Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2025 16:02 Vladimír Pútín, foseti Rússlands. EPA/MIKHAIL METZEL, SPUTNIK Ráðamenn í Rússlandi hafa framlengt lokun á stóru svæði undan ströndum eyjaklasans Novaya Zemlya. Þar eru vísindamenn taldir vinna að þróun nýrrar stýriflaugar sem er knúin af kjarnorku og getur borið kjarnorkuvopn. Eldflaugin ber heitið „Burevestnik“ en er kölluð SSC-X-9 Skyfall á Vesturlöndum. Í Bandaríkjunum er hún einnig kölluð „Fljúgandi Chernobyl“ vegna hættunnar á kjarnorkuslysi sem fylgir henni. Þar sem stýriflaugin á að vera knúin með kjarnorku á drægni hennar að vera svo gott sem ótakmörkuð. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að slys geti valdið mikilli geislavirkni. Vísindamenn Rosatom, rússnesku kjarnorkustofnunarinnar, hafa í áratugi notað Novaya Zemlay til að gera tilraunir með kjarnorku. Í síðasta mánuði var stóru svæði við eyjarnar lokað fyrir umferð skipa og flugvéla og var þá talið að það væri vegna væntanlegra tilrauna með eldflaugina. Sú lokun hefur nú verið framlengd til 6. september, samkvæmt frétt Barents Observer. Mikill viðbúnaður hefur verið á og við eyjarnar síðan í júlí. Bandaríkjamenn hafa verið að fljúga sérstakri flugvél sem ber skynjara til að greina geislavirkar agnir nærri eyjunni. Síðasta slíka ferðin var farin í gær. Flugvélin er í daglegu tali kölluð „kjarnorkusprengjuþefarinn“. Sérfræðingar segja einnig að Rosatom hafi flutt tvær flugvélar sem hannaðar eru til að vakta og greina tilraunir með kjarnorkuknúnar eldflaugar til eyjanna. Þangað er einnig búið að flytja eftirlitsflugvél sem talið er að verði notuð til að fylgjast með stýriflauginni þegar henni verður skotið á loft, ef það hefur ekki þegar verið gert. Tilraunir með Skyfall hafa staðið þar yfir frá 2017 og hafa fregnir borist af stækkun tilraunasvæðisins á undanförnum árum. Árið 2019 létust nokkrir starfsmenn Rosatom á eyjaklasanum vegna geislavirkni eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði stofnunarinnar. Aftenposten í Noregi hefur eftir embættismönnum þar að tilraunir hafi verið gerðar með eldflaugina kjarnorkuknúnu. Norðmenn hafa sérstakar áhyggjur af tilraunum Rússa með kjarnorkuknúnar eldflaugar og telja embættismenn þar að slys geti valdið geislamengun í Noregi eða á norsku hafsvæði. Eldflaug sem talið er að hafi verið kjarnorkuknúin hvarf í Barentshafið árið 2018. Rússland Hernaður Norðurslóðir Noregur Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Eldflaugin ber heitið „Burevestnik“ en er kölluð SSC-X-9 Skyfall á Vesturlöndum. Í Bandaríkjunum er hún einnig kölluð „Fljúgandi Chernobyl“ vegna hættunnar á kjarnorkuslysi sem fylgir henni. Þar sem stýriflaugin á að vera knúin með kjarnorku á drægni hennar að vera svo gott sem ótakmörkuð. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að slys geti valdið mikilli geislavirkni. Vísindamenn Rosatom, rússnesku kjarnorkustofnunarinnar, hafa í áratugi notað Novaya Zemlay til að gera tilraunir með kjarnorku. Í síðasta mánuði var stóru svæði við eyjarnar lokað fyrir umferð skipa og flugvéla og var þá talið að það væri vegna væntanlegra tilrauna með eldflaugina. Sú lokun hefur nú verið framlengd til 6. september, samkvæmt frétt Barents Observer. Mikill viðbúnaður hefur verið á og við eyjarnar síðan í júlí. Bandaríkjamenn hafa verið að fljúga sérstakri flugvél sem ber skynjara til að greina geislavirkar agnir nærri eyjunni. Síðasta slíka ferðin var farin í gær. Flugvélin er í daglegu tali kölluð „kjarnorkusprengjuþefarinn“. Sérfræðingar segja einnig að Rosatom hafi flutt tvær flugvélar sem hannaðar eru til að vakta og greina tilraunir með kjarnorkuknúnar eldflaugar til eyjanna. Þangað er einnig búið að flytja eftirlitsflugvél sem talið er að verði notuð til að fylgjast með stýriflauginni þegar henni verður skotið á loft, ef það hefur ekki þegar verið gert. Tilraunir með Skyfall hafa staðið þar yfir frá 2017 og hafa fregnir borist af stækkun tilraunasvæðisins á undanförnum árum. Árið 2019 létust nokkrir starfsmenn Rosatom á eyjaklasanum vegna geislavirkni eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði stofnunarinnar. Aftenposten í Noregi hefur eftir embættismönnum þar að tilraunir hafi verið gerðar með eldflaugina kjarnorkuknúnu. Norðmenn hafa sérstakar áhyggjur af tilraunum Rússa með kjarnorkuknúnar eldflaugar og telja embættismenn þar að slys geti valdið geislamengun í Noregi eða á norsku hafsvæði. Eldflaug sem talið er að hafi verið kjarnorkuknúin hvarf í Barentshafið árið 2018.
Rússland Hernaður Norðurslóðir Noregur Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira