Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. september 2025 09:51 Frá stærstu sprengjueyðingaræfingu sinnar tegundar fer fram á Íslandi þessa dagana. Vísir/Ívar Fannar Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum eru skilgreindar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna sem lagt er til að hafðar verði að leiðarljósi við mótun varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland. Raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. Meðal annars er lagt til að ráðist verið í endurskoðun varnarlaga og skoðað hvort setja eigi sérstaka öryggislöggjöf á Íslandi. Fram kemur í skýrslunni að heimurinn hafi nú breyst til verri vegar og stórstyrjöld í Evrópu sé staðreynd. Ísland þurfi því að hafa trúverðuga stefnu sem snýr að því að verja sjálfstæði landsins og fullveldi þjóðarinnar, treysta borgaralegt áfallaþol, varnir innviða og efla alþjóðlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Verður leiðarstefið í fyrstu formlegu varnar- og öryggisstefnu Íslands Utanríkisráðherra, sem fer með yfirstjórn varnarmála, ber ábyrgð á mótun og framkvæmd varnar- og öryggisstefnu Íslands á alþjóðavettvangi, en slík stefna hefur hins vegar aldrei verið sett fram með formlegum hætti. Því stendur til að breyta nú, en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur boðað að slík stefna verði lögð fyrir Alþingi strax í þessum mánuði. Stefnunni er ætlað að lýsa helstu öryggisáskorunum, draga fram markmið Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi, fjalla um nauðsynlegan varnarviðbúnað og getu, ásamt tillögum að umbótum á laga- og stofnanaumgjörð varnarmála. Í skýrslu þingmannahópsins, sem lagt er til að utanríkisráðherra hafi að leiðarljósi við mótun stefnunnar, eru meðal annars skilgreindar helstu öryggisáskoranir Íslands til lengri tíma með áherslu á ytri ógnir af mannavöldum. Lykiláherslur í öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland Alþjóðasamstarf Auka þátttöku í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins sem er meginvettvangur vestrænnar varnarsamvinnu. Efla varnarsamstarf við Bandaríkin á grundvelli varnarsamnings frá 1951 með það að markmiði að það taki mið af sameiginlegum varnarhagsmunum ríkjanna og áhættuþáttum sem hafa áhrif á þá. Styrkja þátttöku í svæðisbundnu samstarfi um varnar- og öryggismál með áherslu á norrænt varnarsamstarf, samstarf innan sameiginlegu viðbragðssveitarinnar og samstarf ríkja um varnir og öryggi á norðurslóðum. Þróa varnar- og öryggissamvinnu við helstu samstarfsríki Íslands innan Evrópu, þ.m.t. Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin, Bretland, Frakkland, Pólland og Þýskaland auk Kanada á grundvelli sameiginlegra varnarhagsmuna. Innlendur varnarviðbúnaður, þekking og geta Tryggja að til staðar sé mannauður, áætlanir, varnarmannvirki og búnaður til að mæta öryggisáskorunum og uppfylla skuldbindingar. Auka fjárfestingar í innviðum sem nýtast sem mest bæði til varnartengdra og borgaralegra verkefna og styðja við varnir Íslands, eftirlit og aðgerðir. Tryggja auknar fjárveitingar til varnartengdra og borgaralegra verkefna og fjárfestinga er gera Íslandi kleift að auka viðbúnað, þátttöku og standa við skuldbindingar. Efla áfallaþol íslensks samfélags, almannavarnir og vernd borgara gagnvart hernaðarógnum. Auka greiningargetu og upplýsingamiðlun um áskoranir og ógnir sem geta haft áhrif á Ísland. Stuðla að fleiri og umfangsmeiri varnartengdum æfingum og þátttöku íslenskra viðbragðsaðila til samræmis við líklegar sviðsmyndir og ógnir. Stuðla að fjárfestingum, uppbyggingu og nýsköpun á sviði varnar- og öryggismála. Efla þjálfun, kennslu og rannsóknir á sviði varnar- og öryggismála. Bæta virka upplýsingamiðlun um varnar- og öryggismál til að ýta undir lýðræðislega umræðu og þekkingu á málaflokknum. Áskoranir í laga- og stofnanaumhverfi Ráðist verði í heildstæða skoðun á löggjöf og regluverki sem lýtur að varnar- og öryggismálum, þ.m.t. endurskoðun á varnarmálalögum. Tryggja þarf að íslensk löggjöf á sviði varnar- og öryggismála sé skýr og samræmd hvað varðar ábyrgð og heimildir stjórnvalda, ákvarðanatöku og verkaskiptingu, sem og aðkomu og eftirlitshlutverk Alþingis. Styrkja stofnanaumgjörð varnarmála með það að markmiði að tryggja samhæfingu, skilvirkni, ábyrgð og eftirlit, samhliða því að efla enn frekar samstarf innan stjórnsýslunnar um verkefni á sviði varnar- og öryggismála. Þá eru listaðar fjórtán lykiláherslur sem falla í þrjá flokka, það er alþjóðasamstarf; innlendur varnarviðbúnaður, þekking og geta; og áskoranir í laga- og stofnanaumhverfi. Áherslurnar fjórtán má lesa um nánar í felliglugganum hér að ofan. Fulltrúar allra flokka á Alþingi eiga fulltrúa í samráðshópnum, en fulltrúi Miðflokksins sagði sig reyndar úr hópnum og á því ekki aðkomu að efni skýrslunnar. Sjá einnig: Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ísland færi ekki varhluta af því ef „stórstyrjöld“ brytist út Ógnin sem stafar af Rússum í framhaldi af innrásarstríði þeirra í Úkraínu er fyrirferðarmikil í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um þær ógnir sem steðja að Íslandi. „Staðan í varnar- og öryggismálum í Evrópu hefur ekki verið jafn viðsjárverð frá því kalda stríðið stóð sem hæst. Í Evrópu eru ríki að efla varnir sínar og öryggi til að bregðast við vaxandi óvissu og hugsanlega frekari árásum Rússlands,“ segir meðal annars í skýrslunni. Á sama tíma sé víða sótt að mannréttindum, frjálsum skoðanaskiptum, virðingu fyrir alþjóðalögum og jafnvel sjálfu lýðræðinu. Sú öryggisógn sem vofi yfir sé bæði raunveruleg og aðkallandi. Það sé mat bandalagsríkja að verði gert hlé á átökum í Úkraínu sem geri Rússum kleift að færa herafla sinn að Rússar geti innan tveggja ára byggt upp getu til að ógna öðrum ríkjum bandalagsins og jafnvel ráðast inn í Eystrasaltsríki. Þá hafi Rússar innan fimm ára getu til að hefja „stórstyrjöld“ gegn bandalagsríkjum í Evrópu. Ísland myndi ekki fara varhluta af því ef það gerðist. „Hótanir ráðamanna í Rússlandi ber að taka alvarlega. Annað væri ábyrgðarleysi í ljósi þess að Rússar hafa sýnt að þeir hafi bæði viljann og getuna til að beita nágranna sína ítrekað ofbeldi og yfirgangi.“ Frá pallborðsumræðu með þingmönnum samráðshópsins í dag þar sem efni skýrslunnar var kynnt.Vísir/Ívar Fannar Viðkvæmar varnir mikilvægra innviða Það er mat Atlantshafsbandalagsins að höfuðógn við bandalagið og ríki þess stafi frá Rússlandi. Bæði hernaðarlega en einnig í ljósi þess að stjórnvöld í Moskvu hafi „kynt undir ófriði og staðið fyrir undirróðri, netárásum, hryðjuverkaárásum og njósnum víða um heim, bæði með beinum og óbeinum hætti,“ eins og það er orðað í skýrslunni. Ógnin sem steðji að Íslandi sé sama eðlis og sú er steðji að öðrum bandalagsríkjum. „Landfræðileg lega Íslands er með þeim hætti að landið myndi nær óhjákvæmilega dragast inn í meiriháttar átök er kynnu að brjótast út í Evrópu,” segir í skýrslunni um þetta efni. Þá er athygli vakin á því að beinar varnir varnarmannvirkja og annarra innviða á Íslandi séu mjög takmarkaðar. Slíkir innviðir séu því viðkvæmir fyrir hvers kyns árásum, eyðileggingu eða tjóni og því skipti aðild Íslands að NATO og tvíhliða varnarsamningurinn við Bandaríkin ekki síður miklu máli. Sæstrengir eru meðal þeirra mikilvægu innviða sem Íslendingar reiða sig á og þarf að verja.Skýrsla samráðshóps þingmanna 2025 Fjölþáttaógnir á borð við skemmdar- og ofbeldisverk, banatilræði, netárásir, rafræna íhlutun og upplýsingaóreiðuherferðir eru jafnframt taldar meðal helstu ógna sem Íslendingar þurfa að vera á varðbergi gagnvart. Þótt Rússagríluógnin sé áberandi í skýrslunni er máli einnig vikið að öðrum átökum og uppgangi hernaðarafla annars staðar í heiminum. Þar á meðal megi nefna Vaxandi spennu milli Kína og Taívan, en spenna á Suður-Kínahafi myndi hafa umtalsverð áhrif á heimshagkerfið. Ekki sjái heldur fyrir endann á átökum í Mið-Austurlöndum og enn og aftur séu umsvif Rússa á Norðurslóðum, og Kína sömuleiðis, mögulegt áhyggjuefni fyrir Ísland. Þrjár meginstoðir varnarsamstarfs „Meginstoðir varnar- og öryggisstefnu Íslands eru aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningur við Bandaríkin. Traust og vaxandi samstarf við evrópsk bandalagsríki og Kanada styður við þessar meginstoðir. Meginmarkmið Íslands er að vera traustur bandamaður, byggja upp áfallaþol, mannauð og varnartengda innviði,” segir meðal annars um alþjóðasamstarf Íslands í öryggis- og varnarmálum. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mark Rutte, framvæmdastjóri NATO. Vísir/EPA Líkt og áður er aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu ein af lykilstoðum í vörnum Íslands sem og varnarsamningurinn við Bandaríkin. Þá fer svæðisbundið- og tvíhliðasamstarf á öðrum vettvangi jafnframt vaxandi og í skýrslunni er samstarf af þeim toga skilgreint sem þriðja stoðin undir varnir Íslands. Nefnd eru sem dæmi varnarsamstarf Norðurlandanna á vettvangi NORDEFCO, sameiginlega viðbragðssveitin JEF, og samvinna við helstu bandamenn á vettvangi Norðurslóða. Þá sé samvinna við ESB á vettvangi varnar- og öryggsmála einnig að aukast og við tvíhliða samstarf við einstaka ríki bandalagsins, sem í flestum tilfellum eru einnig aðildarríki NATO. Innlendur varnarviðbúnaður verði efldur Kaflinn um innlendan varnarviðbúnað, þekkingu og getu er einna umfangsmestur í skýrslu hópsins, en undir þann kafla falla níu af fjórtán lykiláherslum sem þar eru settar fram. Þessar áherslur varða meðal annars það að tryggja að til staðar sé mannauður, áætlanir, varnarmannvirki og búnaður til að mæta öryggisáskorunum og uppfylla skuldbindingar. Auka þurfi einnig fárfestingar í innviðum sem nýtast bæði til varnartengdra og borgaralegra verkefna og styðja við varnir Íslands, eftirlit og aðgerðir. Efla þurfi áfallaþol íslensks samfélags, almannavarnir og vernd borgara gagnvart hernaðarógnum og auka greiningargetu og upplýsingamiðlun um áskoranir og ógnir sem geta haft áhrif á Ísland. Stuðla þurfi einnig að fleiri og umfangsmeiri varnartengdum æfingum og þátttöku íslenskra viðbragðsaðila til samræmis við líklegar sviðsmyndir og ógnir sem og að stuðla að fárfestingum, uppbyggingu og nýsköpun á sviði varnar- og öryggismála. Loks þurfi að efla þjálfun, kennslu og rannsóknir á sviði varnar- og öryggismála, bæta virka upplýsingamiðlun um varnar- og öryggismál til að ýta undir lýðræðislega umræðu og þekkingu á málaflokknum, en nánar er fjallað um hvert atriði fyrir sig í skýrslunni. Leggja til nýja heildarlöggjöf Loks leggur samráðshópurinn til að ráðist verði í endurskoðun á varnarmálalögum og stofnanaumgjörð varnartengdra verkefna á Íslandi og samhliða þurfi að skoða aðra öryggistengda löggjöf á Íslandi. Kanna ætti hvort tilefni sé að setja sérstaka öryggislöggjöf, sem væri á forræði dómsmálaráðherra, en engin slík lög hafa verið sett á Íslandi. Ýmsar aðrar umbætur á núverandi löggjöf eru jafnan lagðar til og þá er undirstrikað mikilvægi þess að fram fari rýni á fjárfestingum erlendra aðila. Slík rýni hafi verið forgangsmál hjá helstu bandalagsríkjum og slík löggjöf sé í undirbúningi hér á landi. Slík löggjöf