Enski boltinn

Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Maðurinn keyrði inn í hóp af fólki í þröngri götu þegar miðbærinn var troðfullur af fólki að fagna meistaratitli Liverpool.
Maðurinn keyrði inn í hóp af fólki í þröngri götu þegar miðbærinn var troðfullur af fólki að fagna meistaratitli Liverpool. EPA/ADAM VAUGHAN

Maðurinn sem er ákærður fyrir að keyra bíl inn í miðjan hóp Liverpool stuðningsmanna í miðbæ Liverpool neitar sök.

Maðurinn heitir Paul Doyle og er 53 ára gamall. Hann keyrði bíl sínum inn í hóp af fólki sem troðfyllti miðbæinn vegna sigurhátíðar Liverpool liðsins en félagið hafði þá unnið enska meistaratitilinn í tuttugasta sinn.

Hann var kærður fyrir 31 brot og fyrir að nota bílinn sinn sem vopn en hann var handtekinn á staðnum eftir að hann reyndi að keyra aftur á fólk. Breska ríkisútvarpið segir frá.

Doyle kom fyrir dómara í gegnum myndskjá frá fangelsinu sem hýsir hann og var því ekki staddur í réttarsalnum.

Hann er ákærður fyrir ofsaakstur, fyrir átján tilraunir til skaða fólk með ásetningi, fyrir níu alvarlegrar líkamsmeiðingar með ásetningi og að lokum eru tvær ákærur fyrir að meiða fólk með ásetningi.

Sakborningurinn var með gleraugu og í gráum stuttermabol og virtist vera horfa á blöð þegar kærurnar voru lesnar upp fyrir hann. Hann hristi hausinn þegar ákærurnar voru lesnar upp.

Ákærurnar tengjast 29 aðilum sem eru frá sex mánaða til 77 ára gamlir.

Merseyside lögreglan sagði að 134 hefðu slasast þegar Doyle keyrði inn í mannhafið á Ford Galaxy Titanium bílnum sínum.

Doyle var fyrstur ákærður fyrir sjö atriði en þeim fjölgaði um 24 þegar formleg ákæra var sett fram.

Lögfræðingar Doyle kvörtuðu yfir því að hafa átt í erfiðleikum með að fá að hitta skjólstæðing sinn og það hafi oft tekið margar vikur fyrir þá að fá áheyrn, annað hvort í eigin persónu eða í gegnum myndskjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×