Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. september 2025 17:15 Bæði Lilja Hrönn og Jóhannes Óli hafa tekið þátt í störfum Ungs jafnaðarfólks undanfarin ár. Samsett Það stefnir í formannsslag á landsþingi Ungs jafnaðarfólks sem haldið verður eftir rúma viku. Samfélagsmiðlastjórinn vill forsetaembættið en sömuleiðis sækist sitjandi forseti eftir endurkjöri. Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, meistaranemi í lögfræði og sitjandi forseti, tilkynnti á Facebook-síðu sinni í dag að hún myndi sækjast eftir endurkjöri í komandi kosningum. „Undanfarin tvö ár hafa verið lærdómsríkari og skemmtilegri en ég hefði getað ímyndað mér. Það er þess vegna sem ég býð fram krafta mína aftur. Ég tel að sú reynsla og þekking sem ég hef öðlast innan hreyfingarinnar muni koma að góðum notum hljóti ég traust landsþings,“ segir Lilja Hrönn. Jóhannes Óli Sveinsson, hagfræðinemi og samfélagsmiðlastjóri UJ, tilkynnti framboð sitt í gær. Í myndskeiði sem hann birtir á Facebook-síðunni sinni sýnir hann plagat sem á stendur „Jóli fer í framboð.“ „Fyrir mér er verkefnið næstu árin skýrt, að stækka hreyfinguna í takt við aukið fylgi flokksins. Við þurfum að gera öllu ungu fólki, um allt land ljóst að Ungt jafnaðarfólk er sterk hreyfing, sem rúmar mismunandi skoðanir og þar getur þú haft áhrif. Ég treysti mér fyllilega til að leiða hreyfinguna í þessu verkefni og því óska ég eftir þínum stuðningi,“ skrifar Jóhannes Óli við færsluna. Bæði Lilja Hrönn og Jóhannes Óli tóku bæði fyrst sæti í stjórn UJ árið 2021. Lilja Hrönn hóf störf sem málefna- og viðburðastýra en Jóhannes Óli sem framhaldsskólafulltrúi. Þar á eftir tók Lilja Hrönn við embætti varaforseta og Jóhannes viðburðarstjóra- og samstarfsfulltrúa. Árið 2023 var Lilja Hrönn síðan kjörin forseti og Jóhannes varaforseti. Lilja Hrönn hélt starfi sínu áfram árið 2024 á meðan Jóhannes tók við stöðu samfélagsmiðlastjóra. Kjörið verður í stjórn Ungs jafnaðarfólks á landsþingi þeirra þann 13. september. Forseti er kjörinn til að sinna embættinu í tvö ár í senn. Samfylkingin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, meistaranemi í lögfræði og sitjandi forseti, tilkynnti á Facebook-síðu sinni í dag að hún myndi sækjast eftir endurkjöri í komandi kosningum. „Undanfarin tvö ár hafa verið lærdómsríkari og skemmtilegri en ég hefði getað ímyndað mér. Það er þess vegna sem ég býð fram krafta mína aftur. Ég tel að sú reynsla og þekking sem ég hef öðlast innan hreyfingarinnar muni koma að góðum notum hljóti ég traust landsþings,“ segir Lilja Hrönn. Jóhannes Óli Sveinsson, hagfræðinemi og samfélagsmiðlastjóri UJ, tilkynnti framboð sitt í gær. Í myndskeiði sem hann birtir á Facebook-síðunni sinni sýnir hann plagat sem á stendur „Jóli fer í framboð.“ „Fyrir mér er verkefnið næstu árin skýrt, að stækka hreyfinguna í takt við aukið fylgi flokksins. Við þurfum að gera öllu ungu fólki, um allt land ljóst að Ungt jafnaðarfólk er sterk hreyfing, sem rúmar mismunandi skoðanir og þar getur þú haft áhrif. Ég treysti mér fyllilega til að leiða hreyfinguna í þessu verkefni og því óska ég eftir þínum stuðningi,“ skrifar Jóhannes Óli við færsluna. Bæði Lilja Hrönn og Jóhannes Óli tóku bæði fyrst sæti í stjórn UJ árið 2021. Lilja Hrönn hóf störf sem málefna- og viðburðastýra en Jóhannes Óli sem framhaldsskólafulltrúi. Þar á eftir tók Lilja Hrönn við embætti varaforseta og Jóhannes viðburðarstjóra- og samstarfsfulltrúa. Árið 2023 var Lilja Hrönn síðan kjörin forseti og Jóhannes varaforseti. Lilja Hrönn hélt starfi sínu áfram árið 2024 á meðan Jóhannes tók við stöðu samfélagsmiðlastjóra. Kjörið verður í stjórn Ungs jafnaðarfólks á landsþingi þeirra þann 13. september. Forseti er kjörinn til að sinna embættinu í tvö ár í senn.
Samfylkingin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira