Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Bjarki Sigurðsson skrifar 4. september 2025 21:02 Birna G. Ásbjörnsdóttir er doktor í heilbrigðisvísindum. Vísir/Sigurjón Orkudrykkjanotkun hefur tvöfaldast á fjórum árum. Doktor í heilbrigðisvísindum segir margt í drykkjunum sem ber að varast og að þeir séu sérlega hættulegir börnum. Árið 2020 sögðust rúm sex prósent landsmanna drekka orkudrykk í það minnsta einu sinni á dag. Fjöldinn hefur aukist hægt og bítandi og í fyrra sögðust rúm tólf prósent gera það. Tvöföldun á fjórum árum. Neyslan er mest hjá konum á aldrinum átján til 34 ára en 29 prósent segjast drekka orkudrykki að minnsta kosti einu sinni á dag. Tölurnar eru svipaðar milli kynja en í hinum tveimur aldurshópunum sem Embætti landlæknis skiptir niðurstöðunum upp í má einnig sjá mikla aukningu milli ára. Koffínneysla er ekki endilega slæm að sögn Birnu G. Ásbjörnsdóttur, doktors í heilbrigðisvísindum. Hins vegar verði að gæta hófs og börn yngri en átján ára ættu alls ekki að drekka orkudrykki. „Ef við horfum á koffínið, þá getur það haft ágætis áhrif í litlum skömmtum. Vekur mann pínulítið, skerpir mann og jafnvel haft áhrif á meltingu sem er alveg plús. En í flestum tilvikum er fólk að drekka of mikið koffín, sérstaklega í þessum drykkjum sem geta verið með hátt magn af koffínu. Of mikil neysla á koffíni er klárlega ekki góð fyrir líkamann eða taugakerfið. Það getur valdið svefntruflunum, streitu og eykur mögulega líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum,“ segir Birna. Margir orkudrykkja eru auglýstir sem sykurlausir eða með örfáum kaloríum. Í þeim er þó oft að finna gervisætu eða náttúruleg sætuefni sem eru ekki sérlega holl. „Öll þessi efni hafa á einhvern hátt áhrif á meltingarveg og þarmaflóru. Og við eigum eftir að rannsaka þetta heilmikið. Við vitum ekkert alveg hver áhrifin eru og á meðan við vitum að það er einhver möguleiki á óæskilegum afleiðingum, þá er mín skoðun að við ættum að fara mjög varlega,“ segir Birna. Heilsa Orkudrykkir Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira
Árið 2020 sögðust rúm sex prósent landsmanna drekka orkudrykk í það minnsta einu sinni á dag. Fjöldinn hefur aukist hægt og bítandi og í fyrra sögðust rúm tólf prósent gera það. Tvöföldun á fjórum árum. Neyslan er mest hjá konum á aldrinum átján til 34 ára en 29 prósent segjast drekka orkudrykki að minnsta kosti einu sinni á dag. Tölurnar eru svipaðar milli kynja en í hinum tveimur aldurshópunum sem Embætti landlæknis skiptir niðurstöðunum upp í má einnig sjá mikla aukningu milli ára. Koffínneysla er ekki endilega slæm að sögn Birnu G. Ásbjörnsdóttur, doktors í heilbrigðisvísindum. Hins vegar verði að gæta hófs og börn yngri en átján ára ættu alls ekki að drekka orkudrykki. „Ef við horfum á koffínið, þá getur það haft ágætis áhrif í litlum skömmtum. Vekur mann pínulítið, skerpir mann og jafnvel haft áhrif á meltingu sem er alveg plús. En í flestum tilvikum er fólk að drekka of mikið koffín, sérstaklega í þessum drykkjum sem geta verið með hátt magn af koffínu. Of mikil neysla á koffíni er klárlega ekki góð fyrir líkamann eða taugakerfið. Það getur valdið svefntruflunum, streitu og eykur mögulega líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum,“ segir Birna. Margir orkudrykkja eru auglýstir sem sykurlausir eða með örfáum kaloríum. Í þeim er þó oft að finna gervisætu eða náttúruleg sætuefni sem eru ekki sérlega holl. „Öll þessi efni hafa á einhvern hátt áhrif á meltingarveg og þarmaflóru. Og við eigum eftir að rannsaka þetta heilmikið. Við vitum ekkert alveg hver áhrifin eru og á meðan við vitum að það er einhver möguleiki á óæskilegum afleiðingum, þá er mín skoðun að við ættum að fara mjög varlega,“ segir Birna.
Heilsa Orkudrykkir Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira