Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2025 22:31 Almar Orri Atlason. Vísir/Hulda Margrét Almar Orri Atlason hefur notið sín vel á EM karla í körfubolta. Hann kom seint inn í hópinn við skrautlegar aðstæður. „Það er bara búið að vera mjög gaman. Þetta er góð reynsla en auðvitað eru nokkur svekkjandi úrslit og hlutir sem við hefðum viljað gera betur eða fóru ekki með okkur eins og vonast var til. Heilt yfir er maður ánægður með frammistöðuna og umhverfið og allt sem er í kringum okkur,“ segir Almar í samtali við Vísi. Klippa: Almar ræðir ferðalagið, tilfinningarússibanann og að sjá Doncic á gólfinu Hinn 21 árs gamli Almar Orri var ekki í upprunalegum lokahópi Íslands en var klár þegar kallið kom eftir að Haukur Helgi Pálsson þurfti að undirgangast aðgerð á barka og ljóst að hann gæti ekki tekið þátt. Almar var þá nýkominn yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna og þurfti skyndilega að komast þaðan aftur til Evrópu aðeins degi síðar. Það vottaði fyrir flugþreytu. „Auðvitað var þetta skrýtið og fullt af mismunandi tilfinningum. En á endanum gerðist það sem mig langaði að gera; að vera á mótinu. Eftir að símtalið barst var maður vissulega kominn til Bandaríkjanna en maður setti þetta upp þannig að maður kæmist til Litáen og svo hingað. Maður er bara þakklátur fyrir það og gaman að það hafi tekist,“ segir Almar og bætir við: „Maður var svekktur fyrst og pirraður. Svo er maður kominn í eitthvað annað. Svo verður maður aftur rosalega glaður og spenntur. Maður flaug yfir allan heiminn og svaf eina nótt í Bandaríkjunum, en þetta er bara gaman.“ Almar nýtur sín þá vel í umhverfinu á EM, að vera innan um félaga sína í landsliðinu og ekki síður að sjá Luka Doncic spila leikinn við Ísland í gær. „Það er mjög lærdómsríkt að fylgjast með þeim sem hafa gert þetta áður, verið á þessu stigi og svo gaman að fylgjast með Luka Doncic og horfa á hann spila og sjá hvað hann gerir. Maður tekur þetta allt með sér og mætir tilbúnari og klárari á næstu mót sem við ætlum okkur á,“ segir Almar. Síðasti leikur Íslands á mótinu er við Frakka á morgun, og ekki um smá verkefni að ræða þar. „Frakkarnir hafa verið í hörkuleikjum við flest liðin og missa út einn sinn besta leikmann. En við verðum bara að mæta brattir og klárir og nota þetta sem tækifæri til að halda áfram. Þeir eru komnir áfram og við förum ekki áfram, en þá er bara hægt að gera eitthvað skemmtilegt og gera þetta eins vel og við getum,“ segir Almar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
„Það er bara búið að vera mjög gaman. Þetta er góð reynsla en auðvitað eru nokkur svekkjandi úrslit og hlutir sem við hefðum viljað gera betur eða fóru ekki með okkur eins og vonast var til. Heilt yfir er maður ánægður með frammistöðuna og umhverfið og allt sem er í kringum okkur,“ segir Almar í samtali við Vísi. Klippa: Almar ræðir ferðalagið, tilfinningarússibanann og að sjá Doncic á gólfinu Hinn 21 árs gamli Almar Orri var ekki í upprunalegum lokahópi Íslands en var klár þegar kallið kom eftir að Haukur Helgi Pálsson þurfti að undirgangast aðgerð á barka og ljóst að hann gæti ekki tekið þátt. Almar var þá nýkominn yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna og þurfti skyndilega að komast þaðan aftur til Evrópu aðeins degi síðar. Það vottaði fyrir flugþreytu. „Auðvitað var þetta skrýtið og fullt af mismunandi tilfinningum. En á endanum gerðist það sem mig langaði að gera; að vera á mótinu. Eftir að símtalið barst var maður vissulega kominn til Bandaríkjanna en maður setti þetta upp þannig að maður kæmist til Litáen og svo hingað. Maður er bara þakklátur fyrir það og gaman að það hafi tekist,“ segir Almar og bætir við: „Maður var svekktur fyrst og pirraður. Svo er maður kominn í eitthvað annað. Svo verður maður aftur rosalega glaður og spenntur. Maður flaug yfir allan heiminn og svaf eina nótt í Bandaríkjunum, en þetta er bara gaman.“ Almar nýtur sín þá vel í umhverfinu á EM, að vera innan um félaga sína í landsliðinu og ekki síður að sjá Luka Doncic spila leikinn við Ísland í gær. „Það er mjög lærdómsríkt að fylgjast með þeim sem hafa gert þetta áður, verið á þessu stigi og svo gaman að fylgjast með Luka Doncic og horfa á hann spila og sjá hvað hann gerir. Maður tekur þetta allt með sér og mætir tilbúnari og klárari á næstu mót sem við ætlum okkur á,“ segir Almar. Síðasti leikur Íslands á mótinu er við Frakka á morgun, og ekki um smá verkefni að ræða þar. „Frakkarnir hafa verið í hörkuleikjum við flest liðin og missa út einn sinn besta leikmann. En við verðum bara að mæta brattir og klárir og nota þetta sem tækifæri til að halda áfram. Þeir eru komnir áfram og við förum ekki áfram, en þá er bara hægt að gera eitthvað skemmtilegt og gera þetta eins vel og við getum,“ segir Almar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira