Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar 3. september 2025 13:31 Undanfarna daga hefur þjóðin fylgst með umræðu sem hefur beinst að minnihlutahópum á fordæmalausan hátt. Í miðju alls þessa eru hatursfull ummæli, grímulaus ögrun og persónulegar árásir. Það sem eitt sinn þótti óboðlegt í opinberri umræðu virðist nú orðið hversdagslegt — jafnvel ásættanlegt. Fjölmiðlar virðast í auknum mæli sækjast eftir öfgunum. Þeir sem tala hátt, rífast, ráðast að fólki og skapa klofning fá pláss og hlustun. Þetta er orðið eins konar „söluvænn leikur“ þar sem öfgar og niðurrif eru í forgrunni — en mannvirðing og siðferði víkja. Við megum ekki láta þetta viðgangast. Ofbeldi kemur í mörgum myndum. Það birtist ekki aðeins í barsmíðum eða öskrum, heldur líka í því að líta undan. Að þegja. Að samþykkja með því að gera ekki neitt. Margir sem verða vitni að hatursorðræðu gera ekkert. Þeir vilja ekki „blanda sér í þetta“, vilja ekki missa stöðu sína eða verða fyrir sömu árásum. En þegar við stöndum hjá og látum sem ekkert sé, þá erum við ekki hlutlaus. Þá styðjum við óbeint við það sem við erum að horfa á. Og það er líka ofbeldi. Við sem störfum í hreyfingu launafólks vitum að réttlæti og mannvirðing eru hornsteinar þess sem við berjumst fyrir. Það nær ekki aðeins til launakjara eða vinnutíma, heldur líka til þess hvernig við tölum um hvort annað. Hvernig við stöndum með þeim sem eru á jaðrinum. Hvernig við bregðumst við þegar á fólki er ráðist. Þetta snýst um meira en eitt mál, eina persónu eða eina umræðu. Þetta snýst um hvaða samfélag við viljum lifa í. Og það samfélag á ekki að byggja á þögn, undanlátssemi eða ótta. Þess vegna segi ég: Hingað og ekki lengra.Við verðum öll að axla ábyrgð. Við verðum að segja stopp. Og við verðum að gera það saman. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur þjóðin fylgst með umræðu sem hefur beinst að minnihlutahópum á fordæmalausan hátt. Í miðju alls þessa eru hatursfull ummæli, grímulaus ögrun og persónulegar árásir. Það sem eitt sinn þótti óboðlegt í opinberri umræðu virðist nú orðið hversdagslegt — jafnvel ásættanlegt. Fjölmiðlar virðast í auknum mæli sækjast eftir öfgunum. Þeir sem tala hátt, rífast, ráðast að fólki og skapa klofning fá pláss og hlustun. Þetta er orðið eins konar „söluvænn leikur“ þar sem öfgar og niðurrif eru í forgrunni — en mannvirðing og siðferði víkja. Við megum ekki láta þetta viðgangast. Ofbeldi kemur í mörgum myndum. Það birtist ekki aðeins í barsmíðum eða öskrum, heldur líka í því að líta undan. Að þegja. Að samþykkja með því að gera ekki neitt. Margir sem verða vitni að hatursorðræðu gera ekkert. Þeir vilja ekki „blanda sér í þetta“, vilja ekki missa stöðu sína eða verða fyrir sömu árásum. En þegar við stöndum hjá og látum sem ekkert sé, þá erum við ekki hlutlaus. Þá styðjum við óbeint við það sem við erum að horfa á. Og það er líka ofbeldi. Við sem störfum í hreyfingu launafólks vitum að réttlæti og mannvirðing eru hornsteinar þess sem við berjumst fyrir. Það nær ekki aðeins til launakjara eða vinnutíma, heldur líka til þess hvernig við tölum um hvort annað. Hvernig við stöndum með þeim sem eru á jaðrinum. Hvernig við bregðumst við þegar á fólki er ráðist. Þetta snýst um meira en eitt mál, eina persónu eða eina umræðu. Þetta snýst um hvaða samfélag við viljum lifa í. Og það samfélag á ekki að byggja á þögn, undanlátssemi eða ótta. Þess vegna segi ég: Hingað og ekki lengra.Við verðum öll að axla ábyrgð. Við verðum að segja stopp. Og við verðum að gera það saman. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun