Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Lovísa Arnardóttir skrifar 4. september 2025 15:20 Siðasta eldgos hófst í júlí og lauk í byrjun ágúst. Björn Steinbekk Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Í dag hafa um sex til sjö milljónir rúmmetra af kviku safnast undir Svartsengi frá síðasta eldgosi sem hófst í júlí. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að gert sé ráð fyrir að þegar um 12 milljónir rúmmetrar hafi safnast saman aukist líkurnar á nýjum atburði. Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að miðað við reynslu af eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni sé gert ráð fyrir að líkurnar á nýju kvikuhlaupi og eldgosi aukist þegar um það bil jafn mikið magn af kviku hefur safnast aftur undir Svartsengi og hljóp þaðan í atburðinum á undan. Ef horft er til síðasta atburðar þýði þetta að þegar tólf milljón rúmmetrar hafi bæst við undir Svartsengi ættu líkur á nýjum atburði að aukast. Þessu rúmmáli verður náð í seinni hluta september ef hraði kvikusöfnunar helst áfram stöðugur. Mikil óvissa með tímasetningu Reikna þurfi því með nýju eldgosi en óvissa um mögulega tímasetningu á því sé töluverð. Það magn kviku sem hafi safnast saman á milli eldgosa sé allt frá 12 milljónum upp í 31 milljón rúmmetra. Óvarlegt sé því að gera ráð fyrir að næsti atburður hagi sér eins og sá síðasti. „Gera þarf ráð fyrir því að síðasti atburður gæti hafa verið óvenjulegur í þessari röð eldgosa sem hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni hvað varðar það magn kviku sem þurfti að safnast saman undir Svartsengi til að koma að stað eldgosi. Reynslan af síðustu atburðum hefur einnig sýnt að hraði söfnunarinnar þarf ekki að breytast mikið svo að tímasetning á næsta mögulega eldgosi breytist um nokkrar vikur. Óvissan í tímasetningu á næsta atburði er því töluverð og núverandi kvikusöfnunartímabil getur dregist á langinn. Vöktun og viðbragð miðast við að eldgos gæti hafist hvenær sem er,“ segir í tilkynningunni. Gosmóða lagðist yfir nær landið allt í sumar þegar gaus. Vísir/Ívar Fannar Þá segir að ef til eldgoss komi sé líklegasti upptakastaðurinn á milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Merki um að eldgos sé yfirvofandi er smáskjálftavirkni og merki um skarpa breytingu í aflögun sem sést á , ljósleiðara og GPS mælum sem og breyting á þrýstingi í borholum. Reikna þarf með að fyrirvari á eldgosi verði stuttur líkt og í fyrri atburðum, en þá hefur fyrirvarinn verið frá tuttugu mínútum upp í rúma fjóra tíma. Uppfæra hættumat Þá segir að hættumat hafi verið uppfært og gildi til 16. september nema breyting verði á virkninni. Breytingin frá fyrra hættumati sé sú að stærð svæðis C, Vogum, hafi verið breytt. Þar af leiðandi sé hætta af jarðfalli ofan í sprungur ekki lengur tilgreind fyrir þetta svæði. Nýja hraunbreiðan er áfram í flokknum nokkur hætta (gulur litur). Þá kemur fram í tilkynningu að skjálftavirkni hafi haldið áfram vestur af Kleifarvatni. Krýsuvík og nærliggjandi svæði séu sögulega þekkt fyrir jarðskjálftavirkni en virknin síðustu misseri tengist einkum gikkskjálftum vegna kvikuinnskotanna undir Fagradalsfjalli og Sundhnúk. Í Krýsuvík mælist nú landsig. Svæðið hefur áður sýnt sveiflur þar sem land rís eða sígur, sem tengjast jarðhitakerfinu og mögulega kvikuhreyfingum neðanjarðar, en eftir að eldgos hófust við Svartsengi í júlí 2023 hefur sigið orðið hraðara en áður hefur mælst. Unnið er að frekari greiningu á virkninni, en engin gögn benda til þess að kvika sé að færast nær yfirborði í Krýsuvík. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“, segir Óli tölva Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að miðað við reynslu af eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni sé gert ráð fyrir að líkurnar á nýju kvikuhlaupi og eldgosi aukist þegar um það bil jafn mikið magn af kviku hefur safnast aftur undir Svartsengi og hljóp þaðan í atburðinum á undan. Ef horft er til síðasta atburðar þýði þetta að þegar tólf milljón rúmmetrar hafi bæst við undir Svartsengi ættu líkur á nýjum atburði að aukast. Þessu rúmmáli verður náð í seinni hluta september ef hraði kvikusöfnunar helst áfram stöðugur. Mikil óvissa með tímasetningu Reikna þurfi því með nýju eldgosi en óvissa um mögulega tímasetningu á því sé töluverð. Það magn kviku sem hafi safnast saman á milli eldgosa sé allt frá 12 milljónum upp í 31 milljón rúmmetra. Óvarlegt sé því að gera ráð fyrir að næsti atburður hagi sér eins og sá síðasti. „Gera þarf ráð fyrir því að síðasti atburður gæti hafa verið óvenjulegur í þessari röð eldgosa sem hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni hvað varðar það magn kviku sem þurfti að safnast saman undir Svartsengi til að koma að stað eldgosi. Reynslan af síðustu atburðum hefur einnig sýnt að hraði söfnunarinnar þarf ekki að breytast mikið svo að tímasetning á næsta mögulega eldgosi breytist um nokkrar vikur. Óvissan í tímasetningu á næsta atburði er því töluverð og núverandi kvikusöfnunartímabil getur dregist á langinn. Vöktun og viðbragð miðast við að eldgos gæti hafist hvenær sem er,“ segir í tilkynningunni. Gosmóða lagðist yfir nær landið allt í sumar þegar gaus. Vísir/Ívar Fannar Þá segir að ef til eldgoss komi sé líklegasti upptakastaðurinn á milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Merki um að eldgos sé yfirvofandi er smáskjálftavirkni og merki um skarpa breytingu í aflögun sem sést á , ljósleiðara og GPS mælum sem og breyting á þrýstingi í borholum. Reikna þarf með að fyrirvari á eldgosi verði stuttur líkt og í fyrri atburðum, en þá hefur fyrirvarinn verið frá tuttugu mínútum upp í rúma fjóra tíma. Uppfæra hættumat Þá segir að hættumat hafi verið uppfært og gildi til 16. september nema breyting verði á virkninni. Breytingin frá fyrra hættumati sé sú að stærð svæðis C, Vogum, hafi verið breytt. Þar af leiðandi sé hætta af jarðfalli ofan í sprungur ekki lengur tilgreind fyrir þetta svæði. Nýja hraunbreiðan er áfram í flokknum nokkur hætta (gulur litur). Þá kemur fram í tilkynningu að skjálftavirkni hafi haldið áfram vestur af Kleifarvatni. Krýsuvík og nærliggjandi svæði séu sögulega þekkt fyrir jarðskjálftavirkni en virknin síðustu misseri tengist einkum gikkskjálftum vegna kvikuinnskotanna undir Fagradalsfjalli og Sundhnúk. Í Krýsuvík mælist nú landsig. Svæðið hefur áður sýnt sveiflur þar sem land rís eða sígur, sem tengjast jarðhitakerfinu og mögulega kvikuhreyfingum neðanjarðar, en eftir að eldgos hófust við Svartsengi í júlí 2023 hefur sigið orðið hraðara en áður hefur mælst. Unnið er að frekari greiningu á virkninni, en engin gögn benda til þess að kvika sé að færast nær yfirborði í Krýsuvík.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“, segir Óli tölva Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira