Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2025 06:31 Hafþór Júlíus Björnsson er í flottu formi og segist vera í heimsmetaham. @thorbjornsson Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson bætti heimsmetið í réttstöðulyftu í lok júlí og nú er hann með augun á öðru heimsmeti. Hafþór lyfti 501 kílói í maí 2020 en 505 kíló fóru upp hjá honum á kraftlyftingarmóti í Þýskalandi í sumar. Hafþór var óhræddur við að setja á sig pressu fyrir það mót og hann er byrjaður aftur að byggja upp spennu fyrir næsta mót sem er fram um næstu helgi. Hafþór ferðaðist í gær til Birmingham í Englandi þar sem framundan er heimsbikarmót í réttstöðulyftu. Mótið heitir The Strongman Open og fer fram í Utilita höllinni í Birmingham á laugardaginn. Hafþór Júlíus ætlar sér að lyfta 510 kílóum á þessu móti ef marka má samfélagsmiðla hans. „Nú er komið að þessu, ferðalagið að 510 kílóum er hafið. Tími til að skrifa söguna,“ skrifaði Hafþór Júlíus og birti mynd af sér í flugvélinni á leiðinni út. Réttstöðulyftan er öflugasta grein Hafþórs og hann ætlar að sjá til þess að aflraunamenn framtíðarinnar þurfi að hafa mikið fyrir því að taka af honum heimsmetið. Okkar maður er að sjálfsögðu með setningu frá Jóni Páli Sigmarssyni húðflúraða á fótinn sinn. „There is no reason to be alive if you can’t do deadlift,“ eða „Það er engin ástæða til að lifa ef þú getur ekki tekið réttstöðulyftu.“ Hafþór hitaði upp fyrir mótið fyrir nokkrum dögum og lyfti þá 410 kílóum án nokkurra vandræða. „410 kílóin fóru létt upp. Sjálfstraustið mitt er upp úr öllu valdi,“ skrifaði Hafþór. Það verður gaman að sjá hvort Hafþóri takist að slá heimsmetið í annað skiptið á innan við tveimur mánuðum. View this post on Instagram A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) Aflraunir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sjá meira
Hafþór lyfti 501 kílói í maí 2020 en 505 kíló fóru upp hjá honum á kraftlyftingarmóti í Þýskalandi í sumar. Hafþór var óhræddur við að setja á sig pressu fyrir það mót og hann er byrjaður aftur að byggja upp spennu fyrir næsta mót sem er fram um næstu helgi. Hafþór ferðaðist í gær til Birmingham í Englandi þar sem framundan er heimsbikarmót í réttstöðulyftu. Mótið heitir The Strongman Open og fer fram í Utilita höllinni í Birmingham á laugardaginn. Hafþór Júlíus ætlar sér að lyfta 510 kílóum á þessu móti ef marka má samfélagsmiðla hans. „Nú er komið að þessu, ferðalagið að 510 kílóum er hafið. Tími til að skrifa söguna,“ skrifaði Hafþór Júlíus og birti mynd af sér í flugvélinni á leiðinni út. Réttstöðulyftan er öflugasta grein Hafþórs og hann ætlar að sjá til þess að aflraunamenn framtíðarinnar þurfi að hafa mikið fyrir því að taka af honum heimsmetið. Okkar maður er að sjálfsögðu með setningu frá Jóni Páli Sigmarssyni húðflúraða á fótinn sinn. „There is no reason to be alive if you can’t do deadlift,“ eða „Það er engin ástæða til að lifa ef þú getur ekki tekið réttstöðulyftu.“ Hafþór hitaði upp fyrir mótið fyrir nokkrum dögum og lyfti þá 410 kílóum án nokkurra vandræða. „410 kílóin fóru létt upp. Sjálfstraustið mitt er upp úr öllu valdi,“ skrifaði Hafþór. Það verður gaman að sjá hvort Hafþóri takist að slá heimsmetið í annað skiptið á innan við tveimur mánuðum. View this post on Instagram A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson)
Aflraunir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum