Viðskipti innlent

Taka tvær Airbus-þotur til á leigu

Árni Sæberg skrifar
Airbus-þota Icelandair númer tvö. Hún fær heitið Lómagnúpur og skrásetningarstafina TF-IAB.
Airbus-þota Icelandair númer tvö. Hún fær heitið Lómagnúpur og skrásetningarstafina TF-IAB. Icelandair

Icelandair hefur gert nýja leigusamninga við flugvélaleigusalann CALC um tvær glænýjar Airbus A321LR flugvélar. Þetta markar upphaf nýs langtímasamstarfs milli Icelandair og CALC, sem byggir á sameiginlegri framtíðarsýn og langtímasamstarfi.

Í fréttatilkynningu þess efnis segir að vélarnar verði afhentar beint frá Airbus veturinn 2026/2027 og verði hluti af stækkandi flota Airbus A321LR véla Icelandair, sem leysa af hólmi Boeing 757 vélar félagsins. 

Þá segir að A321LR bjóði upp á einstaklega gott flugdrægi, betri eldsneytisnýtingu og minni losun samanborið við 757 vélarnar, og bæti upplifun farþega með Airspace-hönnun Airbus.

„Við fögnum nýju samstarfi við CALC og hlökkum til að vinna með þeim að áframhaldandi þróun flugflotans. Þessar tvær nýju Airbus A321LR vélar eru hluti af endurnýjun flugflotans okkar yfir í nýjar hagkvæmari flugvélar. Jafnframt styður viðbótin við markmið okkar um að efla leiðakerfið og veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og upplifun,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×