verði mikilvægur liður í þjóðaröryggi og viðspyrnu gagnvart mögulegri íhlutun erlendra aðila sem ógnað geti öryggi-, allsherjarreglu og orðspori Íslands. Öryggis- og varnarmál Alþingi Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Netöryggi NATO Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Fram kemur í skýrslunni að heimurinn hafi nú breyst til verri vegar og stórstyrjöld í Evrópu sé staðreynd. Ísland þurfi því að hafa trúverðuga stefnu sem snýr að því að verja sjálfstæði landsins og fullveldi þjóðarinnar, treysta borgaralegt áfallaþol, varnir innviða og efla alþjóðlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Verður leiðarstefið í fyrstu formlegu varnar- og öryggisstefnu Íslands Utanríkisráðherra, sem fer með yfirstjórn varnarmála, ber ábyrgð á mótun og framkvæmd varnar- og öryggisstefnu Íslands á alþjóðavettvangi, en slík stefna hefur hins vegar aldrei verið sett fram með formlegum hætti. Því stendur til að breyta nú, en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur boðað að slík stefna verði lögð fyrir Alþingi strax í þessum mánuði. Stefnunni er ætlað að lýsa helstu öryggisáskorunum, draga fram markmið Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi, fjalla um nauðsynlegan varnarviðbúnað og getu, ásamt tillögum að umbótum á laga- og stofnanaumgjörð varnarmála. Í skýrslu þingmannahópsins, sem lagt er til að utanríkisráðherra hafi að leiðarljósi við mótun stefnunnar, eru meðal annars skilgreindar helstu öryggisáskoranir Íslands til lengri tíma með áherslu á ytri ógnir af mannavöldum. Lykiláherslur í öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland Alþjóðasamstarf Auka þátttöku í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins sem er meginvettvangur vestrænnar varnarsamvinnu. Efla varnarsamstarf við Bandaríkin á grundvelli varnarsamnings frá 1951 með það að markmiði að það taki mið af sameiginlegum varnarhagsmunum ríkjanna og áhættuþáttum sem hafa áhrif á þá. Styrkja þátttöku í svæðisbundnu samstarfi um varnar- og öryggismál með áherslu á norrænt varnarsamstarf, samstarf innan sameiginlegu viðbragðssveitarinnar og samstarf ríkja um varnir og öryggi á norðurslóðum. Þróa varnar- og öryggissamvinnu við helstu samstarfsríki Íslands innan Evrópu, þ.m.t. Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin, Bretland, Frakkland, Pólland og Þýskaland auk Kanada á grundvelli sameiginlegra varnarhagsmuna. Innlendur varnarviðbúnaður, þekking og geta Tryggja að til staðar sé mannauður, áætlanir, varnarmannvirki og búnaður til að mæta öryggisáskorunum og uppfylla skuldbindingar. Auka fjárfestingar í innviðum sem nýtast sem mest bæði til varnartengdra og borgaralegra verkefna og styðja við varnir Íslands, eftirlit og aðgerðir. Tryggja auknar fjárveitingar til varnartengdra og borgaralegra verkefna og fjárfestinga er gera Íslandi kleift að auka viðbúnað, þátttöku og standa við skuldbindingar. Efla áfallaþol íslensks samfélags, almannavarnir og vernd borgara gagnvart hernaðarógnum. Auka greiningargetu og upplýsingamiðlun um áskoranir og ógnir sem geta haft áhrif á Ísland. Stuðla að fleiri og umfangsmeiri varnartengdum æfingum og þátttöku íslenskra viðbragðsaðila til samræmis við líklegar sviðsmyndir og ógnir. Stuðla að fjárfestingum, uppbyggingu og nýsköpun á sviði varnar- og öryggismála. Efla þjálfun, kennslu og rannsóknir á sviði varnar- og öryggismála. Bæta virka upplýsingamiðlun um varnar- og öryggismál til að ýta undir lýðræðislega umræðu og þekkingu á málaflokknum. Áskoranir í laga- og stofnanaumhverfi Ráðist verði í heildstæða skoðun á löggjöf og regluverki sem lýtur að varnar- og öryggismálum, þ.m.t. endurskoðun á varnarmálalögum. Tryggja þarf að íslensk