Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar 4. september 2025 07:30 Nokkur umræða hefur skapast um mögulega aðild Íslands að ESB á síðustu vikum og sú umræða er kærkomin enda hefur þessari mikilvægu spurningu löngum verið haldið utan við stjórnmálaumræðu á Íslandi. Því miður hefur allt of mikil orka farið í þras um aukaatriði eins og það hvort aðildarumsóknin frá 2009, sem varð „pólitískum ómöguleika“ að bráð, sé virk eða ekki. Eða ævintýralegar áhyggjur yfir því að nú eigi að smeygja þjóðinni meðvitundarlausri inn í ESB án þess að eftir því verði tekið. Þessi málflutningur er svo ævintýralegur að hann getur ekki skilað öðru en að beina athyglinni frá því sem máli skiptir: hvort rétt sé að hefja að nýju og ljúka viðræðum við ESB og bera aðildarsamning undir þjóðina. Þjóðin þarf að ræða og taka afstöðu til þessarar spurningar á næstu misserum. Vafningar og vífilengjur Það er alveg ljóst að ýmsir vilja helst komast hjá því að þjóðin eigi þetta samtal og fara ekki grafgötur um það. Rökin eru iðulega á þá leið að spurningin um ESB aðild sé vís til þess að kljúfa þjóðina. Í ofanálag er því stundum bætt við að þetta megi alls ekki gera einmitt núna vegna þess að það hafi ekki farið fram nein umræða um málið. Látum þetta síðasttalda atriði bara liggja milli hluta – þ.e. að ekki hafi farið fram nægileg umræða um að hefja umræðu – það liggur í augum uppi að svona röksemdir gera ekki annað en að þæfa málin. Í ljósi þess að umræðan hefur aldrei fengið að eiga sér stað væri einmitt eðlilegast að draga þá ályktun að rökræða megi ekki bíða. En hljótum við þá að kljúfa þjóðina? Að kljúfa þjóð eða rjúfa kyrrstöðu? Vissulega eru skiptar skoðanir um ágæti aðildar að ESB, sum eru henni fylgjandi, önnur andvíg en mörg eru einfaldlega óákveðin. Er það virkilega svo að rökræða um mikilvægt málefni leiði til klofnings? Og er þá eitthvað vænlegra setja lok á hana? Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga. Í fysta lagi má líta svo á að þjóðin sé nú þegar klofin í afstöðu sinni til þessa máls. En svo lengi sem við forðumst umræðuna er ekkert gert til þess að sætta andstæð sjónarmið og þau óákveðnu fá síður tækifæri til þess að móta sér ígrundaða skoðun. Í öðru lagi felur þöggunin í sér afstöðu og kyrrstaða, þ.e. varðstaða með ríkjandi ástandi, felur óhjákvæmilega í sér ákvörðun. En það er afstaða með einum hópi og ákvörðun um hafa sjónarmið annarra að engu. Þessi afstaða leiðir ekki til samstöðu. Þvert á móti viðheldur hún þeirri gjá sem skilur að fylgjendur og anstæðinga aðildar. Hún kemur beinlínis í veg fyrir að við getum svo mikið sem nálgast sameiginlegan skilning á málefninu, hvað þá framkallað sameiginlegan vilja. Þessi varðstaða um ríkjandi ástand er ekki til marks um hlutleysi gagnvart málefninu heldur er hún einmitt sérstök birtingarmynd forræðishyggju. Að gera hlutina vel Rétt er að gera greinarmun á tveimur spurningum sem eru skyldar en aðskildar: hvort ganga eigi til viðræðna við ESB annars vegar og hins vegar hvort ganga beri í ESB á grundvelli samnings. Hvorug spurningin er léttvæg. Sú fyrri er nærtækari. En báðar kalla á þær á ærlega umhugsun um grundvallargildi, hagsmuni og sjálfskilning okkar sem þjóðar. Hvar eigum við heima í samfélagi þjóða og hvar er hagsmunum okkar best borgið? Umræða um svo stór álitaefni þarf að vera málefnaleg og vönduð rökræða. Við verðum að geta tekist á við hana af yfirvegun og heilindum. Spurningin sem blasir við okkur snýst ekki um það hvort tímabært sé að taka ákvarðanir um þessi efni – við gerum það með einum eða öðrum hætti hvort sem við hrökkvum eða stökkvum. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir snýst heldur ekki um það hvort tímabært sé að setja málið á dagsrká. Umræðan er þegar hafin - það er hinn pólitíski veruleiki. Brýnasta spurningin er líklega sú hvort við treystum okkur til þess að gera þetta vel. Höfundur situr í stjórn Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur skapast um mögulega aðild Íslands að ESB á síðustu vikum og sú umræða er kærkomin enda hefur þessari mikilvægu spurningu löngum verið haldið utan við stjórnmálaumræðu á Íslandi. Því miður hefur allt of mikil orka farið í þras um aukaatriði eins og það hvort aðildarumsóknin frá 2009, sem varð „pólitískum ómöguleika“ að bráð, sé virk eða ekki. Eða ævintýralegar áhyggjur yfir því að nú eigi að smeygja þjóðinni meðvitundarlausri inn í ESB án þess að eftir því verði tekið. Þessi málflutningur er svo ævintýralegur að hann getur ekki skilað öðru en að beina athyglinni frá því sem máli skiptir: hvort rétt sé að hefja að nýju og ljúka viðræðum við ESB og bera aðildarsamning undir þjóðina. Þjóðin þarf að ræða og taka afstöðu til þessarar spurningar á næstu misserum. Vafningar og vífilengjur Það er alveg ljóst að ýmsir vilja helst komast hjá því að þjóðin eigi þetta samtal og fara ekki grafgötur um það. Rökin eru iðulega á þá leið að spurningin um ESB aðild sé vís til þess að kljúfa þjóðina. Í ofanálag er því stundum bætt við að þetta megi alls ekki gera einmitt núna vegna þess að það hafi ekki farið fram nein umræða um málið. Látum þetta síðasttalda atriði bara liggja milli hluta – þ.e. að ekki hafi farið fram nægileg umræða um að hefja umræðu – það liggur í augum uppi að svona röksemdir gera ekki annað en að þæfa málin. Í ljósi þess að umræðan hefur aldrei fengið að eiga sér stað væri einmitt eðlilegast að draga þá ályktun að rökræða megi ekki bíða. En hljótum við þá að kljúfa þjóðina? Að kljúfa þjóð eða rjúfa kyrrstöðu? Vissulega eru skiptar skoðanir um ágæti aðildar að ESB, sum eru henni fylgjandi, önnur andvíg en mörg eru einfaldlega óákveðin. Er það virkilega svo að rökræða um mikilvægt málefni leiði til klofnings? Og er þá eitthvað vænlegra setja lok á hana? Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga. Í fysta lagi má líta svo á að þjóðin sé nú þegar klofin í afstöðu sinni til þessa máls. En svo lengi sem við forðumst umræðuna er ekkert gert til þess að sætta andstæð sjónarmið og þau óákveðnu fá síður tækifæri til þess að móta sér ígrundaða skoðun. Í öðru lagi felur þöggunin í sér afstöðu og kyrrstaða, þ.e. varðstaða með ríkjandi ástandi, felur óhjákvæmilega í sér ákvörðun. En það er afstaða með einum hópi og ákvörðun um hafa sjónarmið annarra að engu. Þessi afstaða leiðir ekki til samstöðu. Þvert á móti viðheldur hún þeirri gjá sem skilur að fylgjendur og anstæðinga aðildar. Hún kemur beinlínis í veg fyrir að við getum svo mikið sem nálgast sameiginlegan skilning á málefninu, hvað þá framkallað sameiginlegan vilja. Þessi varðstaða um ríkjandi ástand er ekki til marks um hlutleysi gagnvart málefninu heldur er hún einmitt sérstök birtingarmynd forræðishyggju. Að gera hlutina vel Rétt er að gera greinarmun á tveimur spurningum sem eru skyldar en aðskildar: hvort ganga eigi til viðræðna við ESB annars vegar og hins vegar hvort ganga beri í ESB á grundvelli samnings. Hvorug spurningin er léttvæg. Sú fyrri er nærtækari. En báðar kalla á þær á ærlega umhugsun um grundvallargildi, hagsmuni og sjálfskilning okkar sem þjóðar. Hvar eigum við heima í samfélagi þjóða og hvar er hagsmunum okkar best borgið? Umræða um svo stór álitaefni þarf að vera málefnaleg og vönduð rökræða. Við verðum að geta tekist á við hana af yfirvegun og heilindum. Spurningin sem blasir við okkur snýst ekki um það hvort tímabært sé að taka ákvarðanir um þessi efni – við gerum það með einum eða öðrum hætti hvort sem við hrökkvum eða stökkvum. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir snýst heldur ekki um það hvort tímabært sé að setja málið á dagsrká. Umræðan er þegar hafin - það er hinn pólitíski veruleiki. Brýnasta spurningin er líklega sú hvort við treystum okkur til þess að gera þetta vel. Höfundur situr í stjórn Evrópuhreyfingarinnar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun