„Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. september 2025 14:32 Leikurinn gegn Aserbaísjan í kvöld verður sá fyrsti hjá Arnari Gunnlaugssyni á Laugardalsvelli. vísir / anton brink Arnar Gunnlaugsson stýrir íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli í fyrsta sinn í kvöld. Framundan er fyrsti leikur í undankeppni HM, gegn Aserbaísjan, og Arnar segir mikla pressu á sér. „Fyrsti heimaleikurinn og við getum orðað það þannig, fyrsti alvöru leikurinn“ segir Arnar þrátt fyrir að hafa stýrt Íslandi í umspilseinvígi Þjóðadeildarinnar gegn Kósovó fyrr á árinu. Heimaleikur Íslands í því einvígi var leikinn á Spáni. Klippa: Arnar Gunnlaugsson fyrir leik gegn Aserbaísjan Nú er komið að undankeppni HM, sem Arnar segir stóra stund og ekki bara fyrir sjálfan sig. „Stór stund fyrir mig og mína fjölskyldu, þannig að ég ætla að njóta dagsins, halda spennustiginu réttu og vonandi smitast það út til strákanna.“ Ísland er með Aserbaísjan, Úkraínu og Frakklandi í riðli. Vissar kröfur eru gerðar um að Ísland nái öðru sætinu og fari í umspil, sem Arnar segir jákvæða pressu. „Gríðarleg pressa og það er bara gaman, þannig á það vera. Annars væri maður ekki í þessu starfi, það er öll þjóðin að fylgjast með… Pressa er af hinu góða, ef þú lætur hana ekki stjórna þér algjörlega.“ Verða að vera beinskeyttir og árásargjarnir Arnar leggur leikinn gegn Aserbaísjan upp til sigurs, íslenska liðið ætlar að sækja fast og stýra leiknum. „Á okkar heimavelli er bara skylda að stíga á bensíngjöfina, en samt að vera með hausinn í lagi og virða það að þetta er alþjóðlegur leikur á háu stigi. Smá mistök geta kostað dýrt, eins og við sjáum í leikjum hjá öðrum liðum. Það má aldrei vanmeta neinn í alþjóðlegum fótbolta en á heimavelli er gerð krafa um að sækja sigur. Í hausnum sér maður þetta þannig að við verðum meira með boltann, en við megum ekki vera að gutla með hann. Við verðum að vera beinskeyttir inn á milli og vera líka bara aggressívir, þannig fáum við stuðning úr stúkunni og eigum betri möguleika á að vinna leikinn.“ „Keyra á þá og sýna að við séum betri“ Hákon verður með fyrirliðabandið gegn Aserbaísjan í kvöld.vísir / anton brink Hákon Arnar Haraldsson verður með fyrirliðabandið í fjarveru Orra Steins Óskarssonar. Hann segir markmiðið hjá liðinu skýrt, að taka þrjú stig úr fyrsta leik og til þess þarf íslenska liðið að keyra á Aserana. „Keyra á þá og sýna að við séum betri. Koma boltanum í boxið og vera klárir þar. Leikurinn vinnst í báðum boxum þannig að við þurfum að vera bestir þar, bæði varnar- og sóknarlega.“ Þetta verður í fyrsta sinn sem Hákon leiðir liðið út á Laugardalsvöll, hann var líka með bandið í vináttuleikjum gegn Skotlandi og Norður-Írlandi í sumar, en þeir leikir voru spilaðir erlendis. Hann segist leiða liðið með fordæmi á vellinum frekar en öskrum. „Ég er mjög rólegur og djóka mikið, þannig að ég er ekki beint að láta menn heyra það, en segi kannski til þegar þess þarf. Ég er meira að sýna á vellinum hvernig ég geri þetta.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ „Mér líst bara mjög vel á þetta. Laugardalsvöllurinn eins og nýr, þetta er mjög spennandi og mjög mikilvægt verkefni“ sagði landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson fyrir fyrsta leikinn í undankeppni HM. Ísland mætir Aserbaísjan á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2025 10:03 „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Við verðum að vera klárir í að byrja þetta vel með þremur stigum“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Steinn Bjarkason fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM, gegn Aserbaísjan og Frakklandi. 5. september 2025 11:02 „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er skemmtilegt að byrja á heimavelli og ég tala nú ekki um að nýju grasi,“ segir landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson fyrir landsleikinn gegn Aserbaísjan á föstudagskvöldið í undankeppni HM sem fram fer á næsta ári. 3. september 2025 17:17 Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Guðjohnsen bræðurnir Daníel Tristan og Andri Lucas gætu spilað sinn fyrsta leik saman á morgun þegar Ísland mætir Aserbaísjan á Laugardalsvelli. Þeir eru báðir framherjar en búa yfir mismunandi eiginleikum. 4. september 2025 08:58 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Sjá meira
„Fyrsti heimaleikurinn og við getum orðað það þannig, fyrsti alvöru leikurinn“ segir Arnar þrátt fyrir að hafa stýrt Íslandi í umspilseinvígi Þjóðadeildarinnar gegn Kósovó fyrr á árinu. Heimaleikur Íslands í því einvígi var leikinn á Spáni. Klippa: Arnar Gunnlaugsson fyrir leik gegn Aserbaísjan Nú er komið að undankeppni HM, sem Arnar segir stóra stund og ekki bara fyrir sjálfan sig. „Stór stund fyrir mig og mína fjölskyldu, þannig að ég ætla að njóta dagsins, halda spennustiginu réttu og vonandi smitast það út til strákanna.“ Ísland er með Aserbaísjan, Úkraínu og Frakklandi í riðli. Vissar kröfur eru gerðar um að Ísland nái öðru sætinu og fari í umspil, sem Arnar segir jákvæða pressu. „Gríðarleg pressa og það er bara gaman, þannig á það vera. Annars væri maður ekki í þessu starfi, það er öll þjóðin að fylgjast með… Pressa er af hinu góða, ef þú lætur hana ekki stjórna þér algjörlega.“ Verða að vera beinskeyttir og árásargjarnir Arnar leggur leikinn gegn Aserbaísjan upp til sigurs, íslenska liðið ætlar að sækja fast og stýra leiknum. „Á okkar heimavelli er bara skylda að stíga á bensíngjöfina, en samt að vera með hausinn í lagi og virða það að þetta er alþjóðlegur leikur á háu stigi. Smá mistök geta kostað dýrt, eins og við sjáum í leikjum hjá öðrum liðum. Það má aldrei vanmeta neinn í alþjóðlegum fótbolta en á heimavelli er gerð krafa um að sækja sigur. Í hausnum sér maður þetta þannig að við verðum meira með boltann, en við megum ekki vera að gutla með hann. Við verðum að vera beinskeyttir inn á milli og vera líka bara aggressívir, þannig fáum við stuðning úr stúkunni og eigum betri möguleika á að vinna leikinn.“ „Keyra á þá og sýna að við séum betri“ Hákon verður með fyrirliðabandið gegn Aserbaísjan í kvöld.vísir / anton brink Hákon Arnar Haraldsson verður með fyrirliðabandið í fjarveru Orra Steins Óskarssonar. Hann segir markmiðið hjá liðinu skýrt, að taka þrjú stig úr fyrsta leik og til þess þarf íslenska liðið að keyra á Aserana. „Keyra á þá og sýna að við séum betri. Koma boltanum í boxið og vera klárir þar. Leikurinn vinnst í báðum boxum þannig að við þurfum að vera bestir þar, bæði varnar- og sóknarlega.“ Þetta verður í fyrsta sinn sem Hákon leiðir liðið út á Laugardalsvöll, hann var líka með bandið í vináttuleikjum gegn Skotlandi og Norður-Írlandi í sumar, en þeir leikir voru spilaðir erlendis. Hann segist leiða liðið með fordæmi á vellinum frekar en öskrum. „Ég er mjög rólegur og djóka mikið, þannig að ég er ekki beint að láta menn heyra það, en segi kannski til þegar þess þarf. Ég er meira að sýna á vellinum hvernig ég geri þetta.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ „Mér líst bara mjög vel á þetta. Laugardalsvöllurinn eins og nýr, þetta er mjög spennandi og mjög mikilvægt verkefni“ sagði landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson fyrir fyrsta leikinn í undankeppni HM. Ísland mætir Aserbaísjan á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2025 10:03 „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Við verðum að vera klárir í að byrja þetta vel með þremur stigum“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Steinn Bjarkason fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM, gegn Aserbaísjan og Frakklandi. 5. september 2025 11:02 „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er skemmtilegt að byrja á heimavelli og ég tala nú ekki um að nýju grasi,“ segir landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson fyrir landsleikinn gegn Aserbaísjan á föstudagskvöldið í undankeppni HM sem fram fer á næsta ári. 3. september 2025 17:17 Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Guðjohnsen bræðurnir Daníel Tristan og Andri Lucas gætu spilað sinn fyrsta leik saman á morgun þegar Ísland mætir Aserbaísjan á Laugardalsvelli. Þeir eru báðir framherjar en búa yfir mismunandi eiginleikum. 4. september 2025 08:58 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Sjá meira
„Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ „Mér líst bara mjög vel á þetta. Laugardalsvöllurinn eins og nýr, þetta er mjög spennandi og mjög mikilvægt verkefni“ sagði landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson fyrir fyrsta leikinn í undankeppni HM. Ísland mætir Aserbaísjan á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2025 10:03
„Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Við verðum að vera klárir í að byrja þetta vel með þremur stigum“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Steinn Bjarkason fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM, gegn Aserbaísjan og Frakklandi. 5. september 2025 11:02
„Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er skemmtilegt að byrja á heimavelli og ég tala nú ekki um að nýju grasi,“ segir landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson fyrir landsleikinn gegn Aserbaísjan á föstudagskvöldið í undankeppni HM sem fram fer á næsta ári. 3. september 2025 17:17
Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Guðjohnsen bræðurnir Daníel Tristan og Andri Lucas gætu spilað sinn fyrsta leik saman á morgun þegar Ísland mætir Aserbaísjan á Laugardalsvelli. Þeir eru báðir framherjar en búa yfir mismunandi eiginleikum. 4. september 2025 08:58