Innlent

Á­köf úr­koma hætti á skriðu­föll á Ströndum

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Mynd frá Sandvík á Ströndum.
Mynd frá Sandvík á Ströndum. Vísir

Aukin hætta er á skriðum og grjóthruni á Ströndum í nótt og á morgun vegna talsverðrar úrkomu næsta sólarhringinn. Uppsöfnuð úrkoma gæti farið yfir 100 mm á láglendi og allt að 180 mm til fjalla ef spáin gengur eftir.

Veðurstofa Íslands varar við hættunni á heimasíðu sinni en þar segir að reikna megi með verulegri úrkomuákefð í kvöld og fram á nótt en að draga ætti úr úrkomu á morgun.

Svona ákafri úrkomu fylgi vatnavexti og auknar líkur á skriðuföllum, eins og grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum í lækjarfarvegum. En einnig þar sem vegir liggja undir bröttum hlíðum getur verið hætta á skriðum og grjóthruni.

Uppsöfnuð úrkoma í millimetrum.Veðurstofa Íslands

Veðurstofa brýnir fyrir fólki að sýna aðgát þegar ferðast er undir bröttum hlíðum, horfa í kringum sig og forðast að dvelja lengi innan og neðan farvega. Auk þess þurfi að hafa í huga að skriður geti fallið eftir að mesta ákefð rigningar er yfirstaðin.

Skriðuvakt Veðurstofunnar muni fylgjast með aðstæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×