Viðskipti innlent

Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox

Árni Sæberg skrifar
Blackbox var til húsa að Borgartúni 26.
Blackbox var til húsa að Borgartúni 26. Já.is

Aðeins ein milljón króna fékkst upp í kröfur kröfuhafa í bú veitingastaðarins Blackbox, sem varð gjaldþrota í febrúar síðastliðnum. Kröfur hljóðuðu upp á tæpar fimmtíu milljónir króna.

Greint var frá því í nóvember í fyrra að skellt hefði verið fyrirvaralaust í lás á Blackbox í Borgartúni. Það var fyrsta og síðasta útibú Blackbox, sem var um tíma keðja.

Í auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu segir að með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness uppkveðnum 13. febrúar síðastliðinn hafi bú Blackbox Pizzeria ehf. verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Skiptum hafi lokið þann 22. ágúst með úthlutunargerð úr þrotabúinu. Samkvæmt henni hafi skiptakostnaður greiðst að fullu, skiptatryggingu upp á 450 þúsund krónur hafi verið skilað og 1.019.454 hafi greiðst upp í forgangskröfur. Ekkert hafi fengist upp í almennar kröfur eða eftirstæðar kröfur.

Lýstar kröfu hafi numið 47,5 milljónum króna.


Tengdar fréttir

Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri

Ekkert fékkst upp í ríflega 120 milljóna króna kröfur í þrotabú tveggja einkahlutafélaga hjóna sem ráku veitingastaði á Akureyri, meðal annars útibú keðjanna Hamborgarafabrikkunnar, Lemon og Blackbox þar í bæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×