Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar 11. september 2025 07:31 Kína hefur sameinað ríkisafskipti og markaðsframtak á hátt sem hefur lyft landinu úr fátækt í átt að hátækni-iðnaðarveldi. Reynslan sýnir að stöðugleiki, menntun og langtímastefna geta verið jafn mikilvæg og frjáls markaður. Spurningin er nú hvort þróunin verði í samvinnu við Vesturlönd eða í nýrri blokk með öðrum mörkuðum sem gætu ógnað Vesturlöndum. Vestrænir hagfræðingar hafa lengi spáð því að hraður efnahagsvöxtur Kína myndi fjara út, byggt á þeirri hugmynd að aðeins lágmarks ríkisafskipti skapi hámarks vöxt. Sú kenning stenst ekki lengur. Í Rússlandi mistókst einkavæðing vegna skorts á regluverki og í Bandaríkjunum hefur ríkið í raun fjármagnað og hvatt til stórs hluta tækniframfara – í gegnum varnariðnað, styrki til háskóla og stór innkaup, t.d. hjá SpaceX. Sterk fyrirtæki þurfa stöðugleika, menntaða starfsmenn og traust. Vestrænt markaðskerfi byggir á einstaklingsframtaki en getur brugðist ef velferð fólks er veik og félagslegur ójöfnuður dregur úr hollustu starfsmanna. Kína hefur hins vegar tryggt stöðugleika með miðstýrðri stefnumótun og langtímaáætlunum, og sameinað markaðsdrifið frumkvæði með ríkisafskiptum. Ríkið setur stefnu og á hlut í öllum stóru fyrirtækjunum en leyfir þeim að vaxa innan ramma flokksins. Þannig hefur Kína lyft hundruðum milljóna úr fátækt og orðið alvöru iðnaðarveldi. Fyrstu vörur þeirra voru einfaldar en með því að senda námsmenn til Vesturlanda, tækniflæði úr samstarfi við vestræn fyrirtæki og mikilli áherslu á menntun hafa þeir byggt upp eigin hátæknigeira. Þeir eru þegar farnir að leiða á sumum sviðum, m.a. í samgöngutækni. Markmið Kína virðist vera að tryggja fólki lífskjör sambærileg við Vesturlönd með blöndu einstaklingsframtaks og ríkisramma. Þeir sækja hráefni og markaði með „belti og braut“ og nýta tækifæri sem skapast þegar Vesturlönd setja viðskiptahindranir. Slíkar hindranir ýta Kína í fang Rússa, Afríku, Suður-Ameríku og Indlands. Kína er því á leið að verða hátækniiðnaðarveldi með eigin staðla, tækni og markaði. Hvernig þetta þróast ræðst að stórum hluta af Vesturlöndunum sjálfum: hvort samkeppnin verði heiðarleg og í anda frjálsra viðskipta, eða hvort tollar og pólitískt hatur ýti Kína enn lengra frá og styrki nýja valdablokk með öðrum áherslum en þeim sem Vesturlönd hafa mótað. Þannig getum við orðið hornreka í heiminum. Vöxtur Kína verður ekki stöðvaður með viðskiptahindrunum. Höfundur er aldraður lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Kína hefur sameinað ríkisafskipti og markaðsframtak á hátt sem hefur lyft landinu úr fátækt í átt að hátækni-iðnaðarveldi. Reynslan sýnir að stöðugleiki, menntun og langtímastefna geta verið jafn mikilvæg og frjáls markaður. Spurningin er nú hvort þróunin verði í samvinnu við Vesturlönd eða í nýrri blokk með öðrum mörkuðum sem gætu ógnað Vesturlöndum. Vestrænir hagfræðingar hafa lengi spáð því að hraður efnahagsvöxtur Kína myndi fjara út, byggt á þeirri hugmynd að aðeins lágmarks ríkisafskipti skapi hámarks vöxt. Sú kenning stenst ekki lengur. Í Rússlandi mistókst einkavæðing vegna skorts á regluverki og í Bandaríkjunum hefur ríkið í raun fjármagnað og hvatt til stórs hluta tækniframfara – í gegnum varnariðnað, styrki til háskóla og stór innkaup, t.d. hjá SpaceX. Sterk fyrirtæki þurfa stöðugleika, menntaða starfsmenn og traust. Vestrænt markaðskerfi byggir á einstaklingsframtaki en getur brugðist ef velferð fólks er veik og félagslegur ójöfnuður dregur úr hollustu starfsmanna. Kína hefur hins vegar tryggt stöðugleika með miðstýrðri stefnumótun og langtímaáætlunum, og sameinað markaðsdrifið frumkvæði með ríkisafskiptum. Ríkið setur stefnu og á hlut í öllum stóru fyrirtækjunum en leyfir þeim að vaxa innan ramma flokksins. Þannig hefur Kína lyft hundruðum milljóna úr fátækt og orðið alvöru iðnaðarveldi. Fyrstu vörur þeirra voru einfaldar en með því að senda námsmenn til Vesturlanda, tækniflæði úr samstarfi við vestræn fyrirtæki og mikilli áherslu á menntun hafa þeir byggt upp eigin hátæknigeira. Þeir eru þegar farnir að leiða á sumum sviðum, m.a. í samgöngutækni. Markmið Kína virðist vera að tryggja fólki lífskjör sambærileg við Vesturlönd með blöndu einstaklingsframtaks og ríkisramma. Þeir sækja hráefni og markaði með „belti og braut“ og nýta tækifæri sem skapast þegar Vesturlönd setja viðskiptahindranir. Slíkar hindranir ýta Kína í fang Rússa, Afríku, Suður-Ameríku og Indlands. Kína er því á leið að verða hátækniiðnaðarveldi með eigin staðla, tækni og markaði. Hvernig þetta þróast ræðst að stórum hluta af Vesturlöndunum sjálfum: hvort samkeppnin verði heiðarleg og í anda frjálsra viðskipta, eða hvort tollar og pólitískt hatur ýti Kína enn lengra frá og styrki nýja valdablokk með öðrum áherslum en þeim sem Vesturlönd hafa mótað. Þannig getum við orðið hornreka í heiminum. Vöxtur Kína verður ekki stöðvaður með viðskiptahindrunum. Höfundur er aldraður lögfræðingur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun