Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. september 2025 21:55 Halla Hrund Logadóttir er þingmaður Framsóknarflokksins. Þingmaður Framsóknarflokksins, sem stundaði nám í Bandaríkjunum, segist hafa áhyggjur af stigmögnun og skautun í bæði bandarísku og íslensku samfélagi og taka vinirnir vestanhafs undir þær áhyggjur. Hún þekkti sjálf þingmann demókrata sem var myrt í sumar og vísar í morðið á Charlie Kirk, bandarískum áhrifavaldi sem var myrtur í gærkvöldi. „Það virðist vera vaxandi ofbeldi gagnvart stjórnmálamönnum. Það birtist í morðinu á Melissa Hortman, sem var demókratamegin í Minnesota,“ segir Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu. Halla Hrund bjó um tíma í Bandaríkjunum þar sem hún stundaði nám og kynntist Melissu Hortman, sem seinna varð þingmaður demókrata, á þeim tíma. Melissa og eiginmaður hennar, Mark Hortman, voru myrt í sumar en nafn hennar var á lista yfir sjötíu einstaklinga sem árásarmaðurinn var málefnalega ósammála. „Melissa var þekkt að ná árangri í gegnum samstöðu. Hún gat byggt brýr milli sjónarmiða til þess að ná sátt og árangri fyrir heildina - ekki bara fyrir sína kjósendur. Síðasta dæmið var degi áður en hún var myrt, en þá kaus hún ein demókrata með Repúblikönum um samkomulag um fjárlög til þess að hugsa um heildina - koma í veg fyrir að fylkið færi ekki í þrot. Þannig stjórnmálamaður var Melissa. Blessuð sé minning hennar,“ skrifaði Halla Hrund í færslu á Facebook í minningu Melissu. Sem dæmi um vaxandi ofbeldi tekur Halla sem dæmi morðið á Melissa, tilraunir til að myrða Donald Trump Bandaríkjaforesta og tilraun til mannráns Gretchen Whitmer árið 2020 þegar hún sinnti embætti ríkisstjóra Michiganfylkis. „Heilt yfir er óhætt að segja að það hefur verið vaxandi skautun og ofbeldi beint að stjórnmálamönnum. Það er auðvitað áhyggjuefni, maður finnur það á vinum sínum, að fólk hefur áhyggjur,“ segir Halla Hrund. „Þetta minnir á mikilvægi þess að stjórnmál eiga að snúast um samtal og lausn í þingsal á ágreiningi. Þó að við kvörtum hér á Íslandi yfir deilum á ýmsum málum skiptir máli að halda í vandaða orðræðu og átta okkur á að við eigum að vera að leysa málin fyrir samfélagið okkar. Þetta er áminning til okkar allra um það, bæði til stjórnmálamanna og íbúa.“ „Lykilpunkturinn er að það er þessi stigmögnun og við sjáum þetta líka á Íslandi í umræðunni. Ég held að það skipti máli að vanda umræðu, það hljómar væmið en það er kjarninn í þessari umræðu.“ Bandaríkin Erlend sakamál Morðið á Charlie Kirk Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Það virðist vera vaxandi ofbeldi gagnvart stjórnmálamönnum. Það birtist í morðinu á Melissa Hortman, sem var demókratamegin í Minnesota,“ segir Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu. Halla Hrund bjó um tíma í Bandaríkjunum þar sem hún stundaði nám og kynntist Melissu Hortman, sem seinna varð þingmaður demókrata, á þeim tíma. Melissa og eiginmaður hennar, Mark Hortman, voru myrt í sumar en nafn hennar var á lista yfir sjötíu einstaklinga sem árásarmaðurinn var málefnalega ósammála. „Melissa var þekkt að ná árangri í gegnum samstöðu. Hún gat byggt brýr milli sjónarmiða til þess að ná sátt og árangri fyrir heildina - ekki bara fyrir sína kjósendur. Síðasta dæmið var degi áður en hún var myrt, en þá kaus hún ein demókrata með Repúblikönum um samkomulag um fjárlög til þess að hugsa um heildina - koma í veg fyrir að fylkið færi ekki í þrot. Þannig stjórnmálamaður var Melissa. Blessuð sé minning hennar,“ skrifaði Halla Hrund í færslu á Facebook í minningu Melissu. Sem dæmi um vaxandi ofbeldi tekur Halla sem dæmi morðið á Melissa, tilraunir til að myrða Donald Trump Bandaríkjaforesta og tilraun til mannráns Gretchen Whitmer árið 2020 þegar hún sinnti embætti ríkisstjóra Michiganfylkis. „Heilt yfir er óhætt að segja að það hefur verið vaxandi skautun og ofbeldi beint að stjórnmálamönnum. Það er auðvitað áhyggjuefni, maður finnur það á vinum sínum, að fólk hefur áhyggjur,“ segir Halla Hrund. „Þetta minnir á mikilvægi þess að stjórnmál eiga að snúast um samtal og lausn í þingsal á ágreiningi. Þó að við kvörtum hér á Íslandi yfir deilum á ýmsum málum skiptir máli að halda í vandaða orðræðu og átta okkur á að við eigum að vera að leysa málin fyrir samfélagið okkar. Þetta er áminning til okkar allra um það, bæði til stjórnmálamanna og íbúa.“ „Lykilpunkturinn er að það er þessi stigmögnun og við sjáum þetta líka á Íslandi í umræðunni. Ég held að það skipti máli að vanda umræðu, það hljómar væmið en það er kjarninn í þessari umræðu.“
Bandaríkin Erlend sakamál Morðið á Charlie Kirk Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira