Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. september 2025 12:00 Þorbjörg Sigríður segir að með frumvarpinu sé verið að stíga stór skref til að vernda þolendum og til að gera gerendum erfiðara fyrir að sitja um fólk. Vísir/Einar Dómsmálaráðherra vill að þeir sem sæta nálgunarbanni beri ökklaband með staðsetningarbúnaði til að tryggja að banninu sé framfylgt. Áform um lagabreytingu þess efnis hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en ráðherrann segir málið forgangsmál og bindur vonir við að það verði orðið að lögum fyrir jól. Frestur til að skila inn umsögnum um málið er til 16. september er frumvarpið lýtur að því að gerendum til dæmis umsáturseineltis verði gert að sæta rafrænu eftirliti með ökklabandi. Ráðherra skipaði starfshóp til að yfirfara lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili í lok mars á þessu ári en hann hefur nú lokið sinni vinnu en nú getur almenningur tekið afstöðu til málsins í samráðsgátt. „Ég er algjörlega sannfærð um það að með þessum lagabreytingum þá munum við ná mikilvægum árangri fyrir það fólk sem hefur þurft að sækja um nálgunarbann; fyrir konur sem hafa verið að flýja ofbeldissambúð og fyrir einstaklinga sem eru að verða fyrir ofsóknum og áreitni af hálfu eltihrella,“ segir Þorbjörg Sigríður Guðlaugsdóttir dómsmálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þorbjörg segir að þetta skref sé liður í því að ráðast í ákveðna tiltekt í stóru kerfum landsmanna en hún segir jafnframt að þetta sé algjört forgangsmál hjá sér. „Frá fyrsta degi hefur það verið markmið mitt sem dómsmálaráðherra að styrkja stöðu þolenda ofbeldis. Það sem mun hafa þýðingu fyrir þolendur í þessu máli er að við ætlum að stórefla rafrænt eftirlit þannig að þeir sem sæta nálgunarbanni muni ganga með ökklabönd, það þýðir aukið öryggi fyrir þolendur, ótti þeirra minnkar, gerendum verður einfaldlega gert erfiðara fyrir. Það verður auðveldara að sanna þessi brot og vonandi hefur það þau áhrif að fæla menn frá því að áreita fólk.“ Í ársbyrjun spruttu upp vangaveltur hjá lögreglunni um kostnaðarskiptingu en umrædd ökklabönd eru afar kostnaðarsöm. Ráðherrann var spurður út í hversu mörg böndin verða. „Það er hluti af greiningarvinnunni, ökklabönd eru auðvitað til á Íslandi í dag og hafa verið hluti af okkar fangelsiskerfi. En við sjáum til dæmis á síðasta ári þá hafi komið 79 beiðnir um nálgunarbann, það er vísbending um það hverjar tölurnar gætu verið. Eins og ég segi þá er það hluti af þessari vinnu að kostnaðargreina og fjárfesta eftir þörfum í þessum öryggisbúnaði. Við ætlum að standa með þolendum ofbeldis og rafrænt eftirlit mun einfaldlega geta dregið úr þessum brotum.“ Kynbundið ofbeldi Stafrænt ofbeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heimilisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Til stendur að stórefla rafrænt eftirlit í málaflokknum. 3. september 2025 07:37 Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. 24. mars 2025 19:36 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Frestur til að skila inn umsögnum um málið er til 16. september er frumvarpið lýtur að því að gerendum til dæmis umsáturseineltis verði gert að sæta rafrænu eftirliti með ökklabandi. Ráðherra skipaði starfshóp til að yfirfara lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili í lok mars á þessu ári en hann hefur nú lokið sinni vinnu en nú getur almenningur tekið afstöðu til málsins í samráðsgátt. „Ég er algjörlega sannfærð um það að með þessum lagabreytingum þá munum við ná mikilvægum árangri fyrir það fólk sem hefur þurft að sækja um nálgunarbann; fyrir konur sem hafa verið að flýja ofbeldissambúð og fyrir einstaklinga sem eru að verða fyrir ofsóknum og áreitni af hálfu eltihrella,“ segir Þorbjörg Sigríður Guðlaugsdóttir dómsmálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þorbjörg segir að þetta skref sé liður í því að ráðast í ákveðna tiltekt í stóru kerfum landsmanna en hún segir jafnframt að þetta sé algjört forgangsmál hjá sér. „Frá fyrsta degi hefur það verið markmið mitt sem dómsmálaráðherra að styrkja stöðu þolenda ofbeldis. Það sem mun hafa þýðingu fyrir þolendur í þessu máli er að við ætlum að stórefla rafrænt eftirlit þannig að þeir sem sæta nálgunarbanni muni ganga með ökklabönd, það þýðir aukið öryggi fyrir þolendur, ótti þeirra minnkar, gerendum verður einfaldlega gert erfiðara fyrir. Það verður auðveldara að sanna þessi brot og vonandi hefur það þau áhrif að fæla menn frá því að áreita fólk.“ Í ársbyrjun spruttu upp vangaveltur hjá lögreglunni um kostnaðarskiptingu en umrædd ökklabönd eru afar kostnaðarsöm. Ráðherrann var spurður út í hversu mörg böndin verða. „Það er hluti af greiningarvinnunni, ökklabönd eru auðvitað til á Íslandi í dag og hafa verið hluti af okkar fangelsiskerfi. En við sjáum til dæmis á síðasta ári þá hafi komið 79 beiðnir um nálgunarbann, það er vísbending um það hverjar tölurnar gætu verið. Eins og ég segi þá er það hluti af þessari vinnu að kostnaðargreina og fjárfesta eftir þörfum í þessum öryggisbúnaði. Við ætlum að standa með þolendum ofbeldis og rafrænt eftirlit mun einfaldlega geta dregið úr þessum brotum.“
Kynbundið ofbeldi Stafrænt ofbeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heimilisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Til stendur að stórefla rafrænt eftirlit í málaflokknum. 3. september 2025 07:37 Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. 24. mars 2025 19:36 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Til stendur að stórefla rafrænt eftirlit í málaflokknum. 3. september 2025 07:37
Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. 24. mars 2025 19:36