Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. september 2025 21:02 Breki Snær Baldursson varaforseti og Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti Kínema voru hæstánægð á fyrsta degi Kvikmyndaskóla Íslands undir nýjum rekstraraðila. Vísir/Ívar Fannar Fyrsti skóladagurinn í Kvikmyndaskóla Íslands fór fram í dag í nýju húsnæði. Nýr rekstraraðili segir gleðiefni að skólanum hafi verið bjargað eftir gjaldþrot í vor og nemendur segjast himinlifandi með nýja aðstöðu, gjaldþrotið hafi verið mikil rússíbanareið. Rúmir fimm mánuðir eru síðan Kvikmyndaskóli Íslands var lýstur gjaldþrota. Við tók nokkurra vikna óvissa þar sem meðal annars voru viðraðar hugmyndir um að námið yrði fært til Tækniskólans. Þremur vikum síðar keypti Rafmennt þrotabúið og í dag hófst fyrsta önn skólans undir merkjum nýs rekstraraðila í Stúdíó Sýrlandi. Nýr rektor Þór Pálsson segir um tímamót að ræða, húsnæðið verði að fullu tilbúið í lok vikunnar. „Þetta hefur tekið aðeins lengri tíma en við reiknuðum með, við erum að klára og reiknum með að geta kennt í flestum rýmum á morgun og svo klárum við þetta í þessari viku.“ Fyrrverandi stjórnendur skólans hafa farið hörðum orðum um ákvarðanir Rafmenntar er varða skólann, nú síðast í aðsendri grein á Vísi í dag og þá hótaði stofnandi skólans því í maí að lögsækja Rafmennt yrði nafn skólans notað áfram. Þór segir ekkert að frétta af þeim málum. „Ég hef bara fengið tölvupósta. En það hefur ekki farið neitt lengra. Enda stenst það alveg það sem við gerðum, við keyptum þrotabúið og í því er nafn og allt sem því fylgir. Þannig það er ekki við neinn að sakast þá nema skiptastjóra og hann fullyrðir við mig að þetta sé í lagi eins og við höfum gert þetta.“ Nemendur eru himinlifandi með aðstæður á nýjum stað. Þar sé fyrsta flokks aðstaða fyrir kvikmyndaskóla, fjöldi mynd- og hljóðvera og bíósalur svo fátt eitt sé nefnt. Þau Katrín Eir Ásgeirsdóttir og Breki Snær Baldursson forseti og varaforseti nemendafélagsins Kínema eru sátt við nýtt húsnæði. „Ég er svo fegin líka að vera komin aftur og byrjuð í skólanum. Þetta er alveg æði og ég er líka mjög sátt við aðstöðuna,“ segir Katrín. Breki segir það hafa verið áfall þegar skólinn hafi orðið gjaldþrota og útlit fyrir að starfsemin yrði tekin yfir af Tækniskólanum. „En þetta er bara eins gott og ég hefði getað vonast til, þetta er bara það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl eiginlega.“ Þorsteinn Bachman, nýr fagstjóri leiklistar segir miklu máli skipta að Kvikmyndaskólanum hafi verið bjargað. „Við auðvitað byggjum á gömlum grunni, Kvikmyndaskólinn byrjaði fyrst 1992 og ég var nú einn af fyrstu nemendum þar og ég er búinn að kenna á sjö stöðum og ég held að þetta verði besta aðstaðan sem við höfum haft til þessa.“ Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Í vikunni fyrir páska, 10. til 13. apríl síðastliðinn, kom flokkur manna á vegum framhaldsskólans Rafmenntar, án viðvörunar, inn í húsakynni Kvikmyndaskóla Íslands að Suðurlandsbraut 18 og tæmdi þar út allt sem þeir töldu verðmætt, tæki, tölvur og búnað. 8. september 2025 15:47 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Rúmir fimm mánuðir eru síðan Kvikmyndaskóli Íslands var lýstur gjaldþrota. Við tók nokkurra vikna óvissa þar sem meðal annars voru viðraðar hugmyndir um að námið yrði fært til Tækniskólans. Þremur vikum síðar keypti Rafmennt þrotabúið og í dag hófst fyrsta önn skólans undir merkjum nýs rekstraraðila í Stúdíó Sýrlandi. Nýr rektor Þór Pálsson segir um tímamót að ræða, húsnæðið verði að fullu tilbúið í lok vikunnar. „Þetta hefur tekið aðeins lengri tíma en við reiknuðum með, við erum að klára og reiknum með að geta kennt í flestum rýmum á morgun og svo klárum við þetta í þessari viku.“ Fyrrverandi stjórnendur skólans hafa farið hörðum orðum um ákvarðanir Rafmenntar er varða skólann, nú síðast í aðsendri grein á Vísi í dag og þá hótaði stofnandi skólans því í maí að lögsækja Rafmennt yrði nafn skólans notað áfram. Þór segir ekkert að frétta af þeim málum. „Ég hef bara fengið tölvupósta. En það hefur ekki farið neitt lengra. Enda stenst það alveg það sem við gerðum, við keyptum þrotabúið og í því er nafn og allt sem því fylgir. Þannig það er ekki við neinn að sakast þá nema skiptastjóra og hann fullyrðir við mig að þetta sé í lagi eins og við höfum gert þetta.“ Nemendur eru himinlifandi með aðstæður á nýjum stað. Þar sé fyrsta flokks aðstaða fyrir kvikmyndaskóla, fjöldi mynd- og hljóðvera og bíósalur svo fátt eitt sé nefnt. Þau Katrín Eir Ásgeirsdóttir og Breki Snær Baldursson forseti og varaforseti nemendafélagsins Kínema eru sátt við nýtt húsnæði. „Ég er svo fegin líka að vera komin aftur og byrjuð í skólanum. Þetta er alveg æði og ég er líka mjög sátt við aðstöðuna,“ segir Katrín. Breki segir það hafa verið áfall þegar skólinn hafi orðið gjaldþrota og útlit fyrir að starfsemin yrði tekin yfir af Tækniskólanum. „En þetta er bara eins gott og ég hefði getað vonast til, þetta er bara það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl eiginlega.“ Þorsteinn Bachman, nýr fagstjóri leiklistar segir miklu máli skipta að Kvikmyndaskólanum hafi verið bjargað. „Við auðvitað byggjum á gömlum grunni, Kvikmyndaskólinn byrjaði fyrst 1992 og ég var nú einn af fyrstu nemendum þar og ég er búinn að kenna á sjö stöðum og ég held að þetta verði besta aðstaðan sem við höfum haft til þessa.“
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Í vikunni fyrir páska, 10. til 13. apríl síðastliðinn, kom flokkur manna á vegum framhaldsskólans Rafmenntar, án viðvörunar, inn í húsakynni Kvikmyndaskóla Íslands að Suðurlandsbraut 18 og tæmdi þar út allt sem þeir töldu verðmætt, tæki, tölvur og búnað. 8. september 2025 15:47 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Í vikunni fyrir páska, 10. til 13. apríl síðastliðinn, kom flokkur manna á vegum framhaldsskólans Rafmenntar, án viðvörunar, inn í húsakynni Kvikmyndaskóla Íslands að Suðurlandsbraut 18 og tæmdi þar út allt sem þeir töldu verðmætt, tæki, tölvur og búnað. 8. september 2025 15:47