Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 12. september 2025 07:07 Þú lest viskuorð, og í eitt augnablik kviknar ljós innra með þér. Setning, hugsun, sannleikur — og þú finnur hann bergmála. Já. Þetta er fyrir mig - fyrir þetta stend ég - þetta er ég væri ég orð á blaði. En svo, tíu sekúndum síðar, er það horfið. Af hverju? Því hugurinn er þannig gerður að hann beinist samstundis að öðru. Hugurinn stöðvast ekki til að leyfa hljómnum að líða um líkaman þinn. Hann sveiflast áfram, safnar hugsunum, pælingum og áreiti. En hljómurinn - þetta Aha snérist aldrei bara um orð. Í honum er líf - fræ sem skýtur rótum í þér . - tækifæri sem þér gefst,. Og oft prófar lífið jarðveginn strax. Þú lest um umburðarlyndi — og daginn eftir pirrar einhver þig og þú hneggjar á kommentakerfinu. Þú lest um þolinmæði — blótsyrðin koma um leið og svínað er fyrir þig á Miklubrautinni - en umferðin gefur þér tækifæri til að þjálfa hana. Þú lest um sannleikann — þú lýgur síðan að sjálfum þér eða öðrum- en samtalið gefur þér færi á að segja hann. Þú lest um auðmýkt — og samt hugsar þú strax og einhver leiðréttir þig: „Hann hefur rangt fyrir sér.“ Þú lest um tengsl — og daginn eftir lætur þú eins og þér líði vel, svo enginn sjái sprungurnar. Þú lest um þakklæti — og kvartar svo yfir veðrinu, kaffinu og fólkinu á leiðinni heim. Þú lest um mikilvægi tengsla — en hefur ekki eyrð til að hlusta á barnið þitt segja sögu sína. Þú lest um kærleikann — en ert með lista af fólki sem „á hann ekki skilið“. Þú lest um sjálfsást — og talar samt við þig eins og óvin. Þú lest um vinsemd — og gnístir tönnum yfir saklausri athugasemd. Við köllum þetta eðlilegt, sláum á létta strengi, klöppum okkur á bakið og hugsum: „Það er ekkert að. Allir gera þetta.“ Einar Jónsson: Heimskan (1916) – hún situr á hauskúpunni, reist af réttlætingu og sjálfsblekkingu. Ef þú ert fastur í viðjum vanans, sérðu ekki tenginguna. Þú sèrð hana kannski en vaninn á sviðið. Bergmálið situr eftir í höfðinu og nær aldrei inn í lífið þitt. Stundum birtist vaninn í annarri mynd. Í stað þess að snúa inn á við, snýrðu út á við. Þú tekur innsýnina og beinir henni að heiminum. Þú segir skoðun þína um það sem þér líkar ekki. Þú dæmir „ranglætið“ og skort á innsýn í öðrum. Og svo, nokkrum klukkustundum síðar, gerir þú sjálfur nákvæmlega það sem þú fordæmdir. Afþví þú tekur ekki eftir því - eða þú tekur eftir því en segir við sjálfan þig: Þetta er ekki það sama, þarna er stigsmunur. Þannig birtist spegillinn: vaninn er ennþá við stjórnvölinn og sjálfsblekkingin heldur þér föstum. Dómar og yfirlýsingar eru bergmál sundraðrar visku. Og stundum klæðir dómurinn sig upp sem hugrekki eða sem prins í ímynduðu landi. Þú fordæmir einhvern — forsætisráðherra, fræðimann, forseta, glæpamann, öryrkja, athafnamann eða moldríkan mann. Þér finnst gott að standa á sviði og lýsa yfir að þú samþykkir ekki gjörðir þeirra eða afleitar hugmyndir þeirra og hvernig þeir haga sér. Þú gerir jafnvel gys að þeim vegna þess að það örvar þig — hetjulegt skot af hugrekki. En það er aðeins tálsýn. Undir sýningunni kraumar þörfin að vera heyrður og metinn. Þar sem löngunin að leiðrétta, útskýra eða standa með málstaðnum leggst yfir allt sjónarsviðið. Sannleikurinn er erfiðari: Þú sérð ranglætið í öðrum en sjaldan í sjálfum þér. Og þannig gengur þú áfram með hvíslandi tómarúm innra með þér : ég og hinir. Minn hópur og hinn hópurinn. En hljóminum var aldrei ætlað að aðskilja. Honum var ætlað að sameina. Ekki til að sanna að þú hafir rétt fyrir þér, heldur til að auka dýpt þína. Ekki til að ala á fordómum, heldur til að auka þroska. Þegar við þögnum og snúum athyglinni að eigin venjum, mistökum og stífni — þá fyrst getum við hafið samtalið sem við öll þráum. Ekki skoðanarifrildi. Ekki endalausan leik um sekt og sakleysi. Heldur samtal í anda sannleika og vaxtar. Því hljómurinn snýst aldrei um að sanna að þú hafir rétt fyrir þér. Hann snýst um að þú sért heill og búir í heimi sem er heill. Og í sama augnabliki og þú byrjar á sjálfum þér, fer tómarúmið ég og hinir, minn hópur og þinn hópur, að lokast. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þú lest viskuorð, og í eitt augnablik kviknar ljós innra með þér. Setning, hugsun, sannleikur — og þú finnur hann bergmála. Já. Þetta er fyrir mig - fyrir þetta stend ég - þetta er ég væri ég orð á blaði. En svo, tíu sekúndum síðar, er það horfið. Af hverju? Því hugurinn er þannig gerður að hann beinist samstundis að öðru. Hugurinn stöðvast ekki til að leyfa hljómnum að líða um líkaman þinn. Hann sveiflast áfram, safnar hugsunum, pælingum og áreiti. En hljómurinn - þetta Aha snérist aldrei bara um orð. Í honum er líf - fræ sem skýtur rótum í þér . - tækifæri sem þér gefst,. Og oft prófar lífið jarðveginn strax. Þú lest um umburðarlyndi — og daginn eftir pirrar einhver þig og þú hneggjar á kommentakerfinu. Þú lest um þolinmæði — blótsyrðin koma um leið og svínað er fyrir þig á Miklubrautinni - en umferðin gefur þér tækifæri til að þjálfa hana. Þú lest um sannleikann — þú lýgur síðan að sjálfum þér eða öðrum- en samtalið gefur þér færi á að segja hann. Þú lest um auðmýkt — og samt hugsar þú strax og einhver leiðréttir þig: „Hann hefur rangt fyrir sér.“ Þú lest um tengsl — og daginn eftir lætur þú eins og þér líði vel, svo enginn sjái sprungurnar. Þú lest um þakklæti — og kvartar svo yfir veðrinu, kaffinu og fólkinu á leiðinni heim. Þú lest um mikilvægi tengsla — en hefur ekki eyrð til að hlusta á barnið þitt segja sögu sína. Þú lest um kærleikann — en ert með lista af fólki sem „á hann ekki skilið“. Þú lest um sjálfsást — og talar samt við þig eins og óvin. Þú lest um vinsemd — og gnístir tönnum yfir saklausri athugasemd. Við köllum þetta eðlilegt, sláum á létta strengi, klöppum okkur á bakið og hugsum: „Það er ekkert að. Allir gera þetta.“ Einar Jónsson: Heimskan (1916) – hún situr á hauskúpunni, reist af réttlætingu og sjálfsblekkingu. Ef þú ert fastur í viðjum vanans, sérðu ekki tenginguna. Þú sèrð hana kannski en vaninn á sviðið. Bergmálið situr eftir í höfðinu og nær aldrei inn í lífið þitt. Stundum birtist vaninn í annarri mynd. Í stað þess að snúa inn á við, snýrðu út á við. Þú tekur innsýnina og beinir henni að heiminum. Þú segir skoðun þína um það sem þér líkar ekki. Þú dæmir „ranglætið“ og skort á innsýn í öðrum. Og svo, nokkrum klukkustundum síðar, gerir þú sjálfur nákvæmlega það sem þú fordæmdir. Afþví þú tekur ekki eftir því - eða þú tekur eftir því en segir við sjálfan þig: Þetta er ekki það sama, þarna er stigsmunur. Þannig birtist spegillinn: vaninn er ennþá við stjórnvölinn og sjálfsblekkingin heldur þér föstum. Dómar og yfirlýsingar eru bergmál sundraðrar visku. Og stundum klæðir dómurinn sig upp sem hugrekki eða sem prins í ímynduðu landi. Þú fordæmir einhvern — forsætisráðherra, fræðimann, forseta, glæpamann, öryrkja, athafnamann eða moldríkan mann. Þér finnst gott að standa á sviði og lýsa yfir að þú samþykkir ekki gjörðir þeirra eða afleitar hugmyndir þeirra og hvernig þeir haga sér. Þú gerir jafnvel gys að þeim vegna þess að það örvar þig — hetjulegt skot af hugrekki. En það er aðeins tálsýn. Undir sýningunni kraumar þörfin að vera heyrður og metinn. Þar sem löngunin að leiðrétta, útskýra eða standa með málstaðnum leggst yfir allt sjónarsviðið. Sannleikurinn er erfiðari: Þú sérð ranglætið í öðrum en sjaldan í sjálfum þér. Og þannig gengur þú áfram með hvíslandi tómarúm innra með þér : ég og hinir. Minn hópur og hinn hópurinn. En hljóminum var aldrei ætlað að aðskilja. Honum var ætlað að sameina. Ekki til að sanna að þú hafir rétt fyrir þér, heldur til að auka dýpt þína. Ekki til að ala á fordómum, heldur til að auka þroska. Þegar við þögnum og snúum athyglinni að eigin venjum, mistökum og stífni — þá fyrst getum við hafið samtalið sem við öll þráum. Ekki skoðanarifrildi. Ekki endalausan leik um sekt og sakleysi. Heldur samtal í anda sannleika og vaxtar. Því hljómurinn snýst aldrei um að sanna að þú hafir rétt fyrir þér. Hann snýst um að þú sért heill og búir í heimi sem er heill. Og í sama augnabliki og þú byrjar á sjálfum þér, fer tómarúmið ég og hinir, minn hópur og þinn hópur, að lokast. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun