Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2025 12:41 Tyrrell Hatton hefur þrisvar sinnum áður tekið þátt í Ryder-bikarnum fyrir hönd Evrópu. epa/STRINGER Enski kylfingurinn Tyrrell Hatton gekk ansi hratt um gleðinnar dyr eftir að hann komst í lið Evrópu fyrir Ryder-bikarinn. Evrópa og Bandaríkin mætast í Ryder-bikarnum í New York 26.-28. september. Hatton verður í evrópska liðinu sem freistar þess að vinna Ryder-bikarinn á bandarískri grundu í fyrsta sinn síðan 2012. Eftir að Hatton tryggði sér sæti í Ryder-liði Evrópu tók hann vel á því ásamt Spánverjanum Jon Rahm. „Þegar ég kom upp á herbergi féll ég í rúmið og á magann og þegar ég vaknaði hafði ég ælt í þeirri stellingu. Ég var allur út í ælu, hendurnar, skyrtan og þegar ég leit í spegilinn var ég með ælu á andlitinu. Hún var líka í rúminu,“ sagði Hatton. „Það var hræðilegt að vakna og þurfa að þrífa þetta upp. Ég endaði á því að rífa allt af rúminu, skilja eftir pening og athugasemd þar sem ég baðst afsökunar og sagði að best væri að henda rúmfötunum.“ Þótt dagurinn eftir djammið með Rahm hafi verið erfiður útilokar Hatton ekki svipuð fagnaðarlæti ef Evrópa vinnur Ryder-bikarinn í lok mánaðarins. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Evrópa og Bandaríkin mætast í Ryder-bikarnum í New York 26.-28. september. Hatton verður í evrópska liðinu sem freistar þess að vinna Ryder-bikarinn á bandarískri grundu í fyrsta sinn síðan 2012. Eftir að Hatton tryggði sér sæti í Ryder-liði Evrópu tók hann vel á því ásamt Spánverjanum Jon Rahm. „Þegar ég kom upp á herbergi féll ég í rúmið og á magann og þegar ég vaknaði hafði ég ælt í þeirri stellingu. Ég var allur út í ælu, hendurnar, skyrtan og þegar ég leit í spegilinn var ég með ælu á andlitinu. Hún var líka í rúminu,“ sagði Hatton. „Það var hræðilegt að vakna og þurfa að þrífa þetta upp. Ég endaði á því að rífa allt af rúminu, skilja eftir pening og athugasemd þar sem ég baðst afsökunar og sagði að best væri að henda rúmfötunum.“ Þótt dagurinn eftir djammið með Rahm hafi verið erfiður útilokar Hatton ekki svipuð fagnaðarlæti ef Evrópa vinnur Ryder-bikarinn í lok mánaðarins.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira