Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2025 08:45 Boðað hefur verið til tveggja daga ráðstefnu hjá Háskólanum á Akureyri í næstu viku þar sem íslenska sem annað mál verður í brennidepli, Vísir/Viktor Það er ákall í samfélaginu um að efla kennslu íslensku sem annars máls og mikilvægt að auka samstarf og efla íslensku sem annað mál sem sérstaka faggrein. Íslendingar þurfi í auknum mæli að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði gagnvart þeim sem eru að læra, eða vilja læra tungumálið. Þetta segir Ingibjörg Sigurðardóttir, aðjúnkt við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Boðað hefur verið til tveggja daga ráðstefnu hjá Háskólanum á Akureyri í næstu viku þar sem íslenska sem annað mál verður í brennidepli, einkum kennsla fullorðinna. Fagið þurfi frekari viðurkenningu „Oft var þörf en nú er nauðsyn. Það er ákall í samfélaginu meðal innflytjenda, kennara, símenntunarmiðstöðva og háskólans. Og við vitum auðvitað bara í umræðunni í samfélaginu að það þarf að stilla saman strengi og huga að samstarfi. Ætlunin er svolítið að reyna að fá viðurkenningu á faginu sem slíku. Þetta er sér fag, það er ekki það sama að kenna íslensku sem móðurmál og íslensku sem annað mál,“ sagði Ingibjörg sem var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilgangur ráðstefnunnar sé meðal annars að kalla hópinn saman og stilla saman strengi meðal þeirra sem málið snertir og tengjast faginu. Fagið sem slíkt sé tiltölulega nýtt af nálinni hér á landi. „Hlutirnir hafa bara gerst hratt og upp til hópa eru mjög margir bara móðurmálskennarar sem eru að kenna núna íslensku sem annað mál. Þannig það þarf svolítið að vekja athygli á þessu og reyna að finna út til dæmis hvar skóinn kreppir,“ segir Ingibjörg. „Við erum að nota vinnu og fjármagn, hver í sínu horni, og við þyrftum í rauninni að samnýta þetta betur og búa frekar til samstarfsverkefni.“ Þurfum að sýna þolinmæði Aðspurð segir hún að það sé hennar upplifun að það sé mikill vilji meðal innflytjenda til þess að læra íslensku. Íslendingar þurfi í auknum mæli að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði gagnvart þeim sem eru að læra, eða vilja læra tungumálið. „Málið er að úrræðin, námsefnið og sjálft samfélagið það þarf að opna augu okkar allra fyrir því að við eigum alltaf fyrst að ávarpa fólk á íslensku og ekki að skammast okkar fyrir það. Alveg sama þó að við höfum sterkan grun um að viðkomandi tali ekki íslensku. Við eigum alltaf að gefa fólki tækifæri á því að tala íslensku,“ segir Ingibjörg, en vitalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Háskólar Innflytjendamál Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Boðað hefur verið til tveggja daga ráðstefnu hjá Háskólanum á Akureyri í næstu viku þar sem íslenska sem annað mál verður í brennidepli, einkum kennsla fullorðinna. Fagið þurfi frekari viðurkenningu „Oft var þörf en nú er nauðsyn. Það er ákall í samfélaginu meðal innflytjenda, kennara, símenntunarmiðstöðva og háskólans. Og við vitum auðvitað bara í umræðunni í samfélaginu að það þarf að stilla saman strengi og huga að samstarfi. Ætlunin er svolítið að reyna að fá viðurkenningu á faginu sem slíku. Þetta er sér fag, það er ekki það sama að kenna íslensku sem móðurmál og íslensku sem annað mál,“ sagði Ingibjörg sem var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilgangur ráðstefnunnar sé meðal annars að kalla hópinn saman og stilla saman strengi meðal þeirra sem málið snertir og tengjast faginu. Fagið sem slíkt sé tiltölulega nýtt af nálinni hér á landi. „Hlutirnir hafa bara gerst hratt og upp til hópa eru mjög margir bara móðurmálskennarar sem eru að kenna núna íslensku sem annað mál. Þannig það þarf svolítið að vekja athygli á þessu og reyna að finna út til dæmis hvar skóinn kreppir,“ segir Ingibjörg. „Við erum að nota vinnu og fjármagn, hver í sínu horni, og við þyrftum í rauninni að samnýta þetta betur og búa frekar til samstarfsverkefni.“ Þurfum að sýna þolinmæði Aðspurð segir hún að það sé hennar upplifun að það sé mikill vilji meðal innflytjenda til þess að læra íslensku. Íslendingar þurfi í auknum mæli að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði gagnvart þeim sem eru að læra, eða vilja læra tungumálið. „Málið er að úrræðin, námsefnið og sjálft samfélagið það þarf að opna augu okkar allra fyrir því að við eigum alltaf fyrst að ávarpa fólk á íslensku og ekki að skammast okkar fyrir það. Alveg sama þó að við höfum sterkan grun um að viðkomandi tali ekki íslensku. Við eigum alltaf að gefa fólki tækifæri á því að tala íslensku,“ segir Ingibjörg, en vitalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Háskólar Innflytjendamál Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira