Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. september 2025 07:46 Carlos Alcaraz eyddi tveimur vikum í einangruðum æfingabúðum eftir tapið á Wimbledon og hefndi sín á Opna bandaríska. Matthew Stockman/Getty Images Eftir rúmt ár í öðru sæti heimslistans tók Carloz Alcaraz toppsætið af Jannik Sinner með sigri í úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Þeir hafa mikla yfirburði yfir aðra tenniskappa og hafa á síðustu tveimur árum unnið öll átta risamótin, fjögur á mann. Alcaraz hefndi í gærkvöldi fyrir tap í úrslitaleiknum á Wimbledon fyrir tæpum tveimur mánuðum, en þar var Sinner að hefna fyrir tap á Opna franska tveimur mánuðum áður. Pure domination 😤 pic.twitter.com/3neC54H06E— US Open Tennis (@usopen) September 7, 2025 Alls hefur Alcaraz nú unnið sex risamót þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall, Wimbledon, Opna franska og Opna bandaríska í tvígang en á eftir að vinna Opna ástralska til að klára alslemmuna. Á Opna bandaríska í ár töpuðu þeir samanlagt aðeins tveimur settum í aðdraganda úrslitaleiksins, svo miklu betri eru þeir en allir aðrir, og eftir tapið í gærkvöldi sagði Sinner að hann væri nógu góður til að vinna hvern sem er, en það væri vandamál að mæta Alcaraz. Jannik Sinner says he needs to become more unpredictable to become a better tennis player:“I was very predictable on court today. He changed up the game. That’s also his style of how he plays. Now it’s gonna be on me if I want to make changes or not. We’re definitely gonna work… pic.twitter.com/eF9eeofyez— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) September 7, 2025 Rígur þeirra minnir mjög á ríginn mikla milli Rogers Federer og Rafaels Nadal, sem að mættust í sautján af átján úrslitaleikjum á risamótum frá 2005-2009. Þá steig ungur Novak Djokovic inn á sjónarsviðið og fór að berjast um titla en hann er núna orðinn eldri og þrátt fyrir að hafa náð í undanúrslit á öllum risamótum í ár viðurkennir hann sjálfur að hann eigi lítinn möguleika gegn Alcaraz og Sinner í fimm setta leikjum. The hug at the net between Novak Djokovic and Carlos Alcaraz after their U.S. Open match is one of the best things you’ll see all week. Two different ages. Two different eras. But there’s so much respect & love here. ❤️ pic.twitter.com/15olKJNVlx— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) September 5, 2025 Tennisheimurinn bíður því spenntur eftir einhverjum sem getur keppt þá tvo, miklar vonir eru bundnar við ungan mann frá Brasilíu, Joao Fonseca, en hann er enn aðeins nítján ára gamall. Give Joao Fonseca a year and a half, 2 years max and he'll be the most viable answer to shaking up and breaking up the current world order of men's tennis with the untouchable top 2 of Yannik Sinner and Carlos Alcaraz.— Bryan Fenley (@BryanFenley) September 6, 2025 Tennis Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sjá meira
Þeir hafa mikla yfirburði yfir aðra tenniskappa og hafa á síðustu tveimur árum unnið öll átta risamótin, fjögur á mann. Alcaraz hefndi í gærkvöldi fyrir tap í úrslitaleiknum á Wimbledon fyrir tæpum tveimur mánuðum, en þar var Sinner að hefna fyrir tap á Opna franska tveimur mánuðum áður. Pure domination 😤 pic.twitter.com/3neC54H06E— US Open Tennis (@usopen) September 7, 2025 Alls hefur Alcaraz nú unnið sex risamót þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall, Wimbledon, Opna franska og Opna bandaríska í tvígang en á eftir að vinna Opna ástralska til að klára alslemmuna. Á Opna bandaríska í ár töpuðu þeir samanlagt aðeins tveimur settum í aðdraganda úrslitaleiksins, svo miklu betri eru þeir en allir aðrir, og eftir tapið í gærkvöldi sagði Sinner að hann væri nógu góður til að vinna hvern sem er, en það væri vandamál að mæta Alcaraz. Jannik Sinner says he needs to become more unpredictable to become a better tennis player:“I was very predictable on court today. He changed up the game. That’s also his style of how he plays. Now it’s gonna be on me if I want to make changes or not. We’re definitely gonna work… pic.twitter.com/eF9eeofyez— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) September 7, 2025 Rígur þeirra minnir mjög á ríginn mikla milli Rogers Federer og Rafaels Nadal, sem að mættust í sautján af átján úrslitaleikjum á risamótum frá 2005-2009. Þá steig ungur Novak Djokovic inn á sjónarsviðið og fór að berjast um titla en hann er núna orðinn eldri og þrátt fyrir að hafa náð í undanúrslit á öllum risamótum í ár viðurkennir hann sjálfur að hann eigi lítinn möguleika gegn Alcaraz og Sinner í fimm setta leikjum. The hug at the net between Novak Djokovic and Carlos Alcaraz after their U.S. Open match is one of the best things you’ll see all week. Two different ages. Two different eras. But there’s so much respect & love here. ❤️ pic.twitter.com/15olKJNVlx— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) September 5, 2025 Tennisheimurinn bíður því spenntur eftir einhverjum sem getur keppt þá tvo, miklar vonir eru bundnar við ungan mann frá Brasilíu, Joao Fonseca, en hann er enn aðeins nítján ára gamall. Give Joao Fonseca a year and a half, 2 years max and he'll be the most viable answer to shaking up and breaking up the current world order of men's tennis with the untouchable top 2 of Yannik Sinner and Carlos Alcaraz.— Bryan Fenley (@BryanFenley) September 6, 2025
Tennis Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sjá meira