Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2025 10:21 Gianluigi Donnarumma gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Manchester City á morgun, í sjálfum Manchester-slagnum. Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vildi ekki gefa út hver yrði í marki liðsins í grannaslagnum við Manchester United á morgun en sagði að allir myndu fá að spila á leiktíðinni. City keypti ítalska landsliðsmarkvörðinn Gianluigi Donnarumma frá PSG á lokadegi félagaskiptagluggans fyrir tveimur vikum, eftir að hafa einnig keypt hinn 22 ára gamla James Trafford sem og Marcus Bettinelli. Félagið seldi hins vegar aðalmarkvörð sinn til margra ára, hinn brasilíska Ederson, til Fenerbahce. Þó að þeir Donnarumma séu báðir heimsklassamarkverðir eru þeir afar ólíkir leikmenn og segist Guardiola ekki ætla að fara að pína Ítalann til þess að spila boltanum eins og Ederson gerði. Hann er spenntur fyrir að prófa eitthvað nýtt. „Hann er svo hávaxinn, svo stór,“ sagði Guardiola um Donnarumma. „Við viljum það frá öllum okkar markvörðum að þeir séu öruggir og gefi liðinu sjálfstraust. Hafi sterkan persónuleika og láti finna fyrir sér. Hann sýndi það á stærsta sviðinu í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, á Villa Park og Anfield og í mörgum leikjum, hversu góður hann er. Hann mun fá á sig mörk, það er öruggt, en við munum allir reyna að takast á við það,“ sagði Guardiola. Spurður út í Trafford sagði hann ljóst að aðeins einn markvörður gæti spilað hverju sinni en að tímabilið yrði langt og strangt og að allir fengju að spila. Á meðan að Ruben Amorim hefur staðfest að Altay Bayindir verði í marki United á morgun er því ekki alveg ljóst hver mun verja mark City. En ef það verður Donnarumma þá verður honum ekki ætlað að spila eins og Ederson sem leið svo vel með boltann á tánum og átti til að mynda sjö stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni – fleiri en nokkur annar markvörður. „Ég reyni alltaf að aðlaga mig að hæfileikum leikmanna. Ég mun ekki krefjast þess að Gigi geri eitthvað sem honum finnst óþægilegt. Við erum að tala um að Ederson var sá besti sem ég hef séð í að dreifa boltanum, hvort sem er með stuttum eða löngum sendingum. Svo við tókum ekki Gigi til þess að gera það sem Ederson gerði. Gigi er með aðra hæfileika,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira
City keypti ítalska landsliðsmarkvörðinn Gianluigi Donnarumma frá PSG á lokadegi félagaskiptagluggans fyrir tveimur vikum, eftir að hafa einnig keypt hinn 22 ára gamla James Trafford sem og Marcus Bettinelli. Félagið seldi hins vegar aðalmarkvörð sinn til margra ára, hinn brasilíska Ederson, til Fenerbahce. Þó að þeir Donnarumma séu báðir heimsklassamarkverðir eru þeir afar ólíkir leikmenn og segist Guardiola ekki ætla að fara að pína Ítalann til þess að spila boltanum eins og Ederson gerði. Hann er spenntur fyrir að prófa eitthvað nýtt. „Hann er svo hávaxinn, svo stór,“ sagði Guardiola um Donnarumma. „Við viljum það frá öllum okkar markvörðum að þeir séu öruggir og gefi liðinu sjálfstraust. Hafi sterkan persónuleika og láti finna fyrir sér. Hann sýndi það á stærsta sviðinu í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, á Villa Park og Anfield og í mörgum leikjum, hversu góður hann er. Hann mun fá á sig mörk, það er öruggt, en við munum allir reyna að takast á við það,“ sagði Guardiola. Spurður út í Trafford sagði hann ljóst að aðeins einn markvörður gæti spilað hverju sinni en að tímabilið yrði langt og strangt og að allir fengju að spila. Á meðan að Ruben Amorim hefur staðfest að Altay Bayindir verði í marki United á morgun er því ekki alveg ljóst hver mun verja mark City. En ef það verður Donnarumma þá verður honum ekki ætlað að spila eins og Ederson sem leið svo vel með boltann á tánum og átti til að mynda sjö stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni – fleiri en nokkur annar markvörður. „Ég reyni alltaf að aðlaga mig að hæfileikum leikmanna. Ég mun ekki krefjast þess að Gigi geri eitthvað sem honum finnst óþægilegt. Við erum að tala um að Ederson var sá besti sem ég hef séð í að dreifa boltanum, hvort sem er með stuttum eða löngum sendingum. Svo við tókum ekki Gigi til þess að gera það sem Ederson gerði. Gigi er með aðra hæfileika,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira