Lífið

Nældi sér í einn um­deildan

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Sydney Sweeney er byrjuð að deita Scooter Braun.
Sydney Sweeney er byrjuð að deita Scooter Braun. Emma McIntyre/Getty Images

Nýjasta stjörnupar Hollywood vekur furðu meðal margra en bomban og ofurstjarnan Sydney Sweeney virðist hafa fallið fyrir umboðsmanninum og athafnamanninum Scooter Braun.

Slúðurmiðlar vestanhafs halda þessu fram og segja hina ýmsu heimildarmenn hafa staðfest að þau séu „að hittast“. Þau hafa sést hér og þar á stefnumótum saman og nutu sín meðal annars saman í brúðkaupi Jeff Bezos og Lauren Sánchez í Feneyjum. 

Sydney, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sín í myndinni Anyone But You og þáttunum Euphoria og White Lotus, var lengi í sambandi með Jonathan Davino. Voru þau meira að segja trúlofuð en þau fóru í sitt hvora áttina í ársbyrjun. Scooter var giftur Yael Cohen í sjö ár og þau eiga saman þrjú börn en skildu í september 2022. 

Scooter Braun vann náið með Justin Bieber, Taylor Swift og fleiri stjörnum. Tasos Katopodis/Getty Images for Anti-Defamation League

Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa unnið náði með Justin Bieber og Taylor Swift og hvað umdeildastur fyrir eignarhald sitt á fyrstu sex breiðskífum Swift. Það varð til þess að hún endurgerði mörg af sínum vinsælustu lögum til að eiga réttinn á þeim sjálf og eru aðdáendur Swift ekki par hrifnir af umboðsmanninum.

Sautján ára aldursmunur er á parinu, Sydney er 27 ára og Scooter er 44 ára. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.