Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2025 13:04 Aðalsteinn Leifsson formaður nefndarinnar segir segir fjölþættar ógnir stafa að landinu. Vísir/Ívar Fannar Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl. Skýrslan var kynnt á opnum fundi í Veröld, húsi Vigdísar í morgun. Í samráðsnefndinni eru fulltrúar allra flokka, utan Miðflokksins, sem sagði sig úr nefndinni. Fram kemur í inngangi skýrslunnar að raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. „Það eru bæði þessar hefðbundnu ógnir sem við erum að fjalla um, sem stafa af erlendum herjum eða öflum studd af eða rekin af ríkisvaldinu sem okkur stafar ógn af. Svo eru það þessar fjölþáttaógnir, ógnir sem snúa að okkar innviðum, ógnir sem snúa jafnvel að upplýstri og lýðræðislegri umræðu í landinu og samstöðu,“ segir Aðalsteinn Leifsson, formaður nefndarinnar og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Varnar- og öryggisstefna Íslands á alþjóðavettvangi hefur aldrei verið sett fram með formlegum hætti en til stendur að Þorgerður leggi slíka stenu fyrir Alþingi strax í þessum mánuði. Meðal lykiláherlsna er aukið alþjóðasamstarf, styrking innlends varnarviðbúnaðar, þekkingar og getu og að jafnvel verði innleidd sérstök öryggislöggjöf. Bandalagsríki okkar hafa á síðustu árum gert rýningu fjárfestinga erlendra aðila að forgangsmáli en málið setið á hakanum hérlendis. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir vinnu við þetta hafa gengið of hægt. „Við höfum verið að vinna að þessu í of langan tíma en allmörg ár þannig að við erum mjög langt komin. Ég veit að núverandi ríkisstjórn ætlar að leggja fram frumvarp, sem auðvitað þarf að fara í gegn um og það sem þarf að tryggja er að við séum ekki að kaffæra nýsköpun og einhverja verðmætasköpun í leiðinni,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi Sjáflstæðisflokksins í hópnum.Vísir/Ívar Fannar „En þetta er sannarlega verkefni sem við þurfum að klára, það er akkílesarhæll að við séum ekki búin með það. Við vitum það og við þurfum að gera það fyrir okkur sjálf en við þurfum líka að sýna að við séum með þær girðingar og meðvitund sem við þurfum að hafa sem frjálst lýðræðisríki og hluti af Atlantshafsbandalaginu.“ Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Skýrslan var kynnt á opnum fundi í Veröld, húsi Vigdísar í morgun. Í samráðsnefndinni eru fulltrúar allra flokka, utan Miðflokksins, sem sagði sig úr nefndinni. Fram kemur í inngangi skýrslunnar að raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. „Það eru bæði þessar hefðbundnu ógnir sem við erum að fjalla um, sem stafa af erlendum herjum eða öflum studd af eða rekin af ríkisvaldinu sem okkur stafar ógn af. Svo eru það þessar fjölþáttaógnir, ógnir sem snúa að okkar innviðum, ógnir sem snúa jafnvel að upplýstri og lýðræðislegri umræðu í landinu og samstöðu,“ segir Aðalsteinn Leifsson, formaður nefndarinnar og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Varnar- og öryggisstefna Íslands á alþjóðavettvangi hefur aldrei verið sett fram með formlegum hætti en til stendur að Þorgerður leggi slíka stenu fyrir Alþingi strax í þessum mánuði. Meðal lykiláherlsna er aukið alþjóðasamstarf, styrking innlends varnarviðbúnaðar, þekkingar og getu og að jafnvel verði innleidd sérstök öryggislöggjöf. Bandalagsríki okkar hafa á síðustu árum gert rýningu fjárfestinga erlendra aðila að forgangsmáli en málið setið á hakanum hérlendis. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir vinnu við þetta hafa gengið of hægt. „Við höfum verið að vinna að þessu í of langan tíma en allmörg ár þannig að við erum mjög langt komin. Ég veit að núverandi ríkisstjórn ætlar að leggja fram frumvarp, sem auðvitað þarf að fara í gegn um og það sem þarf að tryggja er að við séum ekki að kaffæra nýsköpun og einhverja verðmætasköpun í leiðinni,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi Sjáflstæðisflokksins í hópnum.Vísir/Ívar Fannar „En þetta er sannarlega verkefni sem við þurfum að klára, það er akkílesarhæll að við séum ekki búin með það. Við vitum það og við þurfum að gera það fyrir okkur sjálf en við þurfum líka að sýna að við séum með þær girðingar og meðvitund sem við þurfum að hafa sem frjálst lýðræðisríki og hluti af Atlantshafsbandalaginu.“
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira