Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2025 07:01 Helsta von Úkraínu er að Bandaríkin grípi til aðgerða gegn Rússum, til að þvinga þá að samningaborðinu. Getty/NurPhoto/Kristian Tuxen Ladegaard Berg Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í viðtali við ABC í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði fengið nákvæmlega það sem hann vildi þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð honum til fundar í Alaska fyrir nokkrum vikum. „Og það er synd... Pútín vill ekki hitta mig en hann vill gjarnan hitta forseta Bandaríkjanna, til að geta sýnt öllum myndskeið og myndir af því að hann sé þarna,“ sagði Selenskí. „Hann getur komið til Kænugarðs,“ sagði Selenskí, þegar sjónvarpskonan Martha Raddatz benti á að Pútín hefði boðið honum að koma til fundar við sig í Moskvu. „Ég get ekki farið til Moskvu á meðan landið mitt sætir daglegum eldflaugaárásum... hann skilur það,“ bætti hann við. Hann væri reiðubúinn til að funda með Pútín hvenær sem er, en ekki í Rússlandi. Selenskí sagði í gær að það væri afar mikilvægt að bandamenn Úkraínu svöruðu fordæmalausri árás Rússa um helgina með afgerandi hætti. Sagðist hann reiða sig á afdráttarlaus viðbrögð Bandaríkjanna. Keith Kellogg, sendifulltrúi Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði í gær að árás Rússa væri ekki til marks um að þeir hefðu áhuga á því að binda enda á átökin við samningaborðið. Sjálfur var Trump spurður að því í Hvíta húsinu í gær hvort hann væri reiðubúinn til að auka viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum og svaraði hann játandi. Engar upplýsingar hafa hins vegar fengist um mögulegar útfærslur. Forsetinn sagði einnig að von væri á ónefndum Evrópuleiðtogum í Hvíta húsið í dag og á morgun og þá hygðist hann ræða við Pútín á næstunni. Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkin og Evrópa gætu farið þá leið að leggja viðbótartolla á útflutning ríkja sem keyptu olíu af Rússum. Þannig væri hægt að þrengja að þeim efnahagslega og þvinga þá að samningaborðinu. Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
„Og það er synd... Pútín vill ekki hitta mig en hann vill gjarnan hitta forseta Bandaríkjanna, til að geta sýnt öllum myndskeið og myndir af því að hann sé þarna,“ sagði Selenskí. „Hann getur komið til Kænugarðs,“ sagði Selenskí, þegar sjónvarpskonan Martha Raddatz benti á að Pútín hefði boðið honum að koma til fundar við sig í Moskvu. „Ég get ekki farið til Moskvu á meðan landið mitt sætir daglegum eldflaugaárásum... hann skilur það,“ bætti hann við. Hann væri reiðubúinn til að funda með Pútín hvenær sem er, en ekki í Rússlandi. Selenskí sagði í gær að það væri afar mikilvægt að bandamenn Úkraínu svöruðu fordæmalausri árás Rússa um helgina með afgerandi hætti. Sagðist hann reiða sig á afdráttarlaus viðbrögð Bandaríkjanna. Keith Kellogg, sendifulltrúi Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði í gær að árás Rússa væri ekki til marks um að þeir hefðu áhuga á því að binda enda á átökin við samningaborðið. Sjálfur var Trump spurður að því í Hvíta húsinu í gær hvort hann væri reiðubúinn til að auka viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum og svaraði hann játandi. Engar upplýsingar hafa hins vegar fengist um mögulegar útfærslur. Forsetinn sagði einnig að von væri á ónefndum Evrópuleiðtogum í Hvíta húsið í dag og á morgun og þá hygðist hann ræða við Pútín á næstunni. Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkin og Evrópa gætu farið þá leið að leggja viðbótartolla á útflutning ríkja sem keyptu olíu af Rússum. Þannig væri hægt að þrengja að þeim efnahagslega og þvinga þá að samningaborðinu.
Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira