Upp­gjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Frá leik liðanna á síðasta tímabili.
Frá leik liðanna á síðasta tímabili. vísir/ernir

Valur tók á móti Haukum á Hlíðarenda í dag í Olís deild kvenna. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Hauka 21-24. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir átti góðan leik fyrir Hauka og skoraði 12 mörk.

Haukakonur byrjuðu leikinn af krafti og voru komnar með fimm marka forystu eftir 7 mínútur. Valskonur tóku þá leikhlé og náði þjálfari liðsins aðeins að kveikja á sínum konum.

Haukar fóru með fimm marka forystu inn í hálfleikinn, en Jóhanna Margrét Sigurðardóttir átti stórleik fyrir Hauka og var með átta mörk.

Valur tóku aðeins við sér í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn niður í tvö mörk. Það entist ekki lengi enda átti Sara Sif Helgadóttir, leikmaður Hauka, frábæran leik í markinu. Haukar héldu forystunni út leikinn og lokatölur því 21-24.

Stjörnur og skúrkar

Markahæstu leikmenn Hauka voru Jóhanna Margrét Sigurðardóttir með tólf mörk og Rakel Oddný Guðmundsdóttir með fimm mörk.

Sara Sif Helgadóttir, markmaður Hauka, átti virkilega góðan leik í markinu og var með 18 vörslur.

Stemning og umgjörð

Góð stemning á Hlíðarenda en vantar fleiri stuðningsmenn í stúkuna.

Dómarar

Anton Gylfi Pálsson og Magnús Kári Jónsson, höfðu fín tök á þessum leik og fékk leikurinn að flæða vel.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira