Fótbolti

„Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Dagur vill ná í sigur á föstudagskvöldið.
Jón Dagur vill ná í sigur á föstudagskvöldið.

„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er skemmtilegt að byrja á heimavelli og ég tala nú ekki um að nýju grasi,“ segir landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson fyrir landsleikinn gegn Aserbaísjan á föstudagskvöldið í undankeppni HM sem fram fer á næsta ári.

„Grasið er allt annað núna og þetta lítur mjög vel út og algjörar toppaðstæður. Þetta er aðeins betra en grasið sem var á gamla vellinum,“ segir Jón og glottir.

Jón er leikmaður Hertha Berlin í Þýskalandi.

„Tímabilið hjá mér hefur bara farið fínt af stað hjá mér. Ég er byrjaður að spila meira en á síðasta tímabili en liðinu hefur ekki gengið nægilega vel.“

Hann segir að strákarnir geri einfaldlega kröfur um sigur á föstudagskvöldið. En síðan er það Frakkland ytra á þriðjudagskvöldið.

„Svo förum við í Frakkaleikinn og þar ætlum við að gefa þeim alvöru leik. En Aserbaísjan er lið sem hefur ekki unnið lengi og kannski langt síðan við unnum alvöru keppnisleik. Bæði lið eru því að leitast eftir því að ná sem bestu út úr þessu verkefni og við lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna.“

Klippa: „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×