Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. september 2025 19:14 Guðrún Karls Helgudóttir segir kyrrðarstundina í kvöld mikilvæga. Vísir/Vilhelm Heilbrigðiskerfið þarf að vera aðgengilegra þeim sem glíma við andleg veikindi að mati biskups Íslands. Hún segir óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi og miður að sjálfsvígum hafi ekki fækkað þrátt fyrir opnari umræðu. Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands tekur þátt í sérstakri kyrrðarstund sem haldin verður klukkan átta í Langholtskirkju vegna Alþjóðlegs forvarnardags sjálfsvíga. Undanfarin ár hefur að meðaltali fjörutíu og einn fallið fyrir eigin hendi á Íslandi á ári. „Því miður hefur sjálfsvígum ekki fækkað undanfarin ár. Það er svolítið áhugavert vegna þess að mér finnst samt viðhorfið hafa breyst og umræðan. Það er ekki langt síðan það fylgdi þessu mikil skömm sem er náttúrulega alveg út í hött vegna þess að deyja úr sjálfsvígi það er bara eins og að deyja úr sjúkdómi.“ Þannig sé umræðan opnari en áður um sjálfsvíg. „Ég held að við séum að verða minna feimin að tala um andlega vanlíðan, kvíða og angist og geðsjúkdóma. Það hefur líka verið að aukast að boðið sé upp á allskyns úrræði eins og Píetasamtökin hafa komið til og fleiri en það er erfitt að komast að í heilbrigðiskerfinu og það erfitt að fá tíma til dæmis hjá geðlækni. Það þarf að gera heilbrigðiskerfið aðgengilegra þegar kemur að geðheilbrigði.“ Þá segir hún sérlega mikilvægt að efla forvarnir þegar kemur að sjálfsvígum. „Þetta er ekki ásættanlegt, þegar bílslysum fjölgar og fólk deyr í umferðinni, þá förum við á fullt í forvarnir þegar kemur að öryggismálum í umferðinni. Við þurfum að gera það sama þegar kemur að þessu.“ Hún hvetur þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að leita sér aðstoðar. „Það er hjálp að fá og þú ert ekki einn. Talaðu við einhvern og verum óhrædd að hlusta en það er sannarlega hjálp að fá.“ Sjálf missti Guðrún bróður sinn sem féll fyrir eigin hendi en í kvöld verður kveikt á kertum í Langholtskirkju til minningar um látna ástvini. „Við munum eiga bæn saman og til dæmis bara það að leggja þetta í guðs hendur og biðja það skiptir máli. Að fá að tendra ljós og svona gefa okkur rými til þess að hugsa um þennan ástvin og minnast hans. Því þetta er svo mikill fjöldi sem er að deyja á hverju ári á Íslandi. Til dæmis þá ef við tökum síðastliðin sjö ár ef það deyja fjörutíu manns á ári þa gætum við fyllt þessa kirkju með þeim sem hafa látist á síðustu sjö árum. Þetta er of mikið af fólki en það er mikilvægt að við komum saman og minnumst þeirra sem við elskum enn af virðingu.“ Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Geðheilbrigði Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands tekur þátt í sérstakri kyrrðarstund sem haldin verður klukkan átta í Langholtskirkju vegna Alþjóðlegs forvarnardags sjálfsvíga. Undanfarin ár hefur að meðaltali fjörutíu og einn fallið fyrir eigin hendi á Íslandi á ári. „Því miður hefur sjálfsvígum ekki fækkað undanfarin ár. Það er svolítið áhugavert vegna þess að mér finnst samt viðhorfið hafa breyst og umræðan. Það er ekki langt síðan það fylgdi þessu mikil skömm sem er náttúrulega alveg út í hött vegna þess að deyja úr sjálfsvígi það er bara eins og að deyja úr sjúkdómi.“ Þannig sé umræðan opnari en áður um sjálfsvíg. „Ég held að við séum að verða minna feimin að tala um andlega vanlíðan, kvíða og angist og geðsjúkdóma. Það hefur líka verið að aukast að boðið sé upp á allskyns úrræði eins og Píetasamtökin hafa komið til og fleiri en það er erfitt að komast að í heilbrigðiskerfinu og það erfitt að fá tíma til dæmis hjá geðlækni. Það þarf að gera heilbrigðiskerfið aðgengilegra þegar kemur að geðheilbrigði.“ Þá segir hún sérlega mikilvægt að efla forvarnir þegar kemur að sjálfsvígum. „Þetta er ekki ásættanlegt, þegar bílslysum fjölgar og fólk deyr í umferðinni, þá förum við á fullt í forvarnir þegar kemur að öryggismálum í umferðinni. Við þurfum að gera það sama þegar kemur að þessu.“ Hún hvetur þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að leita sér aðstoðar. „Það er hjálp að fá og þú ert ekki einn. Talaðu við einhvern og verum óhrædd að hlusta en það er sannarlega hjálp að fá.“ Sjálf missti Guðrún bróður sinn sem féll fyrir eigin hendi en í kvöld verður kveikt á kertum í Langholtskirkju til minningar um látna ástvini. „Við munum eiga bæn saman og til dæmis bara það að leggja þetta í guðs hendur og biðja það skiptir máli. Að fá að tendra ljós og svona gefa okkur rými til þess að hugsa um þennan ástvin og minnast hans. Því þetta er svo mikill fjöldi sem er að deyja á hverju ári á Íslandi. Til dæmis þá ef við tökum síðastliðin sjö ár ef það deyja fjörutíu manns á ári þa gætum við fyllt þessa kirkju með þeim sem hafa látist á síðustu sjö árum. Þetta er of mikið af fólki en það er mikilvægt að við komum saman og minnumst þeirra sem við elskum enn af virðingu.“
Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Geðheilbrigði Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira