Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar 4. september 2025 06:01 Algengt er að þegar fólk fær á sig gagnrýni fyrir að viðra skoðanir sínar sem mörgum þykja umdeildar þá á endanum kemur að ákveðinni gamalli möntru. Nýjasta dæmið kemur frá Sigríði Andersen sem hafði eftirfarandi að segja í umræðunni sem hefur sprottið út frá ummælum samflokksmanns hennar, Snorra Mássyni, í Kastljósi fyrr í vikunni. „Það er meiri andúð í garð Miðflokksmanna en transfólks.“ Önnur algeng útgáfa af þessari möntru sem heyrst hefur í gegnum tíðina er „Það er auðveldara að koma út úr skápnum sem hommi heldur en sem sjálfstæðismaður.“ Til eru margar fleiri sem heyrast við hin ýmsu tilefni. Mér hefur alltaf þótt þessi vörn, eins oft og maður heyrir hana, vera alveg hreint stórfurðuleg. Því er þetta ekki einmitt það sem við viljum? Að fólk sé frekar dæmt fyrir orð þeirra, skoðanir og gjörðir, frekar en af einhverjum óbreytanlegum eiginleikum í fari þeirra? Ég er virkur í starfi Viðreisnar og fer ekkert leynt með það að ég tel það stjórnmálaafl vera best sett til þess að leiða Ísland. Ég hef líka margar sterkar skoðanir á hinum ýmsu pólitísku málum þar sem ég veit að margir eru mér gríðarlega ósammála. Ég er líka samkynhneigður maður. En ef þú ætlar að dæma mig, hvort sem er á jákvæðan eða neikvæðan máta, þá myndi ég ætla að það væri einmitt út af þessum skoðunum mínum, orðum og gjörðum. Ekki út af því hverjum ég er hrifinn af. Höfundur situr í stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, og vill mun frekar vera dæmdur fyrir það en kynhneigð sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Algengt er að þegar fólk fær á sig gagnrýni fyrir að viðra skoðanir sínar sem mörgum þykja umdeildar þá á endanum kemur að ákveðinni gamalli möntru. Nýjasta dæmið kemur frá Sigríði Andersen sem hafði eftirfarandi að segja í umræðunni sem hefur sprottið út frá ummælum samflokksmanns hennar, Snorra Mássyni, í Kastljósi fyrr í vikunni. „Það er meiri andúð í garð Miðflokksmanna en transfólks.“ Önnur algeng útgáfa af þessari möntru sem heyrst hefur í gegnum tíðina er „Það er auðveldara að koma út úr skápnum sem hommi heldur en sem sjálfstæðismaður.“ Til eru margar fleiri sem heyrast við hin ýmsu tilefni. Mér hefur alltaf þótt þessi vörn, eins oft og maður heyrir hana, vera alveg hreint stórfurðuleg. Því er þetta ekki einmitt það sem við viljum? Að fólk sé frekar dæmt fyrir orð þeirra, skoðanir og gjörðir, frekar en af einhverjum óbreytanlegum eiginleikum í fari þeirra? Ég er virkur í starfi Viðreisnar og fer ekkert leynt með það að ég tel það stjórnmálaafl vera best sett til þess að leiða Ísland. Ég hef líka margar sterkar skoðanir á hinum ýmsu pólitísku málum þar sem ég veit að margir eru mér gríðarlega ósammála. Ég er líka samkynhneigður maður. En ef þú ætlar að dæma mig, hvort sem er á jákvæðan eða neikvæðan máta, þá myndi ég ætla að það væri einmitt út af þessum skoðunum mínum, orðum og gjörðum. Ekki út af því hverjum ég er hrifinn af. Höfundur situr í stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, og vill mun frekar vera dæmdur fyrir það en kynhneigð sína.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar