„Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2025 14:31 Ægir Þór Steinarsson á ferðinni með boltann í leiknum í dag. Vísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, vildi horfa fram hjá lokaleiknum á mótinu og frekar horfa til þess jákvæða hjá íslenska liðinu á mótinu. „Ég held að það sé sniðugt að sleppa því að tala um þennan Frakkleik. Þeir voru eitthvað líkamlegt skrímsli sem við réðum ekkert við frá fyrstu mínútu. Mér fannst þetta samt vera skárra þegar leið á leikinn,“ sagði Ægir. „Þú þarft að sýna ákveðna hæfileika og getu til þess að mæta þessu liði. Engar afsakanir en ég held að líkaminn okkar hafi ekki verið eins klár í þetta og þeirra,“ sagði Ægir. Klippa: „Stundum bara stjórnar þú ekki öllu í þessu lífi“ Hvaða tilfinning situr eftir hjá Ægi eftir þetta Evrópumót? „Svekkelsi því það er svo ógeðslega stutt á milli í íþróttunum. Ef við hefðum staðið okkur aðeins betur á móti Ísrael, klárað síðustu þrjár mínúturnar á móti Belgíu, fengið að klára leikinn á móti Póllandi og kannski stela sigri í einhverri stemmningu á móti Slóveníu. Þá værum við með fjóra sigra,“ sagði Ægir og brosti. „Þetta kennir okkur það að þú þarft gríðarlega einbeitingu og gæði í gegnum svona mót. Heppni vissulega ef þú ætlar að ná í einn sigur. Þetta er enn lærdómur í það hversu sterkur hugarfarslega þú þarft að vera og hversu sterkur þú þarft að vera í endurheimt. Þetta eru margir leikir á fáum dögum,“ sagði Ægir. „Enn einn lærdómurinn og ekkert neikvætt. Auðvitað svekkelsi en margt ógeðslega jákvætt en stundum bara stjórnar þú ekki öllu í þessu lífi,“ sagði Ægir. Þetta mót er búið að vera mikill tilfinningarússíbani með alls konar svekkelsi af mismunandi ástæðum. „Þetta er búið að vera algjört rugl. Eitthvert bland af því að maður er ógeðslega fúll, ógeðslega glaður og grenjandi þar á milli. Þetta er búið að vera geggjað og þetta er búið að vera eins og lífið er. Einhver lærdómur um það hvernig maður á að lifa lífinu. Það er svo stutt á milli í þessu,“ sagði Ægir. „Ég er mjög ánægður með sjálfan mig og flesta okkar gaura. Vera í núinu og njóta þess, horfa upp í stúku og fá þennan kraft frá þessum fólki og öllum sem eru í kringum okkur. Þetta er búið að vera geggjaður lærdómum um lífið og leikinn,“ sagði Ægir. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira
„Ég held að það sé sniðugt að sleppa því að tala um þennan Frakkleik. Þeir voru eitthvað líkamlegt skrímsli sem við réðum ekkert við frá fyrstu mínútu. Mér fannst þetta samt vera skárra þegar leið á leikinn,“ sagði Ægir. „Þú þarft að sýna ákveðna hæfileika og getu til þess að mæta þessu liði. Engar afsakanir en ég held að líkaminn okkar hafi ekki verið eins klár í þetta og þeirra,“ sagði Ægir. Klippa: „Stundum bara stjórnar þú ekki öllu í þessu lífi“ Hvaða tilfinning situr eftir hjá Ægi eftir þetta Evrópumót? „Svekkelsi því það er svo ógeðslega stutt á milli í íþróttunum. Ef við hefðum staðið okkur aðeins betur á móti Ísrael, klárað síðustu þrjár mínúturnar á móti Belgíu, fengið að klára leikinn á móti Póllandi og kannski stela sigri í einhverri stemmningu á móti Slóveníu. Þá værum við með fjóra sigra,“ sagði Ægir og brosti. „Þetta kennir okkur það að þú þarft gríðarlega einbeitingu og gæði í gegnum svona mót. Heppni vissulega ef þú ætlar að ná í einn sigur. Þetta er enn lærdómur í það hversu sterkur hugarfarslega þú þarft að vera og hversu sterkur þú þarft að vera í endurheimt. Þetta eru margir leikir á fáum dögum,“ sagði Ægir. „Enn einn lærdómurinn og ekkert neikvætt. Auðvitað svekkelsi en margt ógeðslega jákvætt en stundum bara stjórnar þú ekki öllu í þessu lífi,“ sagði Ægir. Þetta mót er búið að vera mikill tilfinningarússíbani með alls konar svekkelsi af mismunandi ástæðum. „Þetta er búið að vera algjört rugl. Eitthvert bland af því að maður er ógeðslega fúll, ógeðslega glaður og grenjandi þar á milli. Þetta er búið að vera geggjað og þetta er búið að vera eins og lífið er. Einhver lærdómur um það hvernig maður á að lifa lífinu. Það er svo stutt á milli í þessu,“ sagði Ægir. „Ég er mjög ánægður með sjálfan mig og flesta okkar gaura. Vera í núinu og njóta þess, horfa upp í stúku og fá þennan kraft frá þessum fólki og öllum sem eru í kringum okkur. Þetta er búið að vera geggjaður lærdómum um lífið og leikinn,“ sagði Ægir.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira