Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar 8. september 2025 09:31 Karl Sighvatsson var ekki eingöngu magnaður listamaður heldur einnig áhrifavaldur og mótandi menningarlífs til áratuga. Í Ölfusi skildi hann eftir sig spor sem við sjáum enn og fótatak sem við munum heyra um ókomna tíð. Karl fæddist 8. september 1950 og kvaddi allt of snemma árið 1991. En það sem hann byggði með okkur lifir. Karlsvaka – kvöld til minningar Í gær fór fram Karlsvaka þar sem Kalla Sighvats var minnst. Fyrir okkur sem ekki nutum þeirrar gæfu að njóta samvista við hann var samkoman upplýsandi og í raun göfgandi. Flestir vita að Kalli Sighvats var listamaður af guðs náð, en fyrir samfélagið hér í Ölfusi – og þá ekki síst í Þorlákshöfn – var hann líka nágranni, kennari og félagi. Hann valdi að eyða drjúgum hluta starfsævi sinnar hér. Seiðandi Hammondrödd og leiðtogi Þegar maður hlustar eftir löngu liðnu fótataki hans þá skynjar maður svo sterkt að hér skipti hann ekki aðeins um hljóðfæri; hann skipti um hlutverk. Hér fór hann frá því að vera seiðandi Hammond-rödd á sviðum landsins og varð leiðtogi og mótandi afl í kirkjum og kórum héraðsins. Hann stýrði Söngfélagi Þorlákshafnar, vann með kórum í nærsveitum og sat við orgelið í kirkjunum okkar með þeirri yfirvegun og hlýju sem skilar sér enn í menningu staðarins. Tónlist fyrir alla Karl sýndi ungu menningarsamfélagi í Þorlákshöfn að tónlist er ekki fyrir fáa, hún er fyrir okkur öll. Hún má hljóma jafnt á bryggjunni og á bekkjum kirkjunnar, í æfingasal og í eldhúsum bæjarins. Hún er fyrir kóra, sönghópa, lærða sem leika. Ég held að hann hafi líka skilað flestum betur: tónlistin er best þegar hún á sér áheyrendur. Að brúa heimana tvo Kalli Sighvats var fullkomlega skeytingarlaus gagnvart þeim landamærum sem menningarvitar og tónlistasérfræðingar ramma stundum tónlistina inni í. Hann hikaði hvergi við að taka með sér fagmennsku og leikgleði úr popp- og rokksenunni inn í kirkjuna. Um það vitna samferðamenn hans. Ég held að um leið hafi hann tekið með sér frið og hlustun úr kirkjunni yfir á sviðið og skilað því til áheyrenda. Þannig bræddi hann saman og brúaði heimana tvo og kenndi okkur að list og trú, gleði og agi, ganga saman. Arfleifð sem lifir Tónlistin sem Kalli Sighvats skildi eftir eru mögnuð verðmæti. Samfélagið hér í Ölfusi og Þorlákshöfn njóta þó ekki eingöngu tónverkanna sem sitja eftir. Jafnvel enn verðmætara er fólkið sem hann leiddi áfram. Sú bylgja sem hann skóp hefur skilað sér í þeim menningar- og tónlistarbæ sem við eigum í dag. Nemendur sem urðu sjálfir leiðtogar. Söngvarar sem fóru að treysta eigin rödd. Börn sem uppgötvuðu að menning er eitthvað sem við sköpum sjálf, hér heima, dag frá degi. Það er arfleifð sem ekki hverfur. Það eru verðmæti dagsins í dag. Þetta eru tónarnir sem aldrei deyja út. Minning sem leiðarljós Karlsvaka var til minningar um Karl Sighvatsson. En verið viss um að sú minning er ekki einvörðungu tengd fortíðinni; hún er ekki síður ákvörðun um framtíð. Við hér í Ölfusi og Þorlákshöfn getum og eigum áfram að heiðra minningu og arfleið Karls. Það gerum við best með því að halda áfram því sem hann hóf: að rækta kóra og hljómsveitir, gefa ungum tónlistarfólki tækifæri, og láta kirkjuna, skólana og menningarhúsin vera lifandi staði þar sem allir fá rödd. Þakkir og samhugur Ég vil færa fjölskyldu og vinum Karls Sighvatssonar kærar þakkir fyrir að leyfa okkur að eiga Karl með þeim. Ég vil líka þakka öllum sem skipulögðu Karlsvöku og komu þar fram. Þar er ekki á neinn hallað þó sérstaklega sé minnst á ómetanlegt framlag og frumkvæði Jakobs Frímanns Magnússonar og Sigurjóns Sighvatssonar, bróður Karls. Við, íbúar hér, erum stolt af því að vera samfélag sem man vel – og lætur minningu verða að hvatningu. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Karl Sighvatsson var ekki eingöngu magnaður listamaður heldur einnig áhrifavaldur og mótandi menningarlífs til áratuga. Í Ölfusi skildi hann eftir sig spor sem við sjáum enn og fótatak sem við munum heyra um ókomna tíð. Karl fæddist 8. september 1950 og kvaddi allt of snemma árið 1991. En það sem hann byggði með okkur lifir. Karlsvaka – kvöld til minningar Í gær fór fram Karlsvaka þar sem Kalla Sighvats var minnst. Fyrir okkur sem ekki nutum þeirrar gæfu að njóta samvista við hann var samkoman upplýsandi og í raun göfgandi. Flestir vita að Kalli Sighvats var listamaður af guðs náð, en fyrir samfélagið hér í Ölfusi – og þá ekki síst í Þorlákshöfn – var hann líka nágranni, kennari og félagi. Hann valdi að eyða drjúgum hluta starfsævi sinnar hér. Seiðandi Hammondrödd og leiðtogi Þegar maður hlustar eftir löngu liðnu fótataki hans þá skynjar maður svo sterkt að hér skipti hann ekki aðeins um hljóðfæri; hann skipti um hlutverk. Hér fór hann frá því að vera seiðandi Hammond-rödd á sviðum landsins og varð leiðtogi og mótandi afl í kirkjum og kórum héraðsins. Hann stýrði Söngfélagi Þorlákshafnar, vann með kórum í nærsveitum og sat við orgelið í kirkjunum okkar með þeirri yfirvegun og hlýju sem skilar sér enn í menningu staðarins. Tónlist fyrir alla Karl sýndi ungu menningarsamfélagi í Þorlákshöfn að tónlist er ekki fyrir fáa, hún er fyrir okkur öll. Hún má hljóma jafnt á bryggjunni og á bekkjum kirkjunnar, í æfingasal og í eldhúsum bæjarins. Hún er fyrir kóra, sönghópa, lærða sem leika. Ég held að hann hafi líka skilað flestum betur: tónlistin er best þegar hún á sér áheyrendur. Að brúa heimana tvo Kalli Sighvats var fullkomlega skeytingarlaus gagnvart þeim landamærum sem menningarvitar og tónlistasérfræðingar ramma stundum tónlistina inni í. Hann hikaði hvergi við að taka með sér fagmennsku og leikgleði úr popp- og rokksenunni inn í kirkjuna. Um það vitna samferðamenn hans. Ég held að um leið hafi hann tekið með sér frið og hlustun úr kirkjunni yfir á sviðið og skilað því til áheyrenda. Þannig bræddi hann saman og brúaði heimana tvo og kenndi okkur að list og trú, gleði og agi, ganga saman. Arfleifð sem lifir Tónlistin sem Kalli Sighvats skildi eftir eru mögnuð verðmæti. Samfélagið hér í Ölfusi og Þorlákshöfn njóta þó ekki eingöngu tónverkanna sem sitja eftir. Jafnvel enn verðmætara er fólkið sem hann leiddi áfram. Sú bylgja sem hann skóp hefur skilað sér í þeim menningar- og tónlistarbæ sem við eigum í dag. Nemendur sem urðu sjálfir leiðtogar. Söngvarar sem fóru að treysta eigin rödd. Börn sem uppgötvuðu að menning er eitthvað sem við sköpum sjálf, hér heima, dag frá degi. Það er arfleifð sem ekki hverfur. Það eru verðmæti dagsins í dag. Þetta eru tónarnir sem aldrei deyja út. Minning sem leiðarljós Karlsvaka var til minningar um Karl Sighvatsson. En verið viss um að sú minning er ekki einvörðungu tengd fortíðinni; hún er ekki síður ákvörðun um framtíð. Við hér í Ölfusi og Þorlákshöfn getum og eigum áfram að heiðra minningu og arfleið Karls. Það gerum við best með því að halda áfram því sem hann hóf: að rækta kóra og hljómsveitir, gefa ungum tónlistarfólki tækifæri, og láta kirkjuna, skólana og menningarhúsin vera lifandi staði þar sem allir fá rödd. Þakkir og samhugur Ég vil færa fjölskyldu og vinum Karls Sighvatssonar kærar þakkir fyrir að leyfa okkur að eiga Karl með þeim. Ég vil líka þakka öllum sem skipulögðu Karlsvöku og komu þar fram. Þar er ekki á neinn hallað þó sérstaklega sé minnst á ómetanlegt framlag og frumkvæði Jakobs Frímanns Magnússonar og Sigurjóns Sighvatssonar, bróður Karls. Við, íbúar hér, erum stolt af því að vera samfélag sem man vel – og lætur minningu verða að hvatningu. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun