Körfubolti

Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki

Siggeir Ævarsson skrifar
Grikkir unnu allar baráttur á vellinum í dag
Grikkir unnu allar baráttur á vellinum í dag Mynd FIBA

Grikkir eru komnir nokkuð örugglega í 8-liða úrslit Evrópumeistaramótsins í körfubolta eftir 84-79 sigur á Ísrael en sigurinn var nokkuð öruggari en lokatölurnar gefa til kynna.

Það munaði auðvitað miklu fyrir Grikki að vera með Giannis Antetokounmpo í sínum röðum en hann skoraði 35 stig í kvöld og reif niður tíu fráköst. Líkamlegir yfirburðir hans á vellinum voru algjörir og hann tróð boltanum ítrekað með miklum tilþrifum.

Grikkir skutu boltanum afar illa fyrir utan í kvöld, aðeins fjórir þristar ofan í og 16 prósent nýting en þeir höfðu algjöra yfirburði í annarri tölfræði í kvöld. Fráköst Grikkja voru til dæmis 43 gegn 29 og þar af tóku þeir 18 sóknarfráköst.

Orkustig Ísraela var einfaldlega ekki á þeim skala sem það hefði þurft að vera til að hemja Giannis og félaga og því fór sem fór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×