löggjöf á sviði varnar- og öryggismála sé skýr og samræmd hvað varðar ábyrgð og heimildir stjórnvalda, ákvarðanatöku og verkaskiptingu, sem og aðkomu og eftirlitshlutverk Alþingis. Styrkja stofnanaumgjörð varnarmála með það að markmiði að tryggja samhæfingu, skilvirkni, ábyrgð og eftirlit, samhliða því að efla enn frekar samstarf innan stjórnsýslunnar um verkefni á sviði varnar- og öryggismála. Þá eru listaðar fjórtán lykiláherslur sem falla í þrjá flokka, það er alþjóðasamstarf; innlendur varnarviðbúnaður, þekking og geta; og áskoranir í laga- og stofnanaumhverfi. Áherslurnar fjórtán má lesa um nánar í felliglugganum hér að ofan. Fulltrúar allra flokka á Alþingi eiga fulltrúa í samráðshópnum, en fulltrúi Miðflokksins sagði sig reyndar úr hópnum og á því ekki aðkomu að efni skýrslunnar. Sjá einnig: Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ísland færi ekki varhluta af því ef „stórstyrjöld“ brytist út Ógnin sem stafar af Rússum í framhaldi af innrásarstríði þeirra í Úkraínu er fyrirferðarmikil í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um þær ógnir sem steðja að Íslandi. „Staðan í varnar- og öryggismálum í Evrópu hefur ekki verið jafn viðsjárverð frá því kalda stríðið stóð sem hæst. Í Evrópu eru ríki að efla varnir sínar og öryggi til að bregðast við vaxandi óvissu og hugsanlega frekari árásum Rússlands,“ segir meðal annars í skýrslunni. Á sama tíma sé víða sótt að mannréttindum, frjálsum skoðanaskiptum, virðingu fyrir alþjóðalögum og jafnvel sjálfu lýðræðinu. Sú öryggisógn sem vofi yfir sé bæði raunveruleg og aðkallandi. Það sé mat bandalagsríkja að verði gert hlé á átökum í Úkraínu sem geri Rússum kleift að færa herafla sinn að Rússar geti innan tveggja ára byggt upp getu til að ógna öðrum ríkjum bandalagsins og jafnvel ráðast inn í Eystrasaltsríki. Þá hafi Rússar innan fimm ára getu til að hefja „stórstyrjöld“ gegn bandalagsríkjum í Evrópu. Ísland myndi ekki fara varhluta af því ef það gerðist. „Hótanir ráðamanna í Rússlandi ber að taka alvarlega. Annað væri ábyrgðarleysi í ljósi þess að Rússar hafa sýnt að þeir hafi bæði viljann og getuna til að beita nágranna sína ítrekað ofbeldi og yfirgangi.“ Frá pallborðsumræðu með þingmönnum samráðshópsins í dag þar sem efni skýrslunnar var kynnt.Vísir/Ívar Fannar Viðkvæmar varnir mikilvægra innviða Það er mat Atlantshafsbandalagsins að höfuðógn við bandalagið og ríki þess stafi frá Rússlandi. Bæði hernaðarlega en einnig í ljósi þess að stjórnvöld í Moskvu hafi „kynt undir ófriði og staðið fyrir undirróðri, netárásum, hryðjuverkaárásum og njósnum víða um heim, bæði með beinum og óbeinum hætti,“ eins og það er orðað í skýrslunni. Ógnin sem steðji að Íslandi sé sama eðlis og sú er steðji að öðrum bandalagsríkjum. „Landfræðileg lega Íslands er með þeim hætti að landið myndi nær óhjákvæmilega dragast inn í meiriháttar átök er kynnu að brjótast út í Evrópu,” segir í skýrslunni um þetta efni. Þá er athygli vakin á því að beinar varnir varnarmannvirkja og annarra innviða á Íslandi séu mjög takmarkaðar. Slíkir innviðir séu því viðkvæmir fyrir hvers kyns árásum, eyðileggingu eða tjóni og því skipti aðild Íslands að NATO og tvíhliða varnarsamningurinn við Bandaríkin ekki síður miklu máli. Sæstrengir eru meðal þeirra mikilvægu innviða sem Íslendingar reiða sig á og þarf að verja.Skýrsla samráðshóps þingmanna 2025 Fjölþáttaógnir á borð við skemmdar- og ofbeldisverk, banatilræði, netárásir, rafræna íhlutun og upplýsingaóreiðuherferðir eru jafnframt taldar meðal helstu ógna sem Íslendingar þurfa að vera á varðbergi gagnvart. Þótt Rússagríluógnin sé áberandi í skýrslunni er máli einnig vikið að öðrum átökum og uppgangi hernaðarafla annars staðar í heiminum. Þar á meðal megi nefna Vaxandi spennu milli Kína og Taívan, en spenna á Suður-Kínahafi myndi hafa umtalsverð áhrif á heimshagkerfið. Ekki sjái heldur fyrir endann á átökum í Mið-Austurlöndum og enn og aftur séu umsvif Rússa á Norðurslóðum, og Kína sömuleiðis, mögulegt áhyggjuefni fyrir Ísland. Þrjár meginstoðir varnarsamstarfs „Meginstoðir varnar- og öryggisstefnu Íslands eru aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningur við Bandaríkin. Traust og vaxandi samstarf við evrópsk bandalagsríki og Kanada styður við þessar meginstoðir. Meginmarkmið Íslands er að vera traustur bandamaður, byggja upp áfallaþol, mannauð og varnartengda innviði,” segir meðal annars um alþjóðasamstarf Íslands í öryggis- og varnarmálum. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mark Rutte, framvæmdastjóri NATO. Vísir/EPA Líkt og áður er aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu ein af lykilstoðum í vörnum Íslands sem og varnarsamningurinn við Bandaríkin. Þá fer svæðisbundið- og tvíhliðasamstarf á öðrum vettvangi jafnframt vaxandi og í skýrslunni er samstarf af þeim toga skilgreint sem þriðja stoðin undir varnir Íslands. Nefnd eru sem dæmi varnarsamstarf Norðurlandanna á vettvangi NORDEFCO, sameiginlega viðbragðssveitin JEF, og samvinna við helstu bandamenn á vettvangi Norðurslóða. Þá sé samvinna við ESB á vettvangi varnar- og öryggsmála einnig að aukast og við tvíhliða samstarf við einstaka ríki bandalagsins, sem í flestum tilfellum eru einnig aðildarríki NATO. Innlendur varnarviðbúnaður verði efldur Kaflinn um innlendan varnarviðbúnað, þekkingu og getu er einna umfangsmestur í skýrslu hópsins, en undir þann kafla falla níu af fjórtán lykiláherslum sem þar eru settar fram. Þessar áherslur varða meðal annars það að tryggja að til staðar sé mannauður, áætlanir, varnarmannvirki og búnaður til að mæta öryggisáskorunum og uppfylla skuldbindingar. Auka þurfi einnig fárfestingar í innviðum sem nýtast bæði til varnartengdra og borgaralegra verkefna og styðja við varnir Íslands, eftirlit og aðgerðir. Efla þurfi áfallaþol íslensks samfélags, almannavarnir og vernd borgara gagnvart hernaðarógnum og auka greiningargetu og upplýsingamiðlun um áskoranir og ógnir sem geta haft áhrif á Ísland. Stuðla þurfi einnig að fleiri og umfangsmeiri varnartengdum æfingum og þátttöku íslenskra viðbragðsaðila til samræmis við líklegar sviðsmyndir og ógnir sem og að stuðla að fárfestingum, uppbyggingu og nýsköpun á sviði varnar- og öryggismála. Loks þurfi að efla þjálfun, kennslu og rannsóknir á sviði varnar- og öryggismála, bæta virka upplýsingamiðlun um varnar- og öryggismál til að ýta undir lýðræðislega umræðu og þekkingu á málaflokknum, en nánar er fjallað um hvert atriði fyrir sig í skýrslunni. Leggja til nýja heildarlöggjöf Loks leggur samráðshópurinn til að ráðist verði í endurskoðun á varnarmálalögum og stofnanaumgjörð varnartengdra verkefna á Íslandi og samhliða þurfi að skoða aðra öryggistengda löggjöf á Íslandi. Kanna ætti hvort tilefni sé að setja sérstaka öryggislöggjöf, sem væri á forræði dómsmálaráðherra, en engin slík lög hafa verið sett á Íslandi. Ýmsar aðrar umbætur á núverandi löggjöf eru jafnan lagðar til og þá er undirstrikað mikilvægi þess að fram fari rýni á fjárfestingum erlendra aðila. Slík rýni hafi verið forgangsmál hjá helstu bandalagsríkjum og slík löggjöf sé í undirbúningi hér á landi. Slík löggjöf verði mikilvægur liður í þjóðaröryggi og viðspyrnu gagnvart mögulegri íhlutun erlendra aðila sem ógnað geti öryggi-, allsherjarreglu og orðspori Íslands.
Öryggis- og varnarmál Alþingi Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Netöryggi NATO Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent