Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2025 09:31 Mohamed Salah er ekki ánægður með umræðuna um tvo fyrrum leikmenn Liverpool. EPA/ADAM VAUGHAN Mohamed Salah gagnrýndi færslu á vinsælum Liverpool samfélagsmiðli þar sem hann taldi menn þar á bæ vera hreinlega að gera lítið úr fyrrum liðsfélögum hans hjá Liverpool. Anfield Edition samfélagsmiðilinn er með yfir fimm hundruð þúsund fylgjendur en sá hinn sami fékk að heyra það frá stærstu stjörnu Liverpool liðsins. Anfield Edition birti myndir af Luis Díaz og Darwin Núnez í svarthvítu við hlið litmynda af Alexander Isak og Florian Wirtz. Undir stóð síðan: „Name a bigger upgrade in footballing history“ eða „Nefnið betri uppfærslu í fótboltasögunni“ Liverpool seldi þá Luis Díaz and Darwin Núnez í sumar til Bayern München og Al Hilal en borgaði í staðinn 250 milljónir punda fyrir þá Alexander Isak og Florian Wirtz. Nýju mennirnir fá sjöuna og níuna hjá Liverpool, treyjunúmerin sem hinir spiluðu í. Samanburðurinn lá því beint við en Egyptanum var ekki skemmt. Salah deildi færslunni en bætti við: „Hvernig væri nú ef við fögnuðum tveimur frábærum kaupum án þess að gera lítið úr enskum meisturum,“ skrifaði Salah. Mohamed Salah var í sérflokki í sókn Liverpool á meistaratímabilinu með 29 mörk og 18 stoðsendingar en hann var efstur í ensku úrvalsdeildinni á báðum listum. Luis Díaz var með 13 mörk og 5 stoðsendingar en Darwin Núnez skoraði 5 mörk og gaf 2 stoðsendingar. Þeir tveir bjuggu því saman til 25 mörk en Salah átti einn þátt í 47 mörkum. Florian Wirtz hefur ekki byrjað tímabilið vel og á enn eftir að eiga þátt í marki eftir þrjá deildarleiki. Isak mun spila sína fyrstu leiki með Liverpool eftir landsleikjahlé sem nú í fullum gangi. How about we celebrate the great signings without disrespecting the PL champions? https://t.co/lRug6oFYCt— Mohamed Salah (@MoSalah) September 3, 2025 Enski boltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjá meira
Anfield Edition samfélagsmiðilinn er með yfir fimm hundruð þúsund fylgjendur en sá hinn sami fékk að heyra það frá stærstu stjörnu Liverpool liðsins. Anfield Edition birti myndir af Luis Díaz og Darwin Núnez í svarthvítu við hlið litmynda af Alexander Isak og Florian Wirtz. Undir stóð síðan: „Name a bigger upgrade in footballing history“ eða „Nefnið betri uppfærslu í fótboltasögunni“ Liverpool seldi þá Luis Díaz and Darwin Núnez í sumar til Bayern München og Al Hilal en borgaði í staðinn 250 milljónir punda fyrir þá Alexander Isak og Florian Wirtz. Nýju mennirnir fá sjöuna og níuna hjá Liverpool, treyjunúmerin sem hinir spiluðu í. Samanburðurinn lá því beint við en Egyptanum var ekki skemmt. Salah deildi færslunni en bætti við: „Hvernig væri nú ef við fögnuðum tveimur frábærum kaupum án þess að gera lítið úr enskum meisturum,“ skrifaði Salah. Mohamed Salah var í sérflokki í sókn Liverpool á meistaratímabilinu með 29 mörk og 18 stoðsendingar en hann var efstur í ensku úrvalsdeildinni á báðum listum. Luis Díaz var með 13 mörk og 5 stoðsendingar en Darwin Núnez skoraði 5 mörk og gaf 2 stoðsendingar. Þeir tveir bjuggu því saman til 25 mörk en Salah átti einn þátt í 47 mörkum. Florian Wirtz hefur ekki byrjað tímabilið vel og á enn eftir að eiga þátt í marki eftir þrjá deildarleiki. Isak mun spila sína fyrstu leiki með Liverpool eftir landsleikjahlé sem nú í fullum gangi. How about we celebrate the great signings without disrespecting the PL champions? https://t.co/lRug6oFYCt— Mohamed Salah (@MoSalah) September 3, 2025
Enski boltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjá meira