Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2025 07:02 Heimir Hallgrímsson gerir sér fulla grein fyrir því hve mikilvægur leikur er fram undan hjá Írum. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta, fer ekki leynt með það hve mikilvægur leikur liðsins við Ungverjaland í Dublin á laugardaginn er. Hann hefur sent út ákall til stuðningsmanna og vonast eftir töfrandi kvöldi. Heimir hefur nú stýrt írska landsliðinu í rúmt ár og segir í myndbandi á samfélagsmiðlum írska knattspyrnusambandsins að nú sé aðlögunartíminn liðinn. Komið sé að því að sýna úr hverju menn séu gerðir. „Núna er tíminn til að standa sig.“ A message from Heimir.This is it.💚🇮🇪 pic.twitter.com/ZYGCOcObQk— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) September 3, 2025 Írland mætir Ungverjalandi á laugardagskvöld, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay, þegar liðin byrja undankeppni HM 2026. Undankeppnin er öll spiluð á næstu þremur mánuðum og nær ekkert svigrúm fyrir mistök ætli lið að koma sér á HM, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Heimir gerir sér fulla grein fyrir þessu en Írar hafa ekki verið með á HM síðan árið 2002. „Allt það sem við höfum verið að gera hefur leitt að þessari stundu. Og við erum allir sammála um að ef við hefðum fengið að ráða niðurröðun leikja í riðlinum þá hefðum við líklega valið þetta, að byrja á að mæta Ungverjum á heimavelli,“ sagði Heimir við RTE. Vonast eftir töfrandi stuðningi „Þetta er bara svakalega mikilvægur leikur, og ég vona að fólk geri sér grein fyrir því og fjölmenni. Ég veit að það verður uppselt og ég vona að fólkið sem mætir muni halda áfram að styðja og elska þetta lið. Þetta hefur verið stórkostlegt en á laugardaginn vona ég að stuðningurinn verði töfrandi og að það skili okkur sigri í fyrsta leik,“ sagði Heimir og bætti við hve mikilvægt það væri að lenda ekki í eltingaleik í riðlinum, heldur fá hin liðin til að elta Íra. Írland og Ungverjaland leika í F-riðli ásamt stórliði Portúgals og Armeníu. Aðeins efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti kemst í umspil. Ísland hefur sína undankeppni á morgun með leik við Aserbaísjan en er einnig í riðli með Frakklandi og Úkraínu. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Sjá meira
Heimir hefur nú stýrt írska landsliðinu í rúmt ár og segir í myndbandi á samfélagsmiðlum írska knattspyrnusambandsins að nú sé aðlögunartíminn liðinn. Komið sé að því að sýna úr hverju menn séu gerðir. „Núna er tíminn til að standa sig.“ A message from Heimir.This is it.💚🇮🇪 pic.twitter.com/ZYGCOcObQk— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) September 3, 2025 Írland mætir Ungverjalandi á laugardagskvöld, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay, þegar liðin byrja undankeppni HM 2026. Undankeppnin er öll spiluð á næstu þremur mánuðum og nær ekkert svigrúm fyrir mistök ætli lið að koma sér á HM, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Heimir gerir sér fulla grein fyrir þessu en Írar hafa ekki verið með á HM síðan árið 2002. „Allt það sem við höfum verið að gera hefur leitt að þessari stundu. Og við erum allir sammála um að ef við hefðum fengið að ráða niðurröðun leikja í riðlinum þá hefðum við líklega valið þetta, að byrja á að mæta Ungverjum á heimavelli,“ sagði Heimir við RTE. Vonast eftir töfrandi stuðningi „Þetta er bara svakalega mikilvægur leikur, og ég vona að fólk geri sér grein fyrir því og fjölmenni. Ég veit að það verður uppselt og ég vona að fólkið sem mætir muni halda áfram að styðja og elska þetta lið. Þetta hefur verið stórkostlegt en á laugardaginn vona ég að stuðningurinn verði töfrandi og að það skili okkur sigri í fyrsta leik,“ sagði Heimir og bætti við hve mikilvægt það væri að lenda ekki í eltingaleik í riðlinum, heldur fá hin liðin til að elta Íra. Írland og Ungverjaland leika í F-riðli ásamt stórliði Portúgals og Armeníu. Aðeins efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti kemst í umspil. Ísland hefur sína undankeppni á morgun með leik við Aserbaísjan en er einnig í riðli með Frakklandi og Úkraínu.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn