfinningin er bara sú sama og eftir síðustu leiki. Þetta er ógeðslega fúlt. Svekkelsi. Maður leggur líf og sál í þetta en þetta eru bara smáatriði. Sem keppnismaður er alltaf ógeðslega erfitt að tapa,“ sagði Martin við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn í Katowice. Klippa: Viðtal við Martin eftir tapið fyrir Slóveníu „Það er margt sem maður getur sagt og farið yfir en ég er líka stoltur af okkur að vera komnir á stórmót, á svið sem við erum ekki vanir að vera á og erum alltaf í leik og látum ekki vaða yfir okkur sem hefur verið gegnumgangandi hjá íslenskri körfuboltaþjóð í gegnum tíðina. Við erum að spila á móti þremur sterkustu þjóðum Evrópu og erum í bullandi séns.“ Ekki stóð á svari er hann var spurður hvað hefur vantað upp á hjá íslenska liðinu á EM. „Reynsluleysi. Ef við værum að spila á hverju einasta EM væri þetta öðruvísi. Þetta eru leikmenn sem eru hérna ár eftir ár eftir ár og kunna að vera hérna og stilla sig. Ég er búinn að spila á hæsta getustigi í Evrópu í 7-8 ár en þetta er samt nýtt fyrir mér. Það sást kannski best í dag að ég er aðeins búinn að stilla mig af. Ég var loksins ég sjálfur í dag. Þetta skrifast að mestu á reynsluleysi og svo væri fínt að hafa 2-3 leikmenn yfir tvo metra,“ sagði Martin sem skoraði 22 stig og gaf sex stoðsendingar. Hann segir að íslenska liðið sé komið langt og eigi fyllilega skilið að spila meðal þeirra bestu. „Ef við gætum sett saman frammistöðu úr þessum fyrstu fjórum leikjum værum við með sigur. Í dag voru við frábærir í sókn, gegn Póllandi vorum við frábærir í vörn en það vantaði aðeins upp á það í dag. Þetta skrifast bara á reynsluleysi. Við erum orðnir ógeðslega góðir í körfubolta. Ég held að fólk verði að átta sig á því. Við erum mættir á stórmót og það eru allir brjálaðir að við séum ekki að vinna,“ sagði Martin sem hefur spilað á öllum þremur Evrópumótum sem Ísland hefur tekið þátt á. „Á mótunum 2015 og 2017 fengum við medalíu. Við erum orðnir góðir í körfubolta og ég held að fólk verði aðeins að átta sig á því. Miðað við þessa blessuðu höfðatölu, hvað við erum fá og með marga leikmenn eru að spila í íslensku deildinni. Það sýnir hvað hún er sterk og leikmennirnir eru að verða betri og við erum með fullt af töffurum í þessu liði.“ Horfa má á viðtalið við Martin í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fjórða leiknum sínum í röð á Evrópumótið í Póllandi en að þessu sinni með átta stigum á móti Luka Doncic og félögum hans í Slóveníu. Okkar Doncic átti mjög góðan leik í dag. 2. september 2025 17:08 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira
Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fjórða leiknum sínum í röð á Evrópumótið í Póllandi en að þessu sinni með átta stigum á móti Luka Doncic og félögum hans í Slóveníu. Okkar Doncic átti mjög góðan leik í dag. 2. september 2025 17:08