Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2025 16:16 Árni Marinó var öflugur í kvöld. Vísir/Diego ÍA, botnlið Bestu deildar karla í fótbolta, gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Breiðabliks 3-0 í kvöld. Um er að ræða annan sigur Skagamanna á Blikum í sumar en fyrri leik liðanna í Kópavogi lauk með 4-1 sigri gulra. Blikar eru nú án sigurs í sex leikjum í röð. Það er ljóst að Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, þarf að finna lausnir ætli liðið að tryggja sér Evrópusæti. Leikurinn fór vel af stað enda ljóst að bæði lið þurftu á öllum stigunum að halda. Fyrri hálfleikur var spilaður af jafnræði en Skagamenn voru eina liðið sem náði að nýta færin sín. Ómar Björn Stefánsson skoraði fyrsta mark leiksins og tvöfaldaði Gísli Laxdal Unnarsson forystuna fyrir ÍA á 37. mínútu leiksins. 2-0 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Bæði lið héldu áfram að sækja en sóknarleikur Blika var ekki upp á marga fiska. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, setti inn þrjá sóknarmenn á 60. mínútu en sú skipting breytti litlu í sóknarleiknum. ÍA voru þéttir til baka og áttu Blikar erfitt með að finna svæði og komast í góð færi. Steinar Þorsteinsson bætti svo gráu ofan á svart fyrir Breiðablik þegar hann skoraði þriðja mark ÍA á lokamínútu í uppbótatíma. Mikilvægur sigur fyrir heimamenn þó þeir liggi enn á botni deildarinnar. Stjörnur og skúrkar Árni Marinó Einarsson, markvörður ÍA, átti virkilega góðan leik hér í kvöld. Öruggur í sínum aðgerðum. Stemmning og umgjörð Það er alltaf góð stemning á Skaganum. Vel mætt í stúkuna og sungið og trallað. Dómarar Sigurður Hjörtur Þrastarson var á flautunni. Patrik Freyr Guðmundsson og Eðvarð Eðvarðsson hlupu upp og niður hliðarlínuna. Eftirlitsmaður var Ingvar Örn Gíslason og varadómari Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson. Steinar: Tók feikið og skoraði „Þetta var mjög ljúft og ég hélt að ég hefði allan tímann í heiminum. Kiddi Steindórs var svo mættur og ég var að reyna að leita af sendingunni á Viktor Jónsson. Það gekk ekki þannig ég tók feikið og skoraði,“ sagði Steinar Þorsteinsson, leikmaður ÍA, eftir leik. „Þetta var gríðarlega mikilvægt, það var orðið langt síðan við tókum sigur þannig þetta var mjög ljúft.“ Fyrir leikinn var liðið án sigurs í síðustu fimm leikjum og hefur fall blasið við Skagamönnum meiri hluta tímabilsins. „Andinn innan liðsins er erfiður eins og gengur og gerist þegar maður tapar leikjum. Hann er samt óvenju góður miðað við aðstæður og við þekkjumst allar strákarnir. Við erum búnir að vera lengi saman og við ætlum að reyna að komast í gegnum þetta.“ sagði Steinar að lokum. Besta deild karla ÍA Breiðablik Tengdar fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ ÍA, botnlið Bestu deildar karla, sigraði Breiðablik á heimavelli 3-0 í kvöld og sótti mikilvæg þrjú stig í baráttunni um að halda sér uppi. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari liðsins, var ánægður með spilamennsku sinna manna eftir leikinn. 11. september 2025 20:18 „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Breiðablik hefur nú tapað báðum leikjum sínum gegn ÍA sem situr á botni deildarinnar í sumar. Liðið er einnig án sigurs í síðustu fimm leikjum í deildinni og ljóst að Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, þarf að finna lausnir á ógöngu liðsins. 11. september 2025 20:15
ÍA, botnlið Bestu deildar karla í fótbolta, gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Breiðabliks 3-0 í kvöld. Um er að ræða annan sigur Skagamanna á Blikum í sumar en fyrri leik liðanna í Kópavogi lauk með 4-1 sigri gulra. Blikar eru nú án sigurs í sex leikjum í röð. Það er ljóst að Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, þarf að finna lausnir ætli liðið að tryggja sér Evrópusæti. Leikurinn fór vel af stað enda ljóst að bæði lið þurftu á öllum stigunum að halda. Fyrri hálfleikur var spilaður af jafnræði en Skagamenn voru eina liðið sem náði að nýta færin sín. Ómar Björn Stefánsson skoraði fyrsta mark leiksins og tvöfaldaði Gísli Laxdal Unnarsson forystuna fyrir ÍA á 37. mínútu leiksins. 2-0 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Bæði lið héldu áfram að sækja en sóknarleikur Blika var ekki upp á marga fiska. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, setti inn þrjá sóknarmenn á 60. mínútu en sú skipting breytti litlu í sóknarleiknum. ÍA voru þéttir til baka og áttu Blikar erfitt með að finna svæði og komast í góð færi. Steinar Þorsteinsson bætti svo gráu ofan á svart fyrir Breiðablik þegar hann skoraði þriðja mark ÍA á lokamínútu í uppbótatíma. Mikilvægur sigur fyrir heimamenn þó þeir liggi enn á botni deildarinnar. Stjörnur og skúrkar Árni Marinó Einarsson, markvörður ÍA, átti virkilega góðan leik hér í kvöld. Öruggur í sínum aðgerðum. Stemmning og umgjörð Það er alltaf góð stemning á Skaganum. Vel mætt í stúkuna og sungið og trallað. Dómarar Sigurður Hjörtur Þrastarson var á flautunni. Patrik Freyr Guðmundsson og Eðvarð Eðvarðsson hlupu upp og niður hliðarlínuna. Eftirlitsmaður var Ingvar Örn Gíslason og varadómari Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson. Steinar: Tók feikið og skoraði „Þetta var mjög ljúft og ég hélt að ég hefði allan tímann í heiminum. Kiddi Steindórs var svo mættur og ég var að reyna að leita af sendingunni á Viktor Jónsson. Það gekk ekki þannig ég tók feikið og skoraði,“ sagði Steinar Þorsteinsson, leikmaður ÍA, eftir leik. „Þetta var gríðarlega mikilvægt, það var orðið langt síðan við tókum sigur þannig þetta var mjög ljúft.“ Fyrir leikinn var liðið án sigurs í síðustu fimm leikjum og hefur fall blasið við Skagamönnum meiri hluta tímabilsins. „Andinn innan liðsins er erfiður eins og gengur og gerist þegar maður tapar leikjum. Hann er samt óvenju góður miðað við aðstæður og við þekkjumst allar strákarnir. Við erum búnir að vera lengi saman og við ætlum að reyna að komast í gegnum þetta.“ sagði Steinar að lokum.
Besta deild karla ÍA Breiðablik Tengdar fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ ÍA, botnlið Bestu deildar karla, sigraði Breiðablik á heimavelli 3-0 í kvöld og sótti mikilvæg þrjú stig í baráttunni um að halda sér uppi. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari liðsins, var ánægður með spilamennsku sinna manna eftir leikinn. 11. september 2025 20:18 „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Breiðablik hefur nú tapað báðum leikjum sínum gegn ÍA sem situr á botni deildarinnar í sumar. Liðið er einnig án sigurs í síðustu fimm leikjum í deildinni og ljóst að Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, þarf að finna lausnir á ógöngu liðsins. 11. september 2025 20:15
„Ljúft að klára leikinn svona“ ÍA, botnlið Bestu deildar karla, sigraði Breiðablik á heimavelli 3-0 í kvöld og sótti mikilvæg þrjú stig í baráttunni um að halda sér uppi. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari liðsins, var ánægður með spilamennsku sinna manna eftir leikinn. 11. september 2025 20:18
„Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Breiðablik hefur nú tapað báðum leikjum sínum gegn ÍA sem situr á botni deildarinnar í sumar. Liðið er einnig án sigurs í síðustu fimm leikjum í deildinni og ljóst að Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, þarf að finna lausnir á ógöngu liðsins. 11. september 2025 20:15
Